Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. nóvember 2018 08:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins í vor. Vísir/VIlhelm Nokkur óróleiki er innan flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn vegna þriðja orkupakkans sem til stendur að innleiða í EES-samninginn. Þingflokkar stjórnarflokkanna áttu sameiginlegan fund um málið í ráðherrabústaðnum í gær. „Fundurinn var svona fyrst og fremst til þess að hefja þessa umræðu saman í okkar hópi og hún var mjög góð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fundinn. „Fólk er að ræða mikið um þetta, það er bara eðlilegt. Þetta varðar mál sem eru Íslendingum hugleikin,“ segir Katrín innt eftir viðhorfum þingmanna til málsins og hvort hún telji þingmenn hafa náð utan um það. Hún segir mikilvægt að gerð sé grein fyrir því hvað felst í þessari innleiðingu og hvað hafi þegar verið innleitt með fyrri orkupökkunum tveimur. Vaxandi þrýstingur mun vera á þingmenn meirihlutans vegna málsins, sérstaklega á þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en ályktað hefur verið gegn málinu á landsfundum beggja flokka. Heimildarmenn blaðsins telja þó ekki um óeiningu að ræða innan stjórnarflokkanna heldur sé málið mörgum þingmönnum erfitt vegna baklandsins. Þrýstingur á þingmenn vegna málsins mun þó ekki eingöngu vera innlendur heldur hafa norskir lobbíistar einnig sett sig í samband við þingmenn símleiðis til að vara þá við málinu og þrýsta á þá að hafna innleiðingunni. Ísland er eina EES-ríkið sem á eftir að samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans, en bæði Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt innleiðinguna. Pakkinn verður hins vegar ekki hluti af EES-samningnum fyrr en öll EES-ríkin þrjú hafa samþykkt hann og íslenskir þingmenn því eina von Norðmanna sem mótfallnir eru innleiðingunni. Þingmenn úr stjórnarandstöðu, einkum Miðflokki, virðast hafa fundið fyrir óróa í stjórnarþingmönnum vegna málsins og séð sér leik á borði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók málið tvívegis upp á Alþingi í vikunni og beindi óundirbúnum fyrirspurnum til tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um afstöðu þeirra til málsins. Á mánudaginn beindi hann fyrirspurnum til utanríkisráðherra og á miðvikudaginn til atvinnuvega-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra. Hvorugur ráðherranna lýsti beinni afstöðu til málsins í svörum sínum þrátt fyrir að þingmaðurinn spyrði beinlínis um hana. Bæði bentu þau þó á að málið hefði verið vanrækt í ríkisstjórn fyrirspyrjandans og lögðu áherslu á að það yrði vandlega unnið og öll framkomin gagnrýni skoðuð ofan í kjölinn. Málið er formlega á borði atvinnuvegaráðherra og í svörum sínum til þingmannsins sagði hún að erfitt væri fyrir málið hversu fáir væru að berjast fyrir því og ástæðan fyrir því væri að málið skipti ekki svo miklu. Hins vegar hefði það áhrif á EES-samninginn ef menn ætluðu ekki að innleiða það, og menn þyrftu þá að vera tilbúnir í þann leiðangur. Í lok ræðu sinnar tók Þórdís sérstaklega fram að hún væri ekki að segja að hún væri ekki tilbúin í slíkan leiðangur. Þingmenn meirihlutans hafa einnig beint fyrirspurnum um málið til ráðherra. Óli Björn Kárason, einn þeirra þingmanna sem sagðir eru hafa efasemdir um málið, bíður enn svara við ítarlegri fyrirspurn sem hann beindi til utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og EES-samninginn. Stefnt er að því að málið komi til umræðu í þinginu í febrúar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Nokkur óróleiki er innan flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn vegna þriðja orkupakkans sem til stendur að innleiða í EES-samninginn. Þingflokkar stjórnarflokkanna áttu sameiginlegan fund um málið í ráðherrabústaðnum í gær. „Fundurinn var svona fyrst og fremst til þess að hefja þessa umræðu saman í okkar hópi og hún var mjög góð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fundinn. „Fólk er að ræða mikið um þetta, það er bara eðlilegt. Þetta varðar mál sem eru Íslendingum hugleikin,“ segir Katrín innt eftir viðhorfum þingmanna til málsins og hvort hún telji þingmenn hafa náð utan um það. Hún segir mikilvægt að gerð sé grein fyrir því hvað felst í þessari innleiðingu og hvað hafi þegar verið innleitt með fyrri orkupökkunum tveimur. Vaxandi þrýstingur mun vera á þingmenn meirihlutans vegna málsins, sérstaklega á þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en ályktað hefur verið gegn málinu á landsfundum beggja flokka. Heimildarmenn blaðsins telja þó ekki um óeiningu að ræða innan stjórnarflokkanna heldur sé málið mörgum þingmönnum erfitt vegna baklandsins. Þrýstingur á þingmenn vegna málsins mun þó ekki eingöngu vera innlendur heldur hafa norskir lobbíistar einnig sett sig í samband við þingmenn símleiðis til að vara þá við málinu og þrýsta á þá að hafna innleiðingunni. Ísland er eina EES-ríkið sem á eftir að samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans, en bæði Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt innleiðinguna. Pakkinn verður hins vegar ekki hluti af EES-samningnum fyrr en öll EES-ríkin þrjú hafa samþykkt hann og íslenskir þingmenn því eina von Norðmanna sem mótfallnir eru innleiðingunni. Þingmenn úr stjórnarandstöðu, einkum Miðflokki, virðast hafa fundið fyrir óróa í stjórnarþingmönnum vegna málsins og séð sér leik á borði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók málið tvívegis upp á Alþingi í vikunni og beindi óundirbúnum fyrirspurnum til tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um afstöðu þeirra til málsins. Á mánudaginn beindi hann fyrirspurnum til utanríkisráðherra og á miðvikudaginn til atvinnuvega-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra. Hvorugur ráðherranna lýsti beinni afstöðu til málsins í svörum sínum þrátt fyrir að þingmaðurinn spyrði beinlínis um hana. Bæði bentu þau þó á að málið hefði verið vanrækt í ríkisstjórn fyrirspyrjandans og lögðu áherslu á að það yrði vandlega unnið og öll framkomin gagnrýni skoðuð ofan í kjölinn. Málið er formlega á borði atvinnuvegaráðherra og í svörum sínum til þingmannsins sagði hún að erfitt væri fyrir málið hversu fáir væru að berjast fyrir því og ástæðan fyrir því væri að málið skipti ekki svo miklu. Hins vegar hefði það áhrif á EES-samninginn ef menn ætluðu ekki að innleiða það, og menn þyrftu þá að vera tilbúnir í þann leiðangur. Í lok ræðu sinnar tók Þórdís sérstaklega fram að hún væri ekki að segja að hún væri ekki tilbúin í slíkan leiðangur. Þingmenn meirihlutans hafa einnig beint fyrirspurnum um málið til ráðherra. Óli Björn Kárason, einn þeirra þingmanna sem sagðir eru hafa efasemdir um málið, bíður enn svara við ítarlegri fyrirspurn sem hann beindi til utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og EES-samninginn. Stefnt er að því að málið komi til umræðu í þinginu í febrúar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00