Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af vegatollum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. febrúar 2019 20:00 Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af þeim vegatollum, sem settir verða á í landinu til að flýta mikilvægum samgöngubótum. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar vill að allir bifreiðareigendur greiði vegatoll þar sem rukkaðir yrðu þrjár til fjórar krónur á hvern ekinn kílómetra. Þingmennirnir Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokksins, Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mættu á opinn fund hjá Rafhjólaklúbbnum Skjaldbökum í Hveragerði í vikunni þar sem rætt var um vegatolla og framkvæmd þeirra sem er landsátak. Sérstaklega er treyst á ferðamenn í átakinu sem fara um vegi landsins. „Við höfum áætlað í okkar útreikningum að þetta geti orðið að minnsta kosti fjörutíu prósent sem greitt verði af þessum fjárfestingum, sem er í þessu verkefni eins og við höfum lagt það upp, sextíu til sextíu og fimm milljarðar, að það geti allt að fjörutíu prósent af því verið greitt af erlendum ferðamönnum“, segir Jón. Jón segir að með vegatollum yrði hægt að fara í hlutina einn, tveir og þrír,t.d. að byggja nýja brú yfir Ölfusá sem er í dag á fimm til tíu ára tímabili í samgönguáætlun. „Okkar hugmyndir ganga út á það að fara bara í hana strax“. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.HveragerðisbærEkki hefur verið ákveðið hvernig vegatollarnir verði innheimtir en forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir að eina sanngjarnaleiðin sé að rukka kílómetra gjald á alla bíla sem fara um vegi landsins, stóra sem smáa. „Þetta er sanngjarnasta leiðin vegna þess að þarna leggst þetta jafnt á alla miðað við hvað þeir keyra", segir Eyþór. Fram kom á fundinum að stofnað yrði sérstakt félag um vegatollana líkt og var gert með Spöl og Hvalfjarðargöngin. Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Samgöngur Vegtollar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af þeim vegatollum, sem settir verða á í landinu til að flýta mikilvægum samgöngubótum. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar vill að allir bifreiðareigendur greiði vegatoll þar sem rukkaðir yrðu þrjár til fjórar krónur á hvern ekinn kílómetra. Þingmennirnir Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokksins, Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mættu á opinn fund hjá Rafhjólaklúbbnum Skjaldbökum í Hveragerði í vikunni þar sem rætt var um vegatolla og framkvæmd þeirra sem er landsátak. Sérstaklega er treyst á ferðamenn í átakinu sem fara um vegi landsins. „Við höfum áætlað í okkar útreikningum að þetta geti orðið að minnsta kosti fjörutíu prósent sem greitt verði af þessum fjárfestingum, sem er í þessu verkefni eins og við höfum lagt það upp, sextíu til sextíu og fimm milljarðar, að það geti allt að fjörutíu prósent af því verið greitt af erlendum ferðamönnum“, segir Jón. Jón segir að með vegatollum yrði hægt að fara í hlutina einn, tveir og þrír,t.d. að byggja nýja brú yfir Ölfusá sem er í dag á fimm til tíu ára tímabili í samgönguáætlun. „Okkar hugmyndir ganga út á það að fara bara í hana strax“. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.HveragerðisbærEkki hefur verið ákveðið hvernig vegatollarnir verði innheimtir en forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir að eina sanngjarnaleiðin sé að rukka kílómetra gjald á alla bíla sem fara um vegi landsins, stóra sem smáa. „Þetta er sanngjarnasta leiðin vegna þess að þarna leggst þetta jafnt á alla miðað við hvað þeir keyra", segir Eyþór. Fram kom á fundinum að stofnað yrði sérstakt félag um vegatollana líkt og var gert með Spöl og Hvalfjarðargöngin.
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Samgöngur Vegtollar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira