Snorri í Betel fær lægri bætur eftir dóm Hæstaréttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 15:46 Snorri Óskarsson ásamt lögmanni sínum Einari Steingrímssyni. visir/auðunn Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt Akureyrarbæ til þess að greiða honum 6,5 milljónir króna í bætur, sex milljónir voru skaðabætur og hálf milljón króna miskabætur vegna þess að dómurinn taldi að uppsögnin hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn Snorra. Þessu er meirihluti Hæstaréttar ósammála, það er telur að ekki hafi falist ólögmæt meingerð í uppsögninni og dæmir því ekki miskabætur heldur aðeins skaðabætur. Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, er hins vegar sammála héraðsdómi varðandi miskabæturnar og telur rétt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms í þeim efnum að því er fram kemur í sératkvæði hans. Snorra var vikið úr starfi kennara við Brekkuskóla vegna umdeildra bloggfærslna þar sem hann ritaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Hann stefndi bænum og fór fram á 13,7 milljónir króna í bætur. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Dómsmál Tengdar fréttir Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt Akureyrarbæ til þess að greiða honum 6,5 milljónir króna í bætur, sex milljónir voru skaðabætur og hálf milljón króna miskabætur vegna þess að dómurinn taldi að uppsögnin hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn Snorra. Þessu er meirihluti Hæstaréttar ósammála, það er telur að ekki hafi falist ólögmæt meingerð í uppsögninni og dæmir því ekki miskabætur heldur aðeins skaðabætur. Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, er hins vegar sammála héraðsdómi varðandi miskabæturnar og telur rétt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms í þeim efnum að því er fram kemur í sératkvæði hans. Snorra var vikið úr starfi kennara við Brekkuskóla vegna umdeildra bloggfærslna þar sem hann ritaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Hann stefndi bænum og fór fram á 13,7 milljónir króna í bætur. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“
Dómsmál Tengdar fréttir Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00
Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47