Meiðandi slúðri um grunnskólabörn dreift á Instagram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 21:30 Það getur reynst erfitt að lesa meiðandi ummæli um sig á netinu. Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Dæmi eru um að meiðandi slúðri um þrettán til fjórtán ára gömul grunnskólabörn sé dreift á sérstökum slúðursíðum á Instagram. Fjölmargar slíkar síður eru til, misvirkar, en þó virðast þær ná til flestra landshluta hér á landi. Slúðrið er oftar en ekki af kynferðislegum toga. Mikilvægt er að foreldar og skólar taki höndum saman til þess að að kenna krökkum ábyrga hegðun á samfélagsmiðlum að mati framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. Við athugun á Instagram má sjá að síðurnar eru af ýmsum toga. Sumar eru bundnar við ákveðna skóla á meðan aðrar eru bundnar við ákveðin bæjarfélög. Þá eru margar síðurnar stilltar á „private“ sem þýðir að sá sem sér um síðuna þarf að samþykkja þá sem vilja fylgja og sjá efni sem er á síðunni. Ein virkasta slíka síðan var með um 2.500 fylgjendur þar sem yfir 200 færslur með slúðri um grunnskólabörn höfðu birst á tveimur dögum. Öllu efni á síðunni var eytt í dag og nafni hennar breytt. Síðurnar eiga það allar sameiginlegt að fylgjendur þeirra eru beðnir um að senda inn slúður í einkaskilaboðum. Sjá má að flestir þeirra sem senda inn efni á síðuna biðja sérstaklega um að öll persónugreinanleg ummerki um sendanda séu afmáð af skilaboðunum áður en þau séu birt. Í skjáskotum sem fréttastofa hefur undir höndum frá fyrrnefndri síðu má sjá að þar er meðal annars slúðrað um grunnskólabörn sem fædd eru árið 2005. Slúðrið er af ýmsu tagi, þessi er sagður hafa sofið hjá hinum eða einhver er sagður vera samkynhneigður svo dæmi séu tekin. Slúðursíðar á borð við þessar eru vel þekktar erlendis en í nýlegri umfjöllun The Atlantic um neteinelti kom fram að slíkar slúðursíður á Instagram sé vel þekktar í fjölmörgum grunnskólum víða um Bandaríkin.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Mikil ábyrgð sem fylgi þvi að setja svona efni í loftið „Við heyrðum bara af þessu í dag,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, í samtali við Vísi aðspurð að því hvort að samtökin hafi skoðað málið. Hún segir ljóst að farið verði yfir síðurnar á næstu dögum en álíka mál hafa skotið upp kollinum á undanförnum árum á hinum ýmsu miðlum.„Krakkarnir fara að apa þetta upp eftir hverjum öðrum er mjög mikilvægt að stoppa þetta sem fyrst,“ segir Hrefna. Segir hún að um form af neteinelti geti verið að ræða og mikilvægt sé fyrir þá sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á síðunum að vista gögn, taka skjáskot, svo að viðkomandi hafi eitthvað í höndunum þegar á reynir.„Það er mjög mikilvægt að krakkarnir átti sig á því að það er mjög mikil ábyrgð sem fylgir því að setja þetta í loftið,“ segir Hrefna og bendir á að einnig sé hægt að tilkynna viðlíka síður til Instagram en það sé hennar reynsla að samfélagsmiðillinn taki slíkar ábendingar alvarlega.Þá hefur Heimili og skóli einnig gefið út fræðsluefni um hvernig megi taka á neteinelti auk þess hægt er að sendainn ábendingu um neteinelti á vef SAFT. Hrefna segir mikilvægt að foreldrar og skólar taki höndum saman til þess að koma í veg fyrir að slíkar síður á borð við þessar skjóti upp kollinum.Myndin er sviðsett.Vísir/Getty„Það er mjög gott ef skólarnir geta leyst úr þessu í samstarfi við foreldrana. Ef foreldrarnir eru beðnir um að taka samtalið leysist oft hratt og vel úr þessu,“ segir Hrefna sem segir eins mikilvægt að bæði foreldrar og skólar sendi þau skilaboð að hegðun á borð við það að slúðra um aðra á internetinu sé eitthvað sem sé ekki í lagi.„Það þarf að innræta börnum gagnrýna hugsun vegna þess að við verðum ekkert alltaf andandi yfir öxlina á þeim. Ég held að það sé mjög gott að foreldrar séu mjög vakandi yfir því sem krakkar eru að gera. Það þarf að byggja upp traust til þess að þau komi til þín og láti vita þegar eitthvað er í gangi.“Hrefna segir einnig að það séu vonbrigði þegar álíka mál komi upp enda sé það hennar reynsla að almennt hagi krakkar sér vel á samfélagsmiðlum og internetinu Hún bendir þó á það séu ekki krakkar sem taki ákvörðun um að kaupa síma og önnur snjalltæki handa börnunum og því beri foreldrar ábyrgð á því að kenna þeim að nota tækin á uppbyggilegan hátt.„Það þurfa allir að vera vakandi fyrir þessu og þetta er bara hluti af uppeldinu í dag.“ Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Dæmi eru um að meiðandi slúðri um þrettán til fjórtán ára gömul grunnskólabörn sé dreift á sérstökum slúðursíðum á Instagram. Fjölmargar slíkar síður eru til, misvirkar, en þó virðast þær ná til flestra landshluta hér á landi. Slúðrið er oftar en ekki af kynferðislegum toga. Mikilvægt er að foreldar og skólar taki höndum saman til þess að að kenna krökkum ábyrga hegðun á samfélagsmiðlum að mati framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. Við athugun á Instagram má sjá að síðurnar eru af ýmsum toga. Sumar eru bundnar við ákveðna skóla á meðan aðrar eru bundnar við ákveðin bæjarfélög. Þá eru margar síðurnar stilltar á „private“ sem þýðir að sá sem sér um síðuna þarf að samþykkja þá sem vilja fylgja og sjá efni sem er á síðunni. Ein virkasta slíka síðan var með um 2.500 fylgjendur þar sem yfir 200 færslur með slúðri um grunnskólabörn höfðu birst á tveimur dögum. Öllu efni á síðunni var eytt í dag og nafni hennar breytt. Síðurnar eiga það allar sameiginlegt að fylgjendur þeirra eru beðnir um að senda inn slúður í einkaskilaboðum. Sjá má að flestir þeirra sem senda inn efni á síðuna biðja sérstaklega um að öll persónugreinanleg ummerki um sendanda séu afmáð af skilaboðunum áður en þau séu birt. Í skjáskotum sem fréttastofa hefur undir höndum frá fyrrnefndri síðu má sjá að þar er meðal annars slúðrað um grunnskólabörn sem fædd eru árið 2005. Slúðrið er af ýmsu tagi, þessi er sagður hafa sofið hjá hinum eða einhver er sagður vera samkynhneigður svo dæmi séu tekin. Slúðursíðar á borð við þessar eru vel þekktar erlendis en í nýlegri umfjöllun The Atlantic um neteinelti kom fram að slíkar slúðursíður á Instagram sé vel þekktar í fjölmörgum grunnskólum víða um Bandaríkin.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Mikil ábyrgð sem fylgi þvi að setja svona efni í loftið „Við heyrðum bara af þessu í dag,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, í samtali við Vísi aðspurð að því hvort að samtökin hafi skoðað málið. Hún segir ljóst að farið verði yfir síðurnar á næstu dögum en álíka mál hafa skotið upp kollinum á undanförnum árum á hinum ýmsu miðlum.„Krakkarnir fara að apa þetta upp eftir hverjum öðrum er mjög mikilvægt að stoppa þetta sem fyrst,“ segir Hrefna. Segir hún að um form af neteinelti geti verið að ræða og mikilvægt sé fyrir þá sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á síðunum að vista gögn, taka skjáskot, svo að viðkomandi hafi eitthvað í höndunum þegar á reynir.„Það er mjög mikilvægt að krakkarnir átti sig á því að það er mjög mikil ábyrgð sem fylgir því að setja þetta í loftið,“ segir Hrefna og bendir á að einnig sé hægt að tilkynna viðlíka síður til Instagram en það sé hennar reynsla að samfélagsmiðillinn taki slíkar ábendingar alvarlega.Þá hefur Heimili og skóli einnig gefið út fræðsluefni um hvernig megi taka á neteinelti auk þess hægt er að sendainn ábendingu um neteinelti á vef SAFT. Hrefna segir mikilvægt að foreldrar og skólar taki höndum saman til þess að koma í veg fyrir að slíkar síður á borð við þessar skjóti upp kollinum.Myndin er sviðsett.Vísir/Getty„Það er mjög gott ef skólarnir geta leyst úr þessu í samstarfi við foreldrana. Ef foreldrarnir eru beðnir um að taka samtalið leysist oft hratt og vel úr þessu,“ segir Hrefna sem segir eins mikilvægt að bæði foreldrar og skólar sendi þau skilaboð að hegðun á borð við það að slúðra um aðra á internetinu sé eitthvað sem sé ekki í lagi.„Það þarf að innræta börnum gagnrýna hugsun vegna þess að við verðum ekkert alltaf andandi yfir öxlina á þeim. Ég held að það sé mjög gott að foreldrar séu mjög vakandi yfir því sem krakkar eru að gera. Það þarf að byggja upp traust til þess að þau komi til þín og láti vita þegar eitthvað er í gangi.“Hrefna segir einnig að það séu vonbrigði þegar álíka mál komi upp enda sé það hennar reynsla að almennt hagi krakkar sér vel á samfélagsmiðlum og internetinu Hún bendir þó á það séu ekki krakkar sem taki ákvörðun um að kaupa síma og önnur snjalltæki handa börnunum og því beri foreldrar ábyrgð á því að kenna þeim að nota tækin á uppbyggilegan hátt.„Það þurfa allir að vera vakandi fyrir þessu og þetta er bara hluti af uppeldinu í dag.“
Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira