Hitamælar Veðurstofu settu hundrað leiguíbúðir í frost Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. maí 2019 08:00 Heimavellir telja að biðin eftir að hægt verði að losna við mæla Veðurstofunnar sé of löng. mynd/Þórður Arason/Veðurstofan Leigufélagið Heimavellir hefur ákveðið að segja sig frá viðræðum við Reykjavíkurborg um fyrirhugaða uppbyggingu hundrað hagkvæmra leiguíbúða fyrir ungt fólk á Veðurstofureitnum svokallaða við Bústaðaveg. Viðræðurnar hafa staðið yfir frá því í nóvember í fyrra en að sögn framkvæmdastjóra leigufélagsins varð ekkert ósætti milli aðila. Hitamælar Veðurstofu Íslands á lóðinni hafi hins vegar skapað óyfirstíganlega hindrun. „Það er ekkert ósætti eða neitt slíkt og það er ekki eins og borgin hafi verið að draga lappirnar,“ segir Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. „Það eru þarna hitamælar við Veðurstofuna sem eru búnir að mæla hitann í Reykjavík í einhverja áratugi. Ef þú byggir hús fyrir framan mælana þá eru mælingarnar ekki sambærilegar við það sem áður var. Þá þarf að færa mælana en svo þarf að keyra gömlu og nýju mælana saman í allt að tvö ár. Þá er þetta orðið það langur tími að við ákváðum að segja okkur frá þessu.“ Á meðan gömlu og nýju mælarnir væru að stilla saman strengi sína væri því allt byggingarverkefnið svo gott sem stopp. „Það væri hægt að grafa holuna og steypa sökkul. En ekki mikið meira en það,“ segir Arnar Gauti. Tilkynnt var um það þann 1. nóvember 2018 að borgarráð Reykjavíkurborgar hefði samþykkt að hefja viðræður við Heimavelli um lóðavilyrði vegna Veðurstofureitsins. Arnar Gauti segir viðræður hafa staðið við borgina síðan en í tilkynningu Heimavalla til Kauphallar Íslands segir að nú sé ljóst að aðilar nái ekki saman um „grundvallarforsendur verkefnisins og hafa Heimavellir því ákveðið að segja sig frá verkefninu.“ Sem fyrr segir stóð til að reisa þarna hundrað íbúðir ætlaðar ungu fólki í samvinnu við Ístak, Eflu og Glámu-Kím. Íbúðir sem vissulega er eftirspurn er eftir. Aðspurður hvort Heimavellir séu að horfa annað í framhaldinu fyrir verkefnið segir Arnar Gauti svo ekki vera. Félagið sé búið að festa kaup á 164 íbúðum á Hlíðarendareitnum sem byrji að koma til afhendingar í sumar og ætli að einbeita sér að því. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Leigufélagið Heimavellir hefur ákveðið að segja sig frá viðræðum við Reykjavíkurborg um fyrirhugaða uppbyggingu hundrað hagkvæmra leiguíbúða fyrir ungt fólk á Veðurstofureitnum svokallaða við Bústaðaveg. Viðræðurnar hafa staðið yfir frá því í nóvember í fyrra en að sögn framkvæmdastjóra leigufélagsins varð ekkert ósætti milli aðila. Hitamælar Veðurstofu Íslands á lóðinni hafi hins vegar skapað óyfirstíganlega hindrun. „Það er ekkert ósætti eða neitt slíkt og það er ekki eins og borgin hafi verið að draga lappirnar,“ segir Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. „Það eru þarna hitamælar við Veðurstofuna sem eru búnir að mæla hitann í Reykjavík í einhverja áratugi. Ef þú byggir hús fyrir framan mælana þá eru mælingarnar ekki sambærilegar við það sem áður var. Þá þarf að færa mælana en svo þarf að keyra gömlu og nýju mælana saman í allt að tvö ár. Þá er þetta orðið það langur tími að við ákváðum að segja okkur frá þessu.“ Á meðan gömlu og nýju mælarnir væru að stilla saman strengi sína væri því allt byggingarverkefnið svo gott sem stopp. „Það væri hægt að grafa holuna og steypa sökkul. En ekki mikið meira en það,“ segir Arnar Gauti. Tilkynnt var um það þann 1. nóvember 2018 að borgarráð Reykjavíkurborgar hefði samþykkt að hefja viðræður við Heimavelli um lóðavilyrði vegna Veðurstofureitsins. Arnar Gauti segir viðræður hafa staðið við borgina síðan en í tilkynningu Heimavalla til Kauphallar Íslands segir að nú sé ljóst að aðilar nái ekki saman um „grundvallarforsendur verkefnisins og hafa Heimavellir því ákveðið að segja sig frá verkefninu.“ Sem fyrr segir stóð til að reisa þarna hundrað íbúðir ætlaðar ungu fólki í samvinnu við Ístak, Eflu og Glámu-Kím. Íbúðir sem vissulega er eftirspurn er eftir. Aðspurður hvort Heimavellir séu að horfa annað í framhaldinu fyrir verkefnið segir Arnar Gauti svo ekki vera. Félagið sé búið að festa kaup á 164 íbúðum á Hlíðarendareitnum sem byrji að koma til afhendingar í sumar og ætli að einbeita sér að því.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira