Vikan einkennist af tíðum lægðagangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:19 Það mun blása og rigna næstu daga. vísir/vilhelm Þegar á heildina er litið mun veðrið nú í vikunni einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en núna í morgunsárið ættu ferðalangar sem þurfa að fara yfir Hellisheiði að hafa það í huga að þar er spáð talsverðri snjókomu á milli klukkan 8 og 13 með lélegu skyggni. Veðraskil nálgast landið annars óðfluga og með morgninum gengur í allhvassa suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi með slyddu eða snjókomu sem breytist síðan í rigningu á láglendi þar sem mun hlýna vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður hægari suðaustanátt, frostið mun minnka smám saman en ekki er spáð úrkomu sem talandi er um. „Þegar skilin hafa gengið yfir seinnipartinn dregur tímabundið úr vindi og úrkomu. Næsti skilabakki nær inn á sunnanvert landið strax seint í kvöld með auknum vindi og úrkomu. Þegar á heildina er litið, mun veðrið í vikunni sem nú er að hefjast einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Það þýðir í grófum dráttum að vindur mun blása af ýmsum áttum og hvasst verður með köflum. Einnig verður úrkomusamt og þar sem hitinn sveiflast um frostmarkið verður úrkoman ýmist snjór eða rigning. Þó ber að taka fram að ekki er búist við standandi stormi alla vikuna. Það munu gefast skaplegir kaflar milli lægða og gæti verið hyggilegt að nýta þá til ferðalaga milli landshluta ef þess er kostur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings en veðurhorfur næstu daga á landinu eru sem hér segir:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s með morgninum á Suður- og Vesturlandi og snjókoma eða slydda, síðar rigning á láglendi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig eftir hádegi. Hægari vindur og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi með minnkandi frosti.Lægir um tíma sunnan heiða seinnipartinn, en bætir aftur í vind og rigningu seint í kvöld og fer að snjóa norðanlands.Gengur í hvassa suðvestanátt fyrripartinn á morgun með skúrum, en hægari vindur og léttir til austanlands.Á þriðjudag:Suðlæg átt 8-15 m/s, en 15-20 norðvestantil á landinu fram eftir degi. Rigning eða slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Léttir til um landið norðaustanvert síðdegis og frystir þar.Á miðvikudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu víða um land, en snjókomu í innsveitum fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og él, en úrkomulaust austantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki.Á föstudag:Gengur í hvassa norðvestanátt með snjókomu eða slyddu, en rigningu austast á landinu. Hiti kringum frostmark. Samgöngur Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Þegar á heildina er litið mun veðrið nú í vikunni einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en núna í morgunsárið ættu ferðalangar sem þurfa að fara yfir Hellisheiði að hafa það í huga að þar er spáð talsverðri snjókomu á milli klukkan 8 og 13 með lélegu skyggni. Veðraskil nálgast landið annars óðfluga og með morgninum gengur í allhvassa suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi með slyddu eða snjókomu sem breytist síðan í rigningu á láglendi þar sem mun hlýna vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður hægari suðaustanátt, frostið mun minnka smám saman en ekki er spáð úrkomu sem talandi er um. „Þegar skilin hafa gengið yfir seinnipartinn dregur tímabundið úr vindi og úrkomu. Næsti skilabakki nær inn á sunnanvert landið strax seint í kvöld með auknum vindi og úrkomu. Þegar á heildina er litið, mun veðrið í vikunni sem nú er að hefjast einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Það þýðir í grófum dráttum að vindur mun blása af ýmsum áttum og hvasst verður með köflum. Einnig verður úrkomusamt og þar sem hitinn sveiflast um frostmarkið verður úrkoman ýmist snjór eða rigning. Þó ber að taka fram að ekki er búist við standandi stormi alla vikuna. Það munu gefast skaplegir kaflar milli lægða og gæti verið hyggilegt að nýta þá til ferðalaga milli landshluta ef þess er kostur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings en veðurhorfur næstu daga á landinu eru sem hér segir:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s með morgninum á Suður- og Vesturlandi og snjókoma eða slydda, síðar rigning á láglendi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig eftir hádegi. Hægari vindur og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi með minnkandi frosti.Lægir um tíma sunnan heiða seinnipartinn, en bætir aftur í vind og rigningu seint í kvöld og fer að snjóa norðanlands.Gengur í hvassa suðvestanátt fyrripartinn á morgun með skúrum, en hægari vindur og léttir til austanlands.Á þriðjudag:Suðlæg átt 8-15 m/s, en 15-20 norðvestantil á landinu fram eftir degi. Rigning eða slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Léttir til um landið norðaustanvert síðdegis og frystir þar.Á miðvikudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu víða um land, en snjókomu í innsveitum fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og él, en úrkomulaust austantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki.Á föstudag:Gengur í hvassa norðvestanátt með snjókomu eða slyddu, en rigningu austast á landinu. Hiti kringum frostmark.
Samgöngur Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira