„Það er bara ekkert ferðaveður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 22:11 Staðan á hádegi á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar. Mynd/Veðurstofa Íslands Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. „Það er bara ekkert ferðaveður,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að spár hafi ekki breyst mikið frá því fyrr í dag þegar fyrst var varað við veðrinu á morgun. „Þetta kemur fyrst inn á Suður- og Suðausturlandið í nótt og lægir fyrst hérna á Suðurlandi og svo fer þetta hægt og rólega austur þannig að það lægir einna síðast á Austfjörðum og Austurlandi,“ segir Óli. Gert er ráð fyrir suðvestan 23-30 m/s hvassviðri með staðbundnum hviðum að 50 m/s í þeim landshlutum þar sem appelsínugula viðvörunin er í gildi.Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land.Mynd/Veðurstofa íslandsSem fyrr segir er ekkert ferðaveður á þessum slóðum og foktjón líklegt. „Það verður einhvers staðar á milli 40-50 metrar á sekúndu þar sem verst verður í hviðum. Þegar hviður eru komnar þangað erum við eiginlega farin að nálgast það að húsþök geti lent í vandræðum. Að fá svona hviðu á bíl á vegi, það getur orðið mjög snúið að halda bílnum á veginum við þannig aðstæður,“ segir Óli Jón.Þá bendir hann á að þrátt fyrir að veður geti virst með ágætu móti víða á svæðinu á morgun sé varhugavert að halda af stað í ferðalög þar sem hviðurnar geri ekki boð á undan sér.„Þó svo að staðbundið geti verið ágætis veður þá sérðu ekki 40-50 metra á sekúndu hviðu koma með neinum fyrirvara þannig að þú bara lendir á henni og átt ekkert séns,“ segir Óli Jón. Það fylgi suðvestanáttinni að hún geti verið mjög byljótt.Reiknað er með að veðrið nái hámarki fyrir hádegi en gangi svo hægt og bítandi niður.„Það fer að hvessa á milli fjögur og fimm á norðanverðu landinu. Á milli sex og níu fer þetta að ná hámarki og eftir hádegi fer að draga jafnt og þétt úr þessu.“ Samgöngur Veður Tengdar fréttir Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18 Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. „Það er bara ekkert ferðaveður,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að spár hafi ekki breyst mikið frá því fyrr í dag þegar fyrst var varað við veðrinu á morgun. „Þetta kemur fyrst inn á Suður- og Suðausturlandið í nótt og lægir fyrst hérna á Suðurlandi og svo fer þetta hægt og rólega austur þannig að það lægir einna síðast á Austfjörðum og Austurlandi,“ segir Óli. Gert er ráð fyrir suðvestan 23-30 m/s hvassviðri með staðbundnum hviðum að 50 m/s í þeim landshlutum þar sem appelsínugula viðvörunin er í gildi.Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land.Mynd/Veðurstofa íslandsSem fyrr segir er ekkert ferðaveður á þessum slóðum og foktjón líklegt. „Það verður einhvers staðar á milli 40-50 metrar á sekúndu þar sem verst verður í hviðum. Þegar hviður eru komnar þangað erum við eiginlega farin að nálgast það að húsþök geti lent í vandræðum. Að fá svona hviðu á bíl á vegi, það getur orðið mjög snúið að halda bílnum á veginum við þannig aðstæður,“ segir Óli Jón.Þá bendir hann á að þrátt fyrir að veður geti virst með ágætu móti víða á svæðinu á morgun sé varhugavert að halda af stað í ferðalög þar sem hviðurnar geri ekki boð á undan sér.„Þó svo að staðbundið geti verið ágætis veður þá sérðu ekki 40-50 metra á sekúndu hviðu koma með neinum fyrirvara þannig að þú bara lendir á henni og átt ekkert séns,“ segir Óli Jón. Það fylgi suðvestanáttinni að hún geti verið mjög byljótt.Reiknað er með að veðrið nái hámarki fyrir hádegi en gangi svo hægt og bítandi niður.„Það fer að hvessa á milli fjögur og fimm á norðanverðu landinu. Á milli sex og níu fer þetta að ná hámarki og eftir hádegi fer að draga jafnt og þétt úr þessu.“
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18 Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18
Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30