Telja úrtöluraddir vera áróður forréttindahópa Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2018 06:00 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi. Fréttablaðið/Eyþór Verkalýðsleiðtogar segja gagnrýni á kröfugerð forystu launamanna á síðustu dögum út í hött. Vísa þeir úrtöluröddum til föðurhúsanna. Grímulaus hræðsluáróður eigi sér stað um réttláta kröfugerð launþegahreyfingarinnar. Heyrst hafa raddir um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleika í voða, þær séu óraunhæfar og upphafið að stærsta höfrungahlaupi í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þetta fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum. „Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, segir þetta daglegt brauð í kjarabaráttu. „Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn,“ segir Björn. „Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir hræsni að nú segist menn óttast um stöðugleikann. „Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00 Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Verkalýðsleiðtogar segja gagnrýni á kröfugerð forystu launamanna á síðustu dögum út í hött. Vísa þeir úrtöluröddum til föðurhúsanna. Grímulaus hræðsluáróður eigi sér stað um réttláta kröfugerð launþegahreyfingarinnar. Heyrst hafa raddir um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleika í voða, þær séu óraunhæfar og upphafið að stærsta höfrungahlaupi í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þetta fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum. „Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, segir þetta daglegt brauð í kjarabaráttu. „Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn,“ segir Björn. „Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir hræsni að nú segist menn óttast um stöðugleikann. „Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00 Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00
Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00