Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. desember 2018 12:21 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formönnum félaganna, þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálmi Birgissyni. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér, segir að formennirnir telji sögulegt tækifæri fólgið í breiðri samstöðu stéttarfélaga almenns verkafólks og verslunarfólk um krónutöluhækkanir og hækkun lægstu launa. „Við undirrituð teljum að viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar og afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Það að vísa deilunni til sáttasemjara færir félögin nær aðgerðum, til að mynda verkföllum því áður en hægt er að boða til verkfalla eða annarra aðgerða þarf að vera búið að halda fundi hjá sáttasemjara.Áherslumunur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að áherslumunur hafi verið á milli þessarra þriggja félaga og annarra innan Starfsgreinasambandsins. „Reyndar höfum við Sólveig Anna hjá Eflingu lagt mikla áherslu á að mynda breiða samstöðu með VR íþessari kjaradeilu. Vegna þess að ef VR hefði til dæmis komið með okkur í Starfsgreinasambandinu hefðum við verið með 75 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins á bakvið okkur,“ sagði Vilhjálmur. Þá hafi þessi félög viljað vísa deilunni við samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara vegna þess að lítið hafi gerst í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hingað til og stjórnvöld ekki tekið við sér varðandi kröfur sem snúi að þeim. Félögin berjist fyrir því að lágmarkslaun nái þeim framfærsluviðmiðum sem velferðarráðuneytið hafi gefið út. Þetta hafi verið eitt af aðal kosningamálum Vinstri grænna, flokks forsætisráðherrans. „Okkar kröfugerð byggist að stórum hluta áþessu atriði. Og verkalýðshreyfing sem hefur ekki metnaðí sér til þess að leggja fram kröfugerð sem grundvallast áþví að fólk geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar á að finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði Vilhjálmur Birgisson. Kjaramál Tengdar fréttir Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formönnum félaganna, þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálmi Birgissyni. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér, segir að formennirnir telji sögulegt tækifæri fólgið í breiðri samstöðu stéttarfélaga almenns verkafólks og verslunarfólk um krónutöluhækkanir og hækkun lægstu launa. „Við undirrituð teljum að viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar og afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Það að vísa deilunni til sáttasemjara færir félögin nær aðgerðum, til að mynda verkföllum því áður en hægt er að boða til verkfalla eða annarra aðgerða þarf að vera búið að halda fundi hjá sáttasemjara.Áherslumunur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að áherslumunur hafi verið á milli þessarra þriggja félaga og annarra innan Starfsgreinasambandsins. „Reyndar höfum við Sólveig Anna hjá Eflingu lagt mikla áherslu á að mynda breiða samstöðu með VR íþessari kjaradeilu. Vegna þess að ef VR hefði til dæmis komið með okkur í Starfsgreinasambandinu hefðum við verið með 75 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins á bakvið okkur,“ sagði Vilhjálmur. Þá hafi þessi félög viljað vísa deilunni við samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara vegna þess að lítið hafi gerst í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hingað til og stjórnvöld ekki tekið við sér varðandi kröfur sem snúi að þeim. Félögin berjist fyrir því að lágmarkslaun nái þeim framfærsluviðmiðum sem velferðarráðuneytið hafi gefið út. Þetta hafi verið eitt af aðal kosningamálum Vinstri grænna, flokks forsætisráðherrans. „Okkar kröfugerð byggist að stórum hluta áþessu atriði. Og verkalýðshreyfing sem hefur ekki metnaðí sér til þess að leggja fram kröfugerð sem grundvallast áþví að fólk geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar á að finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði Vilhjálmur Birgisson.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34
Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30