Krefst frávísunar í „shaken baby“-máli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2018 06:15 Sigurður Guðmundsson mætti í héraðsdóm með verjanda sínum til að hlýða á skýrslu dr. Squier árið 2014. Fréttablaðið/Ernir Ríkissaksóknari fer fram á að svokölluðu „shaken baby“-máli verði vísað frá Hæstarétti þegar málið verður flutt þar 23. janúar næstkomandi. Sigurður Guðmundsson var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, þannig að hann lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi. „Allt virðist þetta vera sett fram í þeim eina tilgangi að rökstyðja þá trú Dr. Waney Squier að svokallað Shaken baby syndrome sé ekki til,“ segir í greinargerð saksóknara, en frávísunarkrafan byggir öðrum þræði á því að dr. Squier hafi verið bæði óábyrg og ónákvæm sem dómkvaddur matsmaður. Dr. Squier er ekki óumdeild en hún var svipt lækningaleyfi í Bretlandi árið 2016 vegna meints misvísandi og óheiðarlegs vitnisburðar um dauðsföll barna fyrir breskum dómstólum. Hún endurheimti leyfið síðar sama ár en var meinað að bera vitni sem sérfræðingur fyrir breskum dómstólum í þrjú ár. Yfirmats tveggja sérfræðinga hefur einnig verið aflað í máli Sigurðar eftir að endurupptaka þess var ákveðin. Báðir telja líklegast að barnið hafi látist í kjölfar höfuðáverka. Í greinargerð sinni gagnrýnir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar, framkvæmd yfirmatsins og af greinargerðum málsaðila má ætla að áreiðanleiki matsgerðanna verði aðalumfjöllunarefnið fyrir Hæstarétti. Saksóknari heldur því fram að úrskurður endurupptökunefndar sé sama marki brenndur og úrskurður um endurupptöku máls sem vísað var frá Hæstarétti af því að nefndin hafði ekki tekið fram að fyrri dómur Hæstaréttar skyldi halda gildi sínu þar til nýr dómur væri uppkveðinn. Af þessum sökum beri að vísa málinu frá. Til vara krefst saksóknari staðfestingar héraðsdóms um sakfellingu. Sjálfur krefst Sigurður sýknu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Lögmenn greinir á um afleiðingar dóms Hæstaréttar á Endurupptökunefnd. 27. febrúar 2016 07:00 Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01 Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm í Shaken baby-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcary en hann var sakfellur fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar í mars 2013. 5. febrúar 2015 17:02 Sérfræðingur í "shaken baby" málum sviptur leyfi Ensk aganefnd um störf lækna hefur svipt barnataugalækninn Waney Squier lækningaleyfi vegna villandi framburðar í barnahristimálum. 22. mars 2016 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Ríkissaksóknari fer fram á að svokölluðu „shaken baby“-máli verði vísað frá Hæstarétti þegar málið verður flutt þar 23. janúar næstkomandi. Sigurður Guðmundsson var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, þannig að hann lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi. „Allt virðist þetta vera sett fram í þeim eina tilgangi að rökstyðja þá trú Dr. Waney Squier að svokallað Shaken baby syndrome sé ekki til,“ segir í greinargerð saksóknara, en frávísunarkrafan byggir öðrum þræði á því að dr. Squier hafi verið bæði óábyrg og ónákvæm sem dómkvaddur matsmaður. Dr. Squier er ekki óumdeild en hún var svipt lækningaleyfi í Bretlandi árið 2016 vegna meints misvísandi og óheiðarlegs vitnisburðar um dauðsföll barna fyrir breskum dómstólum. Hún endurheimti leyfið síðar sama ár en var meinað að bera vitni sem sérfræðingur fyrir breskum dómstólum í þrjú ár. Yfirmats tveggja sérfræðinga hefur einnig verið aflað í máli Sigurðar eftir að endurupptaka þess var ákveðin. Báðir telja líklegast að barnið hafi látist í kjölfar höfuðáverka. Í greinargerð sinni gagnrýnir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar, framkvæmd yfirmatsins og af greinargerðum málsaðila má ætla að áreiðanleiki matsgerðanna verði aðalumfjöllunarefnið fyrir Hæstarétti. Saksóknari heldur því fram að úrskurður endurupptökunefndar sé sama marki brenndur og úrskurður um endurupptöku máls sem vísað var frá Hæstarétti af því að nefndin hafði ekki tekið fram að fyrri dómur Hæstaréttar skyldi halda gildi sínu þar til nýr dómur væri uppkveðinn. Af þessum sökum beri að vísa málinu frá. Til vara krefst saksóknari staðfestingar héraðsdóms um sakfellingu. Sjálfur krefst Sigurður sýknu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Lögmenn greinir á um afleiðingar dóms Hæstaréttar á Endurupptökunefnd. 27. febrúar 2016 07:00 Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01 Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm í Shaken baby-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcary en hann var sakfellur fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar í mars 2013. 5. febrúar 2015 17:02 Sérfræðingur í "shaken baby" málum sviptur leyfi Ensk aganefnd um störf lækna hefur svipt barnataugalækninn Waney Squier lækningaleyfi vegna villandi framburðar í barnahristimálum. 22. mars 2016 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Lögmenn greinir á um afleiðingar dóms Hæstaréttar á Endurupptökunefnd. 27. febrúar 2016 07:00
Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01
Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm í Shaken baby-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcary en hann var sakfellur fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar í mars 2013. 5. febrúar 2015 17:02
Sérfræðingur í "shaken baby" málum sviptur leyfi Ensk aganefnd um störf lækna hefur svipt barnataugalækninn Waney Squier lækningaleyfi vegna villandi framburðar í barnahristimálum. 22. mars 2016 07:00