20 hugmyndir fyrir bóndann Björk Eiðsdóttir skrifar 24. janúar 2019 11:30 Ýmislegt er hægt að gera sér til dundurs á Bóndadaginn. Getty/Peopleimages Bóndadagurinn er á morgun og þá gleðja unnustur og eiginkonur sína menn með ýmsum hætti. Fréttablaðið fór á stúfana og skoðaði hvað er í boði fyrir kröfuharða menn og einnig þá sem vilja frekar eitthvað lítið og voðalega krúttlegt. Bjór Bjórmenning íslendinga er orðin mun þroskaðri og margir kaupa sér bjór til að njóta. Í dag hefst sala á þorrabjór en ÁTVR áætlar að vera með 14 tegundir í boði. Hví ekki að skella sér í ÁTVR og kaupa nokkrar góðar tegundir fyrir bóndann. Vín Sumir eru ekkert fyrir bjór en gott rauðvín skorar hátt. Það er líka hægt að drekka vín og njóta. Það má. Þungt og gott rauðvín getur gert kraftaverk á ísköldu kósíkvöldi. Brennivín Dæmigerður þorramatur samanstendur m.a. af súrsuðum hrútspungum, súrum hval, sviðum, sviðasultu, harðfiski, hangikjöti, laufabrauði og hákarli. Jólabrennivínið frá Ölgerðinni er dásamlegt og passar með öllum þorramat. Bíókort Það er hægt að fá bíókort hjá flestum kvikmyndahúsum. Nú eru Óskarsmyndirnar að rúlla hægt og bítandi um hvíta tjaldið. Hver veit. Kannski býður hann með sér. Áskrift að Stöð 2 sport Enski boltinn hefur sjaldan verið meira spennandi. Meistaradeildin er handan við hornið. Olís-deildirnar í handbolta og Domino’s-deildirnar sömuleiðis. Superbowl og svona mætti lengi telja. Kostar alveg helling en hann verður þakklátur. Það er gefið. Mynd Það þarf ekkert að kosta pening. Stelstu til að prenta út í vinnunni fallega mynd sem þú átt í símanum þínum á a4 pappír og kauptu ramma í Ikea. Netflix Vertu búin að ákveða mynd eða þátt. Ekki eyða kvöldinu í að leita. Miðar á viðburð Á miði.is og tix.is er endalaust úrval. Helgi Björns, Queen og Jóhanna Guðrún í tónlistinni. Mið-Ísland, Sóli Hólm og Jimmy Carr í gríninu og svona mætti lengi telja. Sundkort Vanmetin snilld. Húðflúr Það er lengi hægt að mála sig fallegum litum. Það er enginn að tala um heila ermi eða ljón á bringuna. Bara lítið en fallegt. Skeggolía Þarfaþing hjá loðnum. Post it skilaboð Karlmenn eru margir mjúkir. Margir karlmenn vilja að konurnar þeirra séu smá rómantískar. Kaffibrúsi Alla karlmenn vantar góðan kaffibrúsa. Það er alltaf til staður fyrir kaffibrúsa. Kerti Þetta þarf ekki að vera flókið. Kveiktu á fullt af kertum og gerðu svolítið kósí í kringum ykkur. Hjúfrið ykkur hvort að öðru og lesið saman, horfið saman eða njótið þess bara að vera í saman. Ljóð Allir Íslendingar elska góða íslensku og ljóðlist hefur fylgt okkur frá upphafi. Gott ljóð er snilld og slæmt ljóð er fyndið. Prófaðu skáldkonuna í þér. Komdu heim með ís Ef þú ert gersneydd hugmyndum má alltaf koma heim með lítra af ís og heita súkkulaðisósu. Það er ekkert betra, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Dekur Það má líka bara henda gamla stirða líkamanum í smá dekur. Svunta Áhugakokkar eiga væntanlega svuntu en það má lengi bæta á sig blómum. Falleg leðursvunta er nánast stofustáss. Veiðin Skot- eða stangveiðimenn vilja alltaf eiga meira. Þeir þiggja glaðir nýjan kíki, nýja flugu, nýjar leirdúfur. Kíkið upp í Hlað uppi á Höfða og njótið. Vasaúr Það eru margir í vestum yfir skyrtunni á þorrablótum og það er töff að vera með vasaúr. Kostar ekkert sérstaklega mikið en bætir lúkkið um heilan helling. Tímamót Bóndadagur Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Bóndadagurinn er á morgun og þá gleðja unnustur og eiginkonur sína menn með ýmsum hætti. Fréttablaðið fór á stúfana og skoðaði hvað er í boði fyrir kröfuharða menn og einnig þá sem vilja frekar eitthvað lítið og voðalega krúttlegt. Bjór Bjórmenning íslendinga er orðin mun þroskaðri og margir kaupa sér bjór til að njóta. Í dag hefst sala á þorrabjór en ÁTVR áætlar að vera með 14 tegundir í boði. Hví ekki að skella sér í ÁTVR og kaupa nokkrar góðar tegundir fyrir bóndann. Vín Sumir eru ekkert fyrir bjór en gott rauðvín skorar hátt. Það er líka hægt að drekka vín og njóta. Það má. Þungt og gott rauðvín getur gert kraftaverk á ísköldu kósíkvöldi. Brennivín Dæmigerður þorramatur samanstendur m.a. af súrsuðum hrútspungum, súrum hval, sviðum, sviðasultu, harðfiski, hangikjöti, laufabrauði og hákarli. Jólabrennivínið frá Ölgerðinni er dásamlegt og passar með öllum þorramat. Bíókort Það er hægt að fá bíókort hjá flestum kvikmyndahúsum. Nú eru Óskarsmyndirnar að rúlla hægt og bítandi um hvíta tjaldið. Hver veit. Kannski býður hann með sér. Áskrift að Stöð 2 sport Enski boltinn hefur sjaldan verið meira spennandi. Meistaradeildin er handan við hornið. Olís-deildirnar í handbolta og Domino’s-deildirnar sömuleiðis. Superbowl og svona mætti lengi telja. Kostar alveg helling en hann verður þakklátur. Það er gefið. Mynd Það þarf ekkert að kosta pening. Stelstu til að prenta út í vinnunni fallega mynd sem þú átt í símanum þínum á a4 pappír og kauptu ramma í Ikea. Netflix Vertu búin að ákveða mynd eða þátt. Ekki eyða kvöldinu í að leita. Miðar á viðburð Á miði.is og tix.is er endalaust úrval. Helgi Björns, Queen og Jóhanna Guðrún í tónlistinni. Mið-Ísland, Sóli Hólm og Jimmy Carr í gríninu og svona mætti lengi telja. Sundkort Vanmetin snilld. Húðflúr Það er lengi hægt að mála sig fallegum litum. Það er enginn að tala um heila ermi eða ljón á bringuna. Bara lítið en fallegt. Skeggolía Þarfaþing hjá loðnum. Post it skilaboð Karlmenn eru margir mjúkir. Margir karlmenn vilja að konurnar þeirra séu smá rómantískar. Kaffibrúsi Alla karlmenn vantar góðan kaffibrúsa. Það er alltaf til staður fyrir kaffibrúsa. Kerti Þetta þarf ekki að vera flókið. Kveiktu á fullt af kertum og gerðu svolítið kósí í kringum ykkur. Hjúfrið ykkur hvort að öðru og lesið saman, horfið saman eða njótið þess bara að vera í saman. Ljóð Allir Íslendingar elska góða íslensku og ljóðlist hefur fylgt okkur frá upphafi. Gott ljóð er snilld og slæmt ljóð er fyndið. Prófaðu skáldkonuna í þér. Komdu heim með ís Ef þú ert gersneydd hugmyndum má alltaf koma heim með lítra af ís og heita súkkulaðisósu. Það er ekkert betra, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Dekur Það má líka bara henda gamla stirða líkamanum í smá dekur. Svunta Áhugakokkar eiga væntanlega svuntu en það má lengi bæta á sig blómum. Falleg leðursvunta er nánast stofustáss. Veiðin Skot- eða stangveiðimenn vilja alltaf eiga meira. Þeir þiggja glaðir nýjan kíki, nýja flugu, nýjar leirdúfur. Kíkið upp í Hlað uppi á Höfða og njótið. Vasaúr Það eru margir í vestum yfir skyrtunni á þorrablótum og það er töff að vera með vasaúr. Kostar ekkert sérstaklega mikið en bætir lúkkið um heilan helling.
Tímamót Bóndadagur Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira