Álframleiðsla og hringrásarhagkerfið Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:30 Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtalsefni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðalsöguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málmbræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræðilegum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Verndun náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg loftslagsaðgerð. Orkufrekur málmiðnaður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda er það ekki.Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtalsefni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðalsöguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málmbræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræðilegum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Verndun náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg loftslagsaðgerð. Orkufrekur málmiðnaður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda er það ekki.Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun