Hjálpum heimilislausum Vörður Leví Traustason skrifar 11. desember 2018 08:00 Heimilislausum og utangarðsfólki hefur fjölgað um 95% á höfuðborgarsvæðinu frá 2012. Ástandið sem hefur ríkt í málefnum þeirra hefur verið skelfilegt. Á sínum tíma var á vegum Hjálpræðishersins opið dagsetur fyrir utangarðsfólk á Eyjaslóð. Rekstri þess var hætt í lok ágúst 2015 þegar leigusamningi var sagt upp og húsnæðið var tekið til annarra nota. Í dag er Kaffistofa Samhjálpar opin á daginn fyrir einstaklinga sem búa við fátækt til að seðja hungur sitt og í Vin á Hverfisgötu hafa einstaklingar sótt sem treysta sér til að fara að húsreglum. Næturskýli Reykjavíkurborgar eru lokuð milli 10 og 17 og ekki nægilega mörg gistipláss til að mæta þörf yfir nóttina. Reykjavíkurborg hefur kynnt tillögur til að bregðast við þessari stöðu. Ætlunin er að staðsetja 25 smáhýsi fyrir heimilislausa víðs vegar í borginni og láta Félagsbústaði hafa meiri fjármuni til að byggja fleiri leiguíbúðir. Auk þess er ætlunin að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík, sk. neyslurými í samstarfi við Rauða krossinn og ríkið. Allt skiptir máli til að takast á við þennan mikla vanda en meira verður að koma til. Fyrr á árinu voru samþykktar tillögur Velferðarvaktarinnar um bættar aðstæður utangarðsfólks. Þar var talið mikilvægast að koma upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk sem verði opin allan daginn. Þar væri snyrtiaðstaða og sturtur, matur, fataúthlutun, hvíldaraðstaða, virkni og launuð verkefni, félagsráðgjöf og heilbrigðisþjónusta. Æskilegt væri að dagdvöl yrði ekki langt frá Gistiskýlinu og Konukoti. Velferðarvaktin lagði einnig áherslu á að bæta aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Koma þyrfti á fót fleiri áfangaheimilum þar sem stutt yrði við utangarðsfólk. Einnig þyrfti að tryggja aðgengi að öruggu húsnæði til lengri tíma. Útvega þyrfti atvinnutækifæri þ.e. lágþröskuldsvinnu (low threshold work) sem gæti hentað utangarðsfólki. Að lokum væri mikilvægt að stofnaður yrði formlegur starfshópur af heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem unnið yrði að ofangreindum aðgerðum í samstarfi við frjáls félagasamtök sem sinna málefnum utangarðsfólks. Veturinn er genginn í garð, Esjan hvítnar og norðanáttin blæs ísköldum vindstrengjum yfir borgina. Mikill kvíði er meðal fólks sem veit ekki hvar sinn næsti næturstaður verður. Nú verða allir að vera tilbúnir til að vinna saman að lausn þessa brýna vanda og lýsir Samhjálp sig tilbúna til samstarfs við alla þá sem vilja gera betur og hætta að horfa í aðra átt þegar þeir mæta hinum mikla vanda sem utangarðsfólk á við að etja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Heimilislausum og utangarðsfólki hefur fjölgað um 95% á höfuðborgarsvæðinu frá 2012. Ástandið sem hefur ríkt í málefnum þeirra hefur verið skelfilegt. Á sínum tíma var á vegum Hjálpræðishersins opið dagsetur fyrir utangarðsfólk á Eyjaslóð. Rekstri þess var hætt í lok ágúst 2015 þegar leigusamningi var sagt upp og húsnæðið var tekið til annarra nota. Í dag er Kaffistofa Samhjálpar opin á daginn fyrir einstaklinga sem búa við fátækt til að seðja hungur sitt og í Vin á Hverfisgötu hafa einstaklingar sótt sem treysta sér til að fara að húsreglum. Næturskýli Reykjavíkurborgar eru lokuð milli 10 og 17 og ekki nægilega mörg gistipláss til að mæta þörf yfir nóttina. Reykjavíkurborg hefur kynnt tillögur til að bregðast við þessari stöðu. Ætlunin er að staðsetja 25 smáhýsi fyrir heimilislausa víðs vegar í borginni og láta Félagsbústaði hafa meiri fjármuni til að byggja fleiri leiguíbúðir. Auk þess er ætlunin að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík, sk. neyslurými í samstarfi við Rauða krossinn og ríkið. Allt skiptir máli til að takast á við þennan mikla vanda en meira verður að koma til. Fyrr á árinu voru samþykktar tillögur Velferðarvaktarinnar um bættar aðstæður utangarðsfólks. Þar var talið mikilvægast að koma upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk sem verði opin allan daginn. Þar væri snyrtiaðstaða og sturtur, matur, fataúthlutun, hvíldaraðstaða, virkni og launuð verkefni, félagsráðgjöf og heilbrigðisþjónusta. Æskilegt væri að dagdvöl yrði ekki langt frá Gistiskýlinu og Konukoti. Velferðarvaktin lagði einnig áherslu á að bæta aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Koma þyrfti á fót fleiri áfangaheimilum þar sem stutt yrði við utangarðsfólk. Einnig þyrfti að tryggja aðgengi að öruggu húsnæði til lengri tíma. Útvega þyrfti atvinnutækifæri þ.e. lágþröskuldsvinnu (low threshold work) sem gæti hentað utangarðsfólki. Að lokum væri mikilvægt að stofnaður yrði formlegur starfshópur af heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem unnið yrði að ofangreindum aðgerðum í samstarfi við frjáls félagasamtök sem sinna málefnum utangarðsfólks. Veturinn er genginn í garð, Esjan hvítnar og norðanáttin blæs ísköldum vindstrengjum yfir borgina. Mikill kvíði er meðal fólks sem veit ekki hvar sinn næsti næturstaður verður. Nú verða allir að vera tilbúnir til að vinna saman að lausn þessa brýna vanda og lýsir Samhjálp sig tilbúna til samstarfs við alla þá sem vilja gera betur og hætta að horfa í aðra átt þegar þeir mæta hinum mikla vanda sem utangarðsfólk á við að etja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun