Drífa segir gríðarleg verkefni framundan hjá ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2018 12:05 Drífa segir að það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal framkvæmdastjóri nýkjörin forseti Alþýðusambandsins segir gríðarleg verkefni framundan við að ná kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum fyrir áramót. Það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson lætur nú af embætti forseta Alþýðusambandsins en hann var fyrst kjörinn forseti sambandsins hrunárið 2008 eða fyrir tíu árum. Kjörsókn var góð því 293 þingfulltrúar af um 300 greiddu atkvæði og var aðeins eitt atkvæði autt. Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinasambands á Austurlandi hlaut 100 atkvæði, eða 34,2 prósent atkvæða en Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8 prósent.Hvað er þér efst í huga?„Þakklæti fyrir atkvæðin. Tilhlökkin fyrir að takast á við þetta verkefni. Nú sé ég hvaða folk ég er að fá með mér. Það á eftir að kjósa varaforseta og miðstjórn. Ég er bara full tilhlökkunar,” sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir að úrslitin voru kynnt. Drífa er fyrsta konan í hundrað og tveggja ára sögu Alþýðusambandsins til að ná kjöri í embætti forseta sambandsins. „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,” segir Drífa. Drífa segir verkefnin framundan risavaxin en fyrir dyrum standa kjarasamningar allra verkalýðsfélaga á almenna vinnumarkaðnum því gildandi samningar renna út um áramótin. „Við þurfum að bæta lífskkjör og gera skattkerfið jafnara. Barátta gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Og það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn,” sagði Drífa Snædal nýkjörin forseti ASÍ. Nú stendur yfir kosning um embætti fyrsta og annars varaforseta ASÍ og að þeim kosningum loknum verða kosnir fulltrúar í miðstjórn. Við greinum nánar frá þingi Alþýðusambandsins á Vísi í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Drífa Snædal framkvæmdastjóri nýkjörin forseti Alþýðusambandsins segir gríðarleg verkefni framundan við að ná kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum fyrir áramót. Það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson lætur nú af embætti forseta Alþýðusambandsins en hann var fyrst kjörinn forseti sambandsins hrunárið 2008 eða fyrir tíu árum. Kjörsókn var góð því 293 þingfulltrúar af um 300 greiddu atkvæði og var aðeins eitt atkvæði autt. Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinasambands á Austurlandi hlaut 100 atkvæði, eða 34,2 prósent atkvæða en Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8 prósent.Hvað er þér efst í huga?„Þakklæti fyrir atkvæðin. Tilhlökkin fyrir að takast á við þetta verkefni. Nú sé ég hvaða folk ég er að fá með mér. Það á eftir að kjósa varaforseta og miðstjórn. Ég er bara full tilhlökkunar,” sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir að úrslitin voru kynnt. Drífa er fyrsta konan í hundrað og tveggja ára sögu Alþýðusambandsins til að ná kjöri í embætti forseta sambandsins. „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,” segir Drífa. Drífa segir verkefnin framundan risavaxin en fyrir dyrum standa kjarasamningar allra verkalýðsfélaga á almenna vinnumarkaðnum því gildandi samningar renna út um áramótin. „Við þurfum að bæta lífskkjör og gera skattkerfið jafnara. Barátta gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Og það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn,” sagði Drífa Snædal nýkjörin forseti ASÍ. Nú stendur yfir kosning um embætti fyrsta og annars varaforseta ASÍ og að þeim kosningum loknum verða kosnir fulltrúar í miðstjórn. Við greinum nánar frá þingi Alþýðusambandsins á Vísi í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15