Hótelturn sagður fráhrindandi og einsleitur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 18:10 Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til. Skýrsla fagrýnihóps Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til. Niðurstöður rýnihópsins voru kynntar á fundi skipulags-og samgönguráðs í gær. RÚV greinir fyrst frá þessu. Faghópur skipaður Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt FÍLA, Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt FAÍ og Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur, arkitekt FAÍ. Á horni Skúlagötu og Vitastígs stendur til að 17. hæða hótelturn rísi við Skúlagötu og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð. Gagnrýni fagrýnihópsins hverfist að mestu um útlit efri hluta byggingarinnar eða frá 9. hæð og upp úr. Hópurinn segist hann ekki vera aðlaðandi í samanburði við önnur háhýsi í nágrenninu því hann sé of einsleitur og uppbrot sáralítið. Rýnendur segja að önnur háhýsi í nágrenninu séu brotin upp með þakformi og stöllun en það sé ábótavant í hönnun hótelturnsins að Skúlagötu 26. Austurhlið turnsins er sögð fráhrindandi því hún sé nánast gluggalaus „líkt og hugmynd sé að byggja við þá hlið síðar meir,“ segir í skjali fagrýnihópsins. Stungið er upp á því að „grenna“ ásýnd turnsins með dökkum lit því hin ljósa klæðning ýki hæð og breydd efri hluta hans. „Samkvæmt stökum teikningum, þ.e. norðurásýnd sýnir að turninn breikkar eftir því sem ofar dregur. Ef það er reyndin er það ekki til bóta,“ segir í skjalinu. Að mati fagrýnihópsins er nauðsynlegt að endurskoða hönnun hótelturnsins því mikið sé í húfi; borgarmyndin um ókomna tíð. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til. Niðurstöður rýnihópsins voru kynntar á fundi skipulags-og samgönguráðs í gær. RÚV greinir fyrst frá þessu. Faghópur skipaður Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt FÍLA, Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt FAÍ og Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur, arkitekt FAÍ. Á horni Skúlagötu og Vitastígs stendur til að 17. hæða hótelturn rísi við Skúlagötu og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð. Gagnrýni fagrýnihópsins hverfist að mestu um útlit efri hluta byggingarinnar eða frá 9. hæð og upp úr. Hópurinn segist hann ekki vera aðlaðandi í samanburði við önnur háhýsi í nágrenninu því hann sé of einsleitur og uppbrot sáralítið. Rýnendur segja að önnur háhýsi í nágrenninu séu brotin upp með þakformi og stöllun en það sé ábótavant í hönnun hótelturnsins að Skúlagötu 26. Austurhlið turnsins er sögð fráhrindandi því hún sé nánast gluggalaus „líkt og hugmynd sé að byggja við þá hlið síðar meir,“ segir í skjali fagrýnihópsins. Stungið er upp á því að „grenna“ ásýnd turnsins með dökkum lit því hin ljósa klæðning ýki hæð og breydd efri hluta hans. „Samkvæmt stökum teikningum, þ.e. norðurásýnd sýnir að turninn breikkar eftir því sem ofar dregur. Ef það er reyndin er það ekki til bóta,“ segir í skjalinu. Að mati fagrýnihópsins er nauðsynlegt að endurskoða hönnun hótelturnsins því mikið sé í húfi; borgarmyndin um ókomna tíð.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira