Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 19:15 Óvíst er hvað bráðabirgðaviðgerð á vegklæðningu á Suðurlandsvegi dugir lengi en að minnsta kosti tíu ökumenn sprengdu dekk á bíl sínum eftir að hafa ekið í holur á veginum í morgun. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi segist ekki búast við varanlegri viðgerð fyrr en í vor. Töluverð umferð var um Suðurlandsveg snemma í morgun. Bæði Vegagerðin og lögreglan fengu fjölmargar tilkynningar vegna skemmda á veginum enda aðstæður ekki hinar ákjósanlegustu. Rigning, mikil þoka og lélegt skyggni var á Hellisheiði og holurnar ekki auðsjáanlegar. Holurnar í veginum voru á þeim stað þar sem vegurinn er einbreiður til vesturs og víravegrið aðskilur akstursstefnur. Við þær aðstæður var ekki hægt að fara í vegkantinn til þess að skipta um dekk og óku sumir ökumenn á sprungnu dekki niður undir vegamótin við Hellisheiðarvirkjun til þess að skipta um dekk án þess að vera í hættu.Karel Fannar Sveinbjörnsson hóf daginn á því að skipta um dekk á bílnum sínum eftir að hafa keyrt í holu á Hellisheiði.Vísir/Stöð 2Það er ekki skemmtilegt að lenda í þessu í morgunsárið? „Nei, sérstaklega ekki þegar maður á að vera mættur í vinnu. Það er ekki gaman að vera að skipta um dekk á miðri heiðinni. Alltof seinn í vinnu,“ sagði Karel Fannar Sveinbjörnsson á meðan hann skipti um dekk á bíl sínum í morgun.Voru margir sem að lentu í þessu? „Um það bil tíu bílar. Það voru allavega margir bílar stopp úti í vegkanti að skipta og löggan var komin frekar snemma,“ sagði Karel. Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert bráðabirgðaviðgerð á þeim stöðum þar sem holurnar voru verstar. Ekki er líklegt að farið verði í varanlegar viðgerðir fyrr en í vor. Hann sagði að á þremur stöðum á Hellisheiði sé vegurinn slæmur á um tveggja kílómetra kafla á hverjum stað. „Það er mjög asnalegt að Þjóðvegur 1 sé svona. Það er ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur í vinnu,“ sagði Karel. Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn til austurs en fréttastofan skoðaði aðstæður aftur á vettvangi í dag eftir að birta tók. Nú er spurning við viðgerðirnar duga lengi.Lögregla vaktaði staðinn þar til starfsmenn Vgeagerðarinnar holufylltuVísir/JóhannK Samgöngur Tengdar fréttir Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Óvíst er hvað bráðabirgðaviðgerð á vegklæðningu á Suðurlandsvegi dugir lengi en að minnsta kosti tíu ökumenn sprengdu dekk á bíl sínum eftir að hafa ekið í holur á veginum í morgun. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi segist ekki búast við varanlegri viðgerð fyrr en í vor. Töluverð umferð var um Suðurlandsveg snemma í morgun. Bæði Vegagerðin og lögreglan fengu fjölmargar tilkynningar vegna skemmda á veginum enda aðstæður ekki hinar ákjósanlegustu. Rigning, mikil þoka og lélegt skyggni var á Hellisheiði og holurnar ekki auðsjáanlegar. Holurnar í veginum voru á þeim stað þar sem vegurinn er einbreiður til vesturs og víravegrið aðskilur akstursstefnur. Við þær aðstæður var ekki hægt að fara í vegkantinn til þess að skipta um dekk og óku sumir ökumenn á sprungnu dekki niður undir vegamótin við Hellisheiðarvirkjun til þess að skipta um dekk án þess að vera í hættu.Karel Fannar Sveinbjörnsson hóf daginn á því að skipta um dekk á bílnum sínum eftir að hafa keyrt í holu á Hellisheiði.Vísir/Stöð 2Það er ekki skemmtilegt að lenda í þessu í morgunsárið? „Nei, sérstaklega ekki þegar maður á að vera mættur í vinnu. Það er ekki gaman að vera að skipta um dekk á miðri heiðinni. Alltof seinn í vinnu,“ sagði Karel Fannar Sveinbjörnsson á meðan hann skipti um dekk á bíl sínum í morgun.Voru margir sem að lentu í þessu? „Um það bil tíu bílar. Það voru allavega margir bílar stopp úti í vegkanti að skipta og löggan var komin frekar snemma,“ sagði Karel. Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert bráðabirgðaviðgerð á þeim stöðum þar sem holurnar voru verstar. Ekki er líklegt að farið verði í varanlegar viðgerðir fyrr en í vor. Hann sagði að á þremur stöðum á Hellisheiði sé vegurinn slæmur á um tveggja kílómetra kafla á hverjum stað. „Það er mjög asnalegt að Þjóðvegur 1 sé svona. Það er ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur í vinnu,“ sagði Karel. Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn til austurs en fréttastofan skoðaði aðstæður aftur á vettvangi í dag eftir að birta tók. Nú er spurning við viðgerðirnar duga lengi.Lögregla vaktaði staðinn þar til starfsmenn Vgeagerðarinnar holufylltuVísir/JóhannK
Samgöngur Tengdar fréttir Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30