Hundruð milljarða safnist á tíu árum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 15. janúar 2019 09:00 Frá Þeistareykjum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Arðgreiðslur Landsvirkjunar gætu á tíu árum byggt upp auðlindasjóð sem næmi 377 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækjanna Reykjavik Economics og Intellecon um íslenskan raforkumarkað sem verður kynnt á fundi Landsvirkjunar, Orkumarkaðir í mótun; verðmætasköpun og þjóðarhagur, í dag. „Þessar tölur gefa okkur hugmynd um stærðargráðu auðlindasjóðs ef honum verður komið á fót. Raforkugeirinn hefur verið skuldsettur vegna mikils vaxtar en nú er útlit fyrir að skuldsetning hans fari lækkandi og arðgreiðslugetan vaxandi,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics og annar skýrsluhöfunda. Auknar arðgreiðslur Landsvirkjunar vekja spurningar um hvernig eigi að ráðstafa þeim hagnaði sem safnast upp. Í skýrslunni eru nefndar þrjár leiðir sem geta komið til greina. Landsvirkjun gæti aukið arðgreiðslur til ríkissjóðs sem gæti ráðstafað tekjunum að vild, til dæmis dregið úr skuldum eða aukið útgjöld. Þá gæti Landsvirkjun lækkað verð til notenda eða safnað arðgreiðslum í sérstakan auðlindasjóð. „Þegar vel tekst til geta slíkir sjóðir orðið miklir að vöxtum og tryggja að auðlindin skili arði til framtíðar þegar hún er uppurin, sbr. olíulindir Norðmanna og í Mið-Austurlöndum,“ segir í skýrslunni. Olía er óendurnýjanleg auðlind en vatnsaflið á Íslandi er endurnýjanlegt og getur því skapað arð til mjög langs tíma. Auðlindasjóður utan um arðgreiðslur af endurnýjanlegum auðlindum skilar þannig viðbótarávinningi til allrar framtíðar svo lengi sem ekki er gengið á höfuðstól hans. „Einn af kostunum er að slíkur sjóður getur varið hagkerfið fyrir sveiflum á markaðsverði auðlindarinnar á hverjum tíma. Að auki gæti slíkur sjóður tekist á við áskoranir sem tengjast lýðfræðilegum breytingum svosem öldrun þjóðarinnar,“ segir í skýrslunni.Allt að 878 milljarðar Settar eru fram þrjár sviðsmyndir sem ætlað er að varpa ljósi á stærðargráðu íslensks auðlindasjóðs á árunum 2025 til 2035. Miðast útreikningarnir við 3,5 prósenta raunvexti á tímabilinu. Sú fyrsta gerir ráð fyrir frekari uppbyggingu og betri nýtingu orkuauðlindanna að meðtalinni nýtingu fleiri endurnýjanlegra orkugjafa. Auk þess er gert ráð fyrir að nýframkvæmdir séu fjármagnaðar án verulegrar skuldsetningar. Ef árlegar arðgreiðslur Landsvirkjunar í sjóðinn nema 32 milljörðum króna geta 377 milljarðar hafa safnast upp eftir tíu ár. Endanleg upphæð ræðst af mörgum þáttum, til dæmis orkuverði. Önnur sviðsmyndin gerir ráð fyrir óbreyttri orkuvinnslu frá því sem nú er. Þannig verða arðgreiðslurnar 16 milljarðar króna og stærð sjóðsins 188 milljarðar árið 2035. Í þriðju sviðsmyndinni er gert ráð fyrir lagningu sæstrengs til Bretlands en í skýrslunni segir að ljóst sé að mikillar óvissu gæti um tímasetningar og arðsemi slíkrar framkvæmdar. Samkvæmt gefnum forsendum má þá ætla að arðgreiðslur Landsvirkjunar verði 75 milljarðar króna á ári og að 878 milljarðar safnist upp á tímabilinu.Uppskipting ófýsileg Í skýrslunni eru teknar fyrir hugmyndir um hvort heppilegt geti reynst að skipta Landsvirkjun upp með það að markmiði að auka samkeppni. Bent er á að Landsvirkjun sé hlutfallslega lítið fyrirtæki á sínu sviði á alþjóðlegum samkeppnismarkaði raforkuframleiðenda þótt það sé stórt á innlendan mælikvarða. „Einn stærsti kostnaðarliður í rekstri Landsvirkjunar eru fjármagnsgjöld, því skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtækið að lágmarka kostnað við lántökur en ólíklegt verður að teljast að það markmið næðist með uppskiptingu fyrirtækisins,“ segir í skýrslunni. Þá væri ávinningurinn af því að skipta fyrirtækinu upp mögulega aukin samkeppni á heildsölu- og stórnotendamarkaði. Í ljósi samsetningar viðskiptavina Landsvirkjunar þar sem 80 prósent raforkuframleiðslunnar eru seld til stórnotenda, sem oftar en ekki eru alþjóðleg fyrirtæki, verði ávinningur þess hóps hlutfallslega meiri en aðila á heildsölumarkaði. „Ókosturinn við uppskiptingu Landsvirkjunar væri líklega hærri fjármagnskostnaður, skert stærðarhagkvæmni, aukinn kostnaður við stjórnun og annan rekstur. Þá má ætla að samningsstaða gagnvart alþjóðlegum stórkaupendum yrði verri.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Arðgreiðslur Landsvirkjunar gætu á tíu árum byggt upp auðlindasjóð sem næmi 377 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækjanna Reykjavik Economics og Intellecon um íslenskan raforkumarkað sem verður kynnt á fundi Landsvirkjunar, Orkumarkaðir í mótun; verðmætasköpun og þjóðarhagur, í dag. „Þessar tölur gefa okkur hugmynd um stærðargráðu auðlindasjóðs ef honum verður komið á fót. Raforkugeirinn hefur verið skuldsettur vegna mikils vaxtar en nú er útlit fyrir að skuldsetning hans fari lækkandi og arðgreiðslugetan vaxandi,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics og annar skýrsluhöfunda. Auknar arðgreiðslur Landsvirkjunar vekja spurningar um hvernig eigi að ráðstafa þeim hagnaði sem safnast upp. Í skýrslunni eru nefndar þrjár leiðir sem geta komið til greina. Landsvirkjun gæti aukið arðgreiðslur til ríkissjóðs sem gæti ráðstafað tekjunum að vild, til dæmis dregið úr skuldum eða aukið útgjöld. Þá gæti Landsvirkjun lækkað verð til notenda eða safnað arðgreiðslum í sérstakan auðlindasjóð. „Þegar vel tekst til geta slíkir sjóðir orðið miklir að vöxtum og tryggja að auðlindin skili arði til framtíðar þegar hún er uppurin, sbr. olíulindir Norðmanna og í Mið-Austurlöndum,“ segir í skýrslunni. Olía er óendurnýjanleg auðlind en vatnsaflið á Íslandi er endurnýjanlegt og getur því skapað arð til mjög langs tíma. Auðlindasjóður utan um arðgreiðslur af endurnýjanlegum auðlindum skilar þannig viðbótarávinningi til allrar framtíðar svo lengi sem ekki er gengið á höfuðstól hans. „Einn af kostunum er að slíkur sjóður getur varið hagkerfið fyrir sveiflum á markaðsverði auðlindarinnar á hverjum tíma. Að auki gæti slíkur sjóður tekist á við áskoranir sem tengjast lýðfræðilegum breytingum svosem öldrun þjóðarinnar,“ segir í skýrslunni.Allt að 878 milljarðar Settar eru fram þrjár sviðsmyndir sem ætlað er að varpa ljósi á stærðargráðu íslensks auðlindasjóðs á árunum 2025 til 2035. Miðast útreikningarnir við 3,5 prósenta raunvexti á tímabilinu. Sú fyrsta gerir ráð fyrir frekari uppbyggingu og betri nýtingu orkuauðlindanna að meðtalinni nýtingu fleiri endurnýjanlegra orkugjafa. Auk þess er gert ráð fyrir að nýframkvæmdir séu fjármagnaðar án verulegrar skuldsetningar. Ef árlegar arðgreiðslur Landsvirkjunar í sjóðinn nema 32 milljörðum króna geta 377 milljarðar hafa safnast upp eftir tíu ár. Endanleg upphæð ræðst af mörgum þáttum, til dæmis orkuverði. Önnur sviðsmyndin gerir ráð fyrir óbreyttri orkuvinnslu frá því sem nú er. Þannig verða arðgreiðslurnar 16 milljarðar króna og stærð sjóðsins 188 milljarðar árið 2035. Í þriðju sviðsmyndinni er gert ráð fyrir lagningu sæstrengs til Bretlands en í skýrslunni segir að ljóst sé að mikillar óvissu gæti um tímasetningar og arðsemi slíkrar framkvæmdar. Samkvæmt gefnum forsendum má þá ætla að arðgreiðslur Landsvirkjunar verði 75 milljarðar króna á ári og að 878 milljarðar safnist upp á tímabilinu.Uppskipting ófýsileg Í skýrslunni eru teknar fyrir hugmyndir um hvort heppilegt geti reynst að skipta Landsvirkjun upp með það að markmiði að auka samkeppni. Bent er á að Landsvirkjun sé hlutfallslega lítið fyrirtæki á sínu sviði á alþjóðlegum samkeppnismarkaði raforkuframleiðenda þótt það sé stórt á innlendan mælikvarða. „Einn stærsti kostnaðarliður í rekstri Landsvirkjunar eru fjármagnsgjöld, því skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtækið að lágmarka kostnað við lántökur en ólíklegt verður að teljast að það markmið næðist með uppskiptingu fyrirtækisins,“ segir í skýrslunni. Þá væri ávinningurinn af því að skipta fyrirtækinu upp mögulega aukin samkeppni á heildsölu- og stórnotendamarkaði. Í ljósi samsetningar viðskiptavina Landsvirkjunar þar sem 80 prósent raforkuframleiðslunnar eru seld til stórnotenda, sem oftar en ekki eru alþjóðleg fyrirtæki, verði ávinningur þess hóps hlutfallslega meiri en aðila á heildsölumarkaði. „Ókosturinn við uppskiptingu Landsvirkjunar væri líklega hærri fjármagnskostnaður, skert stærðarhagkvæmni, aukinn kostnaður við stjórnun og annan rekstur. Þá má ætla að samningsstaða gagnvart alþjóðlegum stórkaupendum yrði verri.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira