Agndofa yfir lendingu Icelandair-vélar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 23:40 Vélin lenti við afar erfiðar aðstæður. Skjáskot/Youtube Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Í myndskeiðinu má heyra myndatökumanninn, eða einhvern sem staddur er nálægt myndavélinni, lýsa lendingu vélarinnar á ansi skrautlegan hátt. Í upphafi myndskeiðsins má heyra lendingarlýsandann tala um að íslenskir flugmenn séu vanir köldum aðstæðum en hann setur spurningarmerki við hvort þeir séu reyndir þegar kemur að lendingum í miklu roki. Því næst heyrist hann benda á að flugvélar annarra flugfélaga hafi þurft fleiri en eina tilraun til þess að lenda, meðal þeirra var vél frá British Airways. Þegar vélin, sem verður auðsjáanlega fyrir miklum áhrifum þess mikla roks sem var á flugvellinum, loks lendir á flugbrautinni með miklum tilþrifum ræður lýsandinn sér varla fyrir hrifningu. „Guð. Minn. Góður. Sáuð þið þetta? Sjáið þetta, sjáið þetta! Jesús! Heitasta helvíti! Þetta var rosalegt!“ Samkvæmt heimildum Vísis var það Snæbjörn Jónsson sem var flugstjóri í þessari vél Icelandair. Gerði hann félagana á Big Jet TV agndofa með lendingu sinni. „Ef það er eitthvað sem við erum virkilega góð í er það nákvæmlega þetta. Við erum oft að kljást við mikinn vind og hliðarvind í Keflavík,“ sagði Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Myndskeið af lendingunni má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Í myndskeiðinu má heyra myndatökumanninn, eða einhvern sem staddur er nálægt myndavélinni, lýsa lendingu vélarinnar á ansi skrautlegan hátt. Í upphafi myndskeiðsins má heyra lendingarlýsandann tala um að íslenskir flugmenn séu vanir köldum aðstæðum en hann setur spurningarmerki við hvort þeir séu reyndir þegar kemur að lendingum í miklu roki. Því næst heyrist hann benda á að flugvélar annarra flugfélaga hafi þurft fleiri en eina tilraun til þess að lenda, meðal þeirra var vél frá British Airways. Þegar vélin, sem verður auðsjáanlega fyrir miklum áhrifum þess mikla roks sem var á flugvellinum, loks lendir á flugbrautinni með miklum tilþrifum ræður lýsandinn sér varla fyrir hrifningu. „Guð. Minn. Góður. Sáuð þið þetta? Sjáið þetta, sjáið þetta! Jesús! Heitasta helvíti! Þetta var rosalegt!“ Samkvæmt heimildum Vísis var það Snæbjörn Jónsson sem var flugstjóri í þessari vél Icelandair. Gerði hann félagana á Big Jet TV agndofa með lendingu sinni. „Ef það er eitthvað sem við erum virkilega góð í er það nákvæmlega þetta. Við erum oft að kljást við mikinn vind og hliðarvind í Keflavík,“ sagði Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Myndskeið af lendingunni má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira