Eyþór mótfallinn því að innviðagjöld fari í Pálmatré Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 15:24 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. FBL/Eyþór Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segist á móti innviðagjöldum sem séu notuð í listaverkið, þau hækki íbúðaverð á svæðinu. Verkið Pálmatré sem sigraði um samkeppni um Útilistaverk í Vogabyggð hefur fengið blendnar viðtökur. Gagnrýnisraddir hafa sagt að áætlaður kostnaður við verkið sé of hár en hann er 140 milljónir króna og þá hafa komið fram efasemdir um að trén í verkinu lifi af. Á fundi borgarráðs í dag leggja Sjálfstæðismenn fram tillögu um að borgarráð samþykki að endurskoðuð verði áform um að setja upp verkið Pálmatré. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Að við stöldrum við, þetta er það stórt verkefni, 140 milljónir, sem er tíu sinnum hærri tala en fer í heildina til listaverkakaupa hjá borginni á árinu. Við stöldrum við af því það eru efasemdir um að þetta gangi upp þetta listaverk. Við viljum vanda til verka og vitum það að það eru takmarkaðir fjármunir til,“ segir Eyþór Fram hefur komið að kostnaður borgarinnar vegna útilistaverksins komi frá innviðagjöldum í hverfinu. Eyþór gerir athugasemdir við það. „Ekkert er ókeypis, innviðgjöld leggjast á íbúðir.“ Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir Vogabyggð árið 2015 þar sem kom meðal annars fram að lóðarhafar samþykkja að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá var samkeppni um útilistaverk í hverfinu auglýst á síðasta ári. Eyþór segir ljóst að það hefði mátt gera athugasemdir við málið fyrr. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn innviðagjöldunum en hefur enga aðkomu að þessari dómnefnd. Þar var Samfylkingin með formanninn. Nú kemur þessi niðurstaða, þá væri hægt að staldra við og endurskoða. Þetta er rétti tímapunkturinn þegar hugmyndin liggur fyrir, þá eigum við að gegna okkar skyldum og fara varlega með fé. Það hefði sjálfsagt mátt vara við þessu fyrr en það er ekki of seint að grípa inn í og vara við þegar hlutirnir eru að fara rangan farveg.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segist á móti innviðagjöldum sem séu notuð í listaverkið, þau hækki íbúðaverð á svæðinu. Verkið Pálmatré sem sigraði um samkeppni um Útilistaverk í Vogabyggð hefur fengið blendnar viðtökur. Gagnrýnisraddir hafa sagt að áætlaður kostnaður við verkið sé of hár en hann er 140 milljónir króna og þá hafa komið fram efasemdir um að trén í verkinu lifi af. Á fundi borgarráðs í dag leggja Sjálfstæðismenn fram tillögu um að borgarráð samþykki að endurskoðuð verði áform um að setja upp verkið Pálmatré. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Að við stöldrum við, þetta er það stórt verkefni, 140 milljónir, sem er tíu sinnum hærri tala en fer í heildina til listaverkakaupa hjá borginni á árinu. Við stöldrum við af því það eru efasemdir um að þetta gangi upp þetta listaverk. Við viljum vanda til verka og vitum það að það eru takmarkaðir fjármunir til,“ segir Eyþór Fram hefur komið að kostnaður borgarinnar vegna útilistaverksins komi frá innviðagjöldum í hverfinu. Eyþór gerir athugasemdir við það. „Ekkert er ókeypis, innviðgjöld leggjast á íbúðir.“ Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir Vogabyggð árið 2015 þar sem kom meðal annars fram að lóðarhafar samþykkja að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá var samkeppni um útilistaverk í hverfinu auglýst á síðasta ári. Eyþór segir ljóst að það hefði mátt gera athugasemdir við málið fyrr. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn innviðagjöldunum en hefur enga aðkomu að þessari dómnefnd. Þar var Samfylkingin með formanninn. Nú kemur þessi niðurstaða, þá væri hægt að staldra við og endurskoða. Þetta er rétti tímapunkturinn þegar hugmyndin liggur fyrir, þá eigum við að gegna okkar skyldum og fara varlega með fé. Það hefði sjálfsagt mátt vara við þessu fyrr en það er ekki of seint að grípa inn í og vara við þegar hlutirnir eru að fara rangan farveg.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20
Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40