Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2019 13:15 Hinn dæmdi fékk fjögurra ára dóm fyrir brot sín gegn konunni. Vísir/Vilhelm Dómur yfir manni sem var í fyrradag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum hefur verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn þóttist vera annar maður í brotum sínum gegn konunni. Maðurinn var ákærður fyrir að þvinga konuna til kynferðislegra samskipta við aðra karlmenn. Samskiptin fólust meðal annars í því að kyssa, hafa samræði um leggöng og stunda önnur kynferðismök með mönnum og láta hana taka upp og senda sér myndir, myndupptökur eða hljóðupptökur af framangreindum samskiptum. Ella hótaði hann að birta opinberlega kynferðislegar myndir af henni. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa mælt sér mót við konuna á hóteli á höfuðborgarsvæðinu í tvígang, annars vegar haustið 2015 og hins vegar um vorið 2016, þar sem hann batt fyrir augu hennar þannig að hún vissi ekki hver hann var og haft samræði við hana og þannig nýtt sér það að hún var í villu um hver hann raunverulega var. Var hann fundinn sekur um brot gegn öllum ákæruliðum en við ákvörðun refsingar var litið sérstaklega til þess hver framganga hans var þann langa tíma sem um ræðir og brot hans áttu sér stað. Dómurinn segir manninn hafa leikið tveimur skjöldum í samskiptum sínum við konuna um lengri tíma. Hann hafi komið annars vegar fram við konuna með blekkingum sem raunverulegur maður sem hann vissi að konan var hrifin af og hins vegar á sama tíma sem hann sjálfur, sem trúnaðarvinur konunnar. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi nýtt sér samskiptamiðla sem erfitt er eða ómögulegt að afla sönnunargagna frá eftir á og nýtti sér leyninúmer og faldi þannig slóð sína. Var ásetningur mannsins því að mati dómsins einarður og brot hans bæði alvarleg og óvenjuleg.Sá dæmdi nýtti sér samskiptaforritið Snapchat þar sem samskipti eyðast innan tiltekins tíma.Getty/Thomas TrutschelAnnar maður reyndist á bak við Snapchat-auðkennið Rekur dómurinn upphaf málsins til þess að konan leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, vorið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún kvaðst hafa orðið fyrir af hálfu manns sem hún hafði verið í sambandi við á tímabili. Lýsti konan þar samskiptum sínum við manninn í gegnum samskiptaforritið Snapchat og hvað hann hefði fengið hana til að gera. Leitaði konan til lögreglu daginn eftir og gaf þar skýrslu þar sem hún sagði málið hafa staðið yfir frá því vorið 2015. Við rannsókn málsins kom í ljós að á bak við auðkenni sem konan hafði verið í samskiptum við á Snapchat og taldi vera auðkenni mannsins, reyndist vera annar einstaklingur það er að segja maðurinn sem var dæmdur. Fyrir dómi sagði konan frá því að hún hefði kynnst manninum sem var dæmdur í lok árs árið 2014. Þau hefðu átt samskipti á Snapchat og orðið persónulegir vinir. Gaf sá dæmdi henni dýrt úr í afmælisgjöf árið 2015 sem henni fannst skrýtið, því þau höfðu ekki verið svo góðir vinir.Konan þekkti aðeins til stráksins sem hinn dæmdi þóttist vera en þau voru vinir á Facebook og höfðu hist í veislu.AP/Richard DrewSamskiptin urðu fljótt mikil og persónuleg Nokkru síðar fékk hún skilaboð á Snapchat frá auðkenni sem hún taldi vera strák sem hún þekkti og var vinur hennar á Facebook og hún hafði hitt í veislu. Henni fannst skrýtið að sá strákur væri undir þessu auðkenni á Snapchat, þar sem vinkona hennar hefði verið í samskiptum við hann á þeim samskiptamiðli undir öðru auðkenni. Hún hefði því spurt viðkomandi sérstaklega um þetta og fengið það svar að það auðkenni væri bilað. Konan sagði samskiptin hafa fljótt hafa orðið mikil og persónuleg. Hún hefði fljótlega fengið beiðnir um myndir af sér, allt að nakinni. Sá dæmdi hefði hins vegar ekki sent henni myndir af sér en konan sagðist ekki hafa óskað eftir slíku. Hún sagði þann dæmda hafa beðið um myndir í góðu.Lýsti flóknum lygavef Konan sagði svo frá því að haustið 2015 hefði hún fengið skilaboð frá falska Snapchat auðkenninu þar sem hinn dæmdi sagði konunni að maðurinn sem hann lést vera væri hættur með kærustu sinni og vildi hitta konuna á hóteli. Sagði sá dæmdi að maðurinn sem hann lést vera væri ekki tilbúinn til að koma með stelpu heim til foreldra sinna strax og hann hefði sérstakar langanir til þess að konan yrði bundin og með bundið fyrir augu. Þau hittust á hótelinu en konan sagði fyrir dómi að þegar hún kom á hótelið hefði sá dæmdi verið inni á baðherbergi hótelherbergisins. Hún hefði lagst á rúmið, ákærði bundið fyrir augu hennar. Þau hefðu haft kynmök og sá dæmdi farið. Seinna um kvöldið hefðu þau rætt saman og sá dæmdi sagði að maðurinn sem hann lést vera hefði verið að ljúga að henni því hann væri enn með kærustu sinni. Sagði konan fyrir dómi að það hefði valdið henni vonbrigðum. Þau hittust síðan aftur á hótelinu nokkrum mánuðum seinna að hans ósk en atvik voru þá með sama hætti. Sá dæmdi beið inni á baðherbergi, en hún klætt sig úr öllu nema nærfötum. Hann hefðifært hana úr þeim, bundið fyrir augu hennar og bundið hendur hennar.Hinn dæmdi lét konuna stofna Tinder-reikning til að komast í samband við aðra karlmenn.vísir/gettySagðist hafa verið undir hans stjórn Konan sagði þann dæmda hafa stjórnað sér sem maðurinn sem hann lést vera. Hann hefði hrósað henni og rifið hana niður til skiptis og ítrekað hótað að birta myndir af henni ef hún gerði ekki eins og hann segði. Þannig hefði hann fengið hana til að hitta mann í bílakjallara, sem hún hefði veitt munnmök og tekið upp á Snapchat og sent þeim dæmda sem hún taldi vera annan mann. Sagði konan að þetta hefði átt sér stað í tvígang með sama manni með einhverju millibili.Bað hana um að stofna Tinder-aðgang Þá sagði hún þann dæmda hafa, sem maðurinn sem hann lést vera, beðið hana um að búa til Tinder-aðgang og stilla aldur sinn hærri en hann væri í raun og veru. Hún hefði svo verið í sambandi við þann dæmda um öll samskipti við mann í gegnum það forrit. Þetta hefði leitt til þess að maður hefði sótt hana heim. Hún hefði stöðugt verið í símanum á meðan, í samskiptum við þann dæmda og fylgt fyrirmælum hans. Ók maðurinn með konuna á stað þar sem hún veitti honum munnmök og hann tekið það upp og hún svo sent dæmda myndbandið. Þá sagði konan frá því að sá dæmdi hefði skipað henni að fara heim með strák sem hún þekkti og viljað fylgjast með því sem fram fór. Sagði konan þann dæmda hafa orðið brjálaðan af því hann heyrði ekki nægilega vel hvað fór fram í gegnum símann. Sagði konan þann dæmda hafa verið ótrúlega stjórnsaman og haft tök á sér.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaSviðsetti rifrildi við manninn sem hann lést vera Hún sagði þann dæmda hafa verið mjög forvitinn um hennar persónulegu mál og samskipti við stráka. Tjáði hún dóminum að henni hefði liðið eins og hún væri heilaþvegin. Sagðist hún ítrekað hafa eytt Snapchat-aðgangi þess dæmda en þá hefði hann búið til önnur og ný auðkenni sem hún vissi þó af samskiptunum að væru hans. Sagðist konan hafa séð samskipti á Snapchat á milli þess dæmda þar sem hann hafði sett á svið rifrildi við manninn sem hann lést vera. Í þeim sviðsettu rifrildum tók sá dæmdi upp hanskann fyrir konuna gagnvart þeim hún taldi vera annan mann.Vissi ekki af hverju hann var sakaður um alvarlegan glæp Maðurinn sem sá dæmdi lést vera mætti fyrir dóminn og greindi frá því að hann hefði fyrst heyrt af málinu þegar vinkona hans hafði samband við hann og sakaði hann um eitthvað sem átti sér ekki stoð í raunveruleikanum. Taldi maðurinn konuna hafa haft samband vorið 2017. Áður hafði hann þó heyrt einhverjar sögur um sig og konuna á „einhverju hótelherbergi“ eins og segir í dómnum.Greint var frá því kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið hefði haft gríðarleg áhrif á manninn enda grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Var hann ítrekað áreittur af ýmsum aðilum án þess að vita ástæðuna fyrir því. Sagðist maðurinn fyrir dómi hafa kynnst konunni árið 2016 eða 2017, en hefði áður vitað hver hún var. Þau hefðu hist eða verið að „deita“ í kannski tvo mánuði. Hann sagði samskipti þeirra hafa verið á Facebook, með SMS og á Snapchat og að þau hefðu aðallega spjallað um daglegt líf.Maðurinn breytti að nokkru leyti framburði sínum fyrir dómi frá því sem hann tjáði lögreglu við skýrslutöku.FBL/StefánVar komin lengra en hann í sambandinu Maðurinn sagði að honum hefði fundist eitthvað skrýtið í gangi þegar þau voru að draga sig saman. Þau hefðu ekki verið samtaka, hún hefði verið komin lengra en hann í sambandinu. Hún hefði fljótlega, eftir stutt kynni, verið komin heim til hans með föt, eins og meiri alvara væri í sambandinu en raunin var. Þá sagði maðurinn einhverja ringulreið hafa verið í samskiptum þeirra. Hann hefði ekki alltaf verið viss um hver var í samskiptum við sig. Þegar maðurinn var beðinn um að lýsa konunni sagði hann hana vera venjulega stelpu en þann dæmda þekkti hann ekki.Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín Sá dæmdi mætti fyrir dóm þar sem hann sagðist hafa kynnst konunni í framhaldsskóla. Einu og hálfu ári síðar hefðu þau átt samskipti í gegnum samskiptaforritið Snapchat þar sem hann notaðist við auðkennið þar sem hann lést vera annar maður. Þegar hann var spurður fyrir dómi hvers vegna hann hefði notað nafn annars manns í samskiptum við hana svaraði sá dæmdi því að það hefði verið hugsunarlaust grín. Hann sagðist hafa eytt þessu auðkenni og stofnað annað því honum hefði fundist líklegt að konan myndi hitta manninn sem hann lést vera og það hefði komist upp um hann.Samskiptin fóru að nær öllu leyti fram í gegnum snjallsíma.Vísir/GettySagði samskiptin hafa komist upp í vana Aðspurður hvers vegna hann hélt þessum samskiptum áfram sagði hann þau hafa komist í vana, auk þess sem hann óttaðist afleiðingar þess að upp um sig kæmist. Hann kvaðst hafa gert sér grein fyrir því að kona teldi að hún ætti í samskiptum við annan mann en kvaðst telja að konan hefði ekki verið viss. Sagðist sá dæmdi, undir lok samskipta sinna við konuna undir falska auðkenninu, hafa sagst berum orðum vera maðurinn sem hann lést vera. Það hefði hann gert eftir að hann komst að því að konan hefði sagt sér í persónu að hún ætlaði að kæra þann mann til lögreglu. Tilgangurinn hefði verið að fá konuna af því að kæra málið til lögreglu.Kvaðst aldrei hafa hótað konunni Sá dæmdi kvaðst aldrei hafa hótað konunni og aldrei sent henni mynd af sér í gegnum forritið. Sagðist sá dæmdi fyrir dómi að konan hefði ítrekað beðið um snapp af sér en hann hefði neitað og kvaðst jafnframt hafa ítrekað sagt konunni að hver sem er gæti verið á bak við þetta auðkenni. Hann sagðist hafa verið vinur konunnar og hafa verið skotinn í henni í byrjun kynna þeirra. Þau hefðu sem vinir rætt um alla hluti og treyst hvort öðru fyrir persónulegum málum sínum. Hann sagði vinasamband þeirra hafa staðið yfir þar til hann hóf samband við aðra stúlku í árslok 2016. Sagði hann samband sitt við konuna aldrei hafa verið kynferðislegt.Hinn dæmdi fékk fjögurra ára dóm.fréttablaðið/anton brinkViðurkenndi að hafa hitt hana á hóteli Viðurkenndi hann að hafa hitt konuna í tvígang á hóteli. Þau hefðu rætt um að hittast og hún sótt það fast að sögn hans. Sagðist maðurinn hafa viljað „halda þessu nafnlausu“. Þá hefði komið upp hugmynd um að konan yrði með bundið fyrir augu. Hann pantaði svo hótelherbergi. Sagðist hann hafa verið kominn á staðinn á undan konunni og beðið inni á baði. Samskipti þeirra hefðu farið fram gegnum Snapchat. Sá dæmdi sagði konuna hafa hætt við í fyrra sinnið og farið heim og hann samþykkt það. Konan hafi svo viljað endurtaka þetta. Hann hefði þá pantað hótelherbergi og verið mættur inni á bað þegar konan kom á staðinn. Samskiptin voru aftur í gegnum Snapchat. Hann sagði konuna hafa klætt sig úr öllu nema nærfötunum. Hann hefði komið fram og þá hefði konan verið með svefngrímu fyrir augunum. Hann hefði svo bundið hendur hennar og þau eitthvað kysst. Konan hefði svo farið að tala og viljað fá pásu. Hann hefði þá hætt við og losað hendur konunnar og gengið rösklega út. Sagðist hann hafa greitt fyrir herbergin í bæði skiptin og tilganginn kvað hann eflaust hafa verið kynferðislegan en neitaði að hafa haft samræði við konuna í þessi skipti.Sagðist ekki hafa beðið hana um að hitta aðra menn Sá dæmdi neitaði að hafa beðið konuna um að hitta aðra menn í kynferðislegum tilgangi eða hafa hótað henni myndbirtingu ella. Þau hefðu átt vingjarnleg samskipti. Hann kvaðst hafa reynt að hætta samskiptum við konuna sem þá hefði hótað að fara sér að voða. Þegar hann var spurður hvernig honum leið þegar hann vissi að konan ætlaði að kæra annan mann fyrir þessi samskipti svaraði sá dæmdi að honum hefði liðið illa með það. Hann hefði lagst í þunglyndi og ekki verið í samskiptum við hana frekar og eytt samskiptum sínum við hana. Var hann spurður út í framburð sinn hjá lögreglu þess efnis að konan hefði sent honum myndir af sér að veita manni munnmök í bíl, á falska Snapchat-auðkennið. Kannaðist sá dæmdi við hafa játað það áður, en neitaði því fyrir dómi, það væri ekki rétt. Hann kannaðist við að hafa reynt að fá konuna ofan af því að kæra málið til lögreglu. Það hefði hann gert eftir að hún hótaði að birta allt. Þá viðurkenndi hann einnig að hafa látið konuna halda að hann og maðurinn sem hann lést vera hefðu rifist sín á milli um konuna. Kunni sá dæmdi engar skýringar á því í hvaða tilgangi það hefði gert það.Fóru í bíltúr Fjöldi vitna mætti fyrir dóminn, þar á meðal maðurinn sem kynntist konunni í gegnum Tinder. Hann sagði þau hafa farið í bíltúr og hann boðið henni að koma heim með sér en hún ekki viljað það. Er það maðurinn sem konan hitti á meðan hún tók við skipunum frá þeim dæmda. Maðurinn sagði að hann hefði átt að taka upp á síma þegar konan veitti honum munnmök og senda einhverjum þriðja aðila sem konan sagði vera kærasta sinn. Maðurinn sagðist hafa samþykkt þetta og að loknu ekið heim. Hann sagðist aðspurður hafa tekið mynd á síma konunnar í gegnum Snapchat. Sagðist maðurinn ekki hafa verið í samskiptum við konuna eftir það og hún hefði eytt honum af Tinder daginn eftir. Maðurinn sagði aðspurður að konan hefði verið venjuleg og ekkert óeðlilegt við hana. Sagðist hann hafa séð hana á Instagram nokkrum mánuðum seinna og „addað“ henni en ekkert spáð frekar í það eða verið í sambandi við konuna.Óvíst er hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar.Vísir/VilhelmÁfallastreituröskun mældist mikil Sálfræðingur mætti fyrir dóminn og kvað konuna hafa lýst samskiptum sínum við mann sem hefði þróast þannig að maðurinn náði tökum á henni og fékk hana til að gera ýmislegt og kynferðislegt og hótað henni. Ella myndi hann hætta með henni eða birta nektarmyndir af henni. Hún hefði gert það sem maðurinn sagði henni en liðið illa. Sálfræðingurinn sagði konuna hafa sýnt kvíðaeinkenni og alvarlegt þunglyndi. Áfallastreituröskun hefði mælst mikil og sömuleiðis lágt sjálfsmat. Sagði sálfræðingurinn að konan ætti ekki aðra áfallasögu en þá sem hún hefði greint sér frá.Konan trúverðug en sá dæmdi ekki að mati dómsins Dómurinn sagði konuna hafa verið stöðuga og trúverðuga í framburði sínum og í samræmi við gögn málsins. Framburður þess dæmda hefði ekki verið trúverðugur. Var það því niðurstaðan dómsins að hann væri sekur af öllum ákæruatriðum. Var maðurinn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundinnar refsingar og dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur, en konan hafði farið fram á tvær milljónir króna. Þá var maðurinn dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar sem nemur sjö milljónum króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Dómur yfir manni sem var í fyrradag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum hefur verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn þóttist vera annar maður í brotum sínum gegn konunni. Maðurinn var ákærður fyrir að þvinga konuna til kynferðislegra samskipta við aðra karlmenn. Samskiptin fólust meðal annars í því að kyssa, hafa samræði um leggöng og stunda önnur kynferðismök með mönnum og láta hana taka upp og senda sér myndir, myndupptökur eða hljóðupptökur af framangreindum samskiptum. Ella hótaði hann að birta opinberlega kynferðislegar myndir af henni. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa mælt sér mót við konuna á hóteli á höfuðborgarsvæðinu í tvígang, annars vegar haustið 2015 og hins vegar um vorið 2016, þar sem hann batt fyrir augu hennar þannig að hún vissi ekki hver hann var og haft samræði við hana og þannig nýtt sér það að hún var í villu um hver hann raunverulega var. Var hann fundinn sekur um brot gegn öllum ákæruliðum en við ákvörðun refsingar var litið sérstaklega til þess hver framganga hans var þann langa tíma sem um ræðir og brot hans áttu sér stað. Dómurinn segir manninn hafa leikið tveimur skjöldum í samskiptum sínum við konuna um lengri tíma. Hann hafi komið annars vegar fram við konuna með blekkingum sem raunverulegur maður sem hann vissi að konan var hrifin af og hins vegar á sama tíma sem hann sjálfur, sem trúnaðarvinur konunnar. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi nýtt sér samskiptamiðla sem erfitt er eða ómögulegt að afla sönnunargagna frá eftir á og nýtti sér leyninúmer og faldi þannig slóð sína. Var ásetningur mannsins því að mati dómsins einarður og brot hans bæði alvarleg og óvenjuleg.Sá dæmdi nýtti sér samskiptaforritið Snapchat þar sem samskipti eyðast innan tiltekins tíma.Getty/Thomas TrutschelAnnar maður reyndist á bak við Snapchat-auðkennið Rekur dómurinn upphaf málsins til þess að konan leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, vorið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún kvaðst hafa orðið fyrir af hálfu manns sem hún hafði verið í sambandi við á tímabili. Lýsti konan þar samskiptum sínum við manninn í gegnum samskiptaforritið Snapchat og hvað hann hefði fengið hana til að gera. Leitaði konan til lögreglu daginn eftir og gaf þar skýrslu þar sem hún sagði málið hafa staðið yfir frá því vorið 2015. Við rannsókn málsins kom í ljós að á bak við auðkenni sem konan hafði verið í samskiptum við á Snapchat og taldi vera auðkenni mannsins, reyndist vera annar einstaklingur það er að segja maðurinn sem var dæmdur. Fyrir dómi sagði konan frá því að hún hefði kynnst manninum sem var dæmdur í lok árs árið 2014. Þau hefðu átt samskipti á Snapchat og orðið persónulegir vinir. Gaf sá dæmdi henni dýrt úr í afmælisgjöf árið 2015 sem henni fannst skrýtið, því þau höfðu ekki verið svo góðir vinir.Konan þekkti aðeins til stráksins sem hinn dæmdi þóttist vera en þau voru vinir á Facebook og höfðu hist í veislu.AP/Richard DrewSamskiptin urðu fljótt mikil og persónuleg Nokkru síðar fékk hún skilaboð á Snapchat frá auðkenni sem hún taldi vera strák sem hún þekkti og var vinur hennar á Facebook og hún hafði hitt í veislu. Henni fannst skrýtið að sá strákur væri undir þessu auðkenni á Snapchat, þar sem vinkona hennar hefði verið í samskiptum við hann á þeim samskiptamiðli undir öðru auðkenni. Hún hefði því spurt viðkomandi sérstaklega um þetta og fengið það svar að það auðkenni væri bilað. Konan sagði samskiptin hafa fljótt hafa orðið mikil og persónuleg. Hún hefði fljótlega fengið beiðnir um myndir af sér, allt að nakinni. Sá dæmdi hefði hins vegar ekki sent henni myndir af sér en konan sagðist ekki hafa óskað eftir slíku. Hún sagði þann dæmda hafa beðið um myndir í góðu.Lýsti flóknum lygavef Konan sagði svo frá því að haustið 2015 hefði hún fengið skilaboð frá falska Snapchat auðkenninu þar sem hinn dæmdi sagði konunni að maðurinn sem hann lést vera væri hættur með kærustu sinni og vildi hitta konuna á hóteli. Sagði sá dæmdi að maðurinn sem hann lést vera væri ekki tilbúinn til að koma með stelpu heim til foreldra sinna strax og hann hefði sérstakar langanir til þess að konan yrði bundin og með bundið fyrir augu. Þau hittust á hótelinu en konan sagði fyrir dómi að þegar hún kom á hótelið hefði sá dæmdi verið inni á baðherbergi hótelherbergisins. Hún hefði lagst á rúmið, ákærði bundið fyrir augu hennar. Þau hefðu haft kynmök og sá dæmdi farið. Seinna um kvöldið hefðu þau rætt saman og sá dæmdi sagði að maðurinn sem hann lést vera hefði verið að ljúga að henni því hann væri enn með kærustu sinni. Sagði konan fyrir dómi að það hefði valdið henni vonbrigðum. Þau hittust síðan aftur á hótelinu nokkrum mánuðum seinna að hans ósk en atvik voru þá með sama hætti. Sá dæmdi beið inni á baðherbergi, en hún klætt sig úr öllu nema nærfötum. Hann hefðifært hana úr þeim, bundið fyrir augu hennar og bundið hendur hennar.Hinn dæmdi lét konuna stofna Tinder-reikning til að komast í samband við aðra karlmenn.vísir/gettySagðist hafa verið undir hans stjórn Konan sagði þann dæmda hafa stjórnað sér sem maðurinn sem hann lést vera. Hann hefði hrósað henni og rifið hana niður til skiptis og ítrekað hótað að birta myndir af henni ef hún gerði ekki eins og hann segði. Þannig hefði hann fengið hana til að hitta mann í bílakjallara, sem hún hefði veitt munnmök og tekið upp á Snapchat og sent þeim dæmda sem hún taldi vera annan mann. Sagði konan að þetta hefði átt sér stað í tvígang með sama manni með einhverju millibili.Bað hana um að stofna Tinder-aðgang Þá sagði hún þann dæmda hafa, sem maðurinn sem hann lést vera, beðið hana um að búa til Tinder-aðgang og stilla aldur sinn hærri en hann væri í raun og veru. Hún hefði svo verið í sambandi við þann dæmda um öll samskipti við mann í gegnum það forrit. Þetta hefði leitt til þess að maður hefði sótt hana heim. Hún hefði stöðugt verið í símanum á meðan, í samskiptum við þann dæmda og fylgt fyrirmælum hans. Ók maðurinn með konuna á stað þar sem hún veitti honum munnmök og hann tekið það upp og hún svo sent dæmda myndbandið. Þá sagði konan frá því að sá dæmdi hefði skipað henni að fara heim með strák sem hún þekkti og viljað fylgjast með því sem fram fór. Sagði konan þann dæmda hafa orðið brjálaðan af því hann heyrði ekki nægilega vel hvað fór fram í gegnum símann. Sagði konan þann dæmda hafa verið ótrúlega stjórnsaman og haft tök á sér.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaSviðsetti rifrildi við manninn sem hann lést vera Hún sagði þann dæmda hafa verið mjög forvitinn um hennar persónulegu mál og samskipti við stráka. Tjáði hún dóminum að henni hefði liðið eins og hún væri heilaþvegin. Sagðist hún ítrekað hafa eytt Snapchat-aðgangi þess dæmda en þá hefði hann búið til önnur og ný auðkenni sem hún vissi þó af samskiptunum að væru hans. Sagðist konan hafa séð samskipti á Snapchat á milli þess dæmda þar sem hann hafði sett á svið rifrildi við manninn sem hann lést vera. Í þeim sviðsettu rifrildum tók sá dæmdi upp hanskann fyrir konuna gagnvart þeim hún taldi vera annan mann.Vissi ekki af hverju hann var sakaður um alvarlegan glæp Maðurinn sem sá dæmdi lést vera mætti fyrir dóminn og greindi frá því að hann hefði fyrst heyrt af málinu þegar vinkona hans hafði samband við hann og sakaði hann um eitthvað sem átti sér ekki stoð í raunveruleikanum. Taldi maðurinn konuna hafa haft samband vorið 2017. Áður hafði hann þó heyrt einhverjar sögur um sig og konuna á „einhverju hótelherbergi“ eins og segir í dómnum.Greint var frá því kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið hefði haft gríðarleg áhrif á manninn enda grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Var hann ítrekað áreittur af ýmsum aðilum án þess að vita ástæðuna fyrir því. Sagðist maðurinn fyrir dómi hafa kynnst konunni árið 2016 eða 2017, en hefði áður vitað hver hún var. Þau hefðu hist eða verið að „deita“ í kannski tvo mánuði. Hann sagði samskipti þeirra hafa verið á Facebook, með SMS og á Snapchat og að þau hefðu aðallega spjallað um daglegt líf.Maðurinn breytti að nokkru leyti framburði sínum fyrir dómi frá því sem hann tjáði lögreglu við skýrslutöku.FBL/StefánVar komin lengra en hann í sambandinu Maðurinn sagði að honum hefði fundist eitthvað skrýtið í gangi þegar þau voru að draga sig saman. Þau hefðu ekki verið samtaka, hún hefði verið komin lengra en hann í sambandinu. Hún hefði fljótlega, eftir stutt kynni, verið komin heim til hans með föt, eins og meiri alvara væri í sambandinu en raunin var. Þá sagði maðurinn einhverja ringulreið hafa verið í samskiptum þeirra. Hann hefði ekki alltaf verið viss um hver var í samskiptum við sig. Þegar maðurinn var beðinn um að lýsa konunni sagði hann hana vera venjulega stelpu en þann dæmda þekkti hann ekki.Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín Sá dæmdi mætti fyrir dóm þar sem hann sagðist hafa kynnst konunni í framhaldsskóla. Einu og hálfu ári síðar hefðu þau átt samskipti í gegnum samskiptaforritið Snapchat þar sem hann notaðist við auðkennið þar sem hann lést vera annar maður. Þegar hann var spurður fyrir dómi hvers vegna hann hefði notað nafn annars manns í samskiptum við hana svaraði sá dæmdi því að það hefði verið hugsunarlaust grín. Hann sagðist hafa eytt þessu auðkenni og stofnað annað því honum hefði fundist líklegt að konan myndi hitta manninn sem hann lést vera og það hefði komist upp um hann.Samskiptin fóru að nær öllu leyti fram í gegnum snjallsíma.Vísir/GettySagði samskiptin hafa komist upp í vana Aðspurður hvers vegna hann hélt þessum samskiptum áfram sagði hann þau hafa komist í vana, auk þess sem hann óttaðist afleiðingar þess að upp um sig kæmist. Hann kvaðst hafa gert sér grein fyrir því að kona teldi að hún ætti í samskiptum við annan mann en kvaðst telja að konan hefði ekki verið viss. Sagðist sá dæmdi, undir lok samskipta sinna við konuna undir falska auðkenninu, hafa sagst berum orðum vera maðurinn sem hann lést vera. Það hefði hann gert eftir að hann komst að því að konan hefði sagt sér í persónu að hún ætlaði að kæra þann mann til lögreglu. Tilgangurinn hefði verið að fá konuna af því að kæra málið til lögreglu.Kvaðst aldrei hafa hótað konunni Sá dæmdi kvaðst aldrei hafa hótað konunni og aldrei sent henni mynd af sér í gegnum forritið. Sagðist sá dæmdi fyrir dómi að konan hefði ítrekað beðið um snapp af sér en hann hefði neitað og kvaðst jafnframt hafa ítrekað sagt konunni að hver sem er gæti verið á bak við þetta auðkenni. Hann sagðist hafa verið vinur konunnar og hafa verið skotinn í henni í byrjun kynna þeirra. Þau hefðu sem vinir rætt um alla hluti og treyst hvort öðru fyrir persónulegum málum sínum. Hann sagði vinasamband þeirra hafa staðið yfir þar til hann hóf samband við aðra stúlku í árslok 2016. Sagði hann samband sitt við konuna aldrei hafa verið kynferðislegt.Hinn dæmdi fékk fjögurra ára dóm.fréttablaðið/anton brinkViðurkenndi að hafa hitt hana á hóteli Viðurkenndi hann að hafa hitt konuna í tvígang á hóteli. Þau hefðu rætt um að hittast og hún sótt það fast að sögn hans. Sagðist maðurinn hafa viljað „halda þessu nafnlausu“. Þá hefði komið upp hugmynd um að konan yrði með bundið fyrir augu. Hann pantaði svo hótelherbergi. Sagðist hann hafa verið kominn á staðinn á undan konunni og beðið inni á baði. Samskipti þeirra hefðu farið fram gegnum Snapchat. Sá dæmdi sagði konuna hafa hætt við í fyrra sinnið og farið heim og hann samþykkt það. Konan hafi svo viljað endurtaka þetta. Hann hefði þá pantað hótelherbergi og verið mættur inni á bað þegar konan kom á staðinn. Samskiptin voru aftur í gegnum Snapchat. Hann sagði konuna hafa klætt sig úr öllu nema nærfötunum. Hann hefði komið fram og þá hefði konan verið með svefngrímu fyrir augunum. Hann hefði svo bundið hendur hennar og þau eitthvað kysst. Konan hefði svo farið að tala og viljað fá pásu. Hann hefði þá hætt við og losað hendur konunnar og gengið rösklega út. Sagðist hann hafa greitt fyrir herbergin í bæði skiptin og tilganginn kvað hann eflaust hafa verið kynferðislegan en neitaði að hafa haft samræði við konuna í þessi skipti.Sagðist ekki hafa beðið hana um að hitta aðra menn Sá dæmdi neitaði að hafa beðið konuna um að hitta aðra menn í kynferðislegum tilgangi eða hafa hótað henni myndbirtingu ella. Þau hefðu átt vingjarnleg samskipti. Hann kvaðst hafa reynt að hætta samskiptum við konuna sem þá hefði hótað að fara sér að voða. Þegar hann var spurður hvernig honum leið þegar hann vissi að konan ætlaði að kæra annan mann fyrir þessi samskipti svaraði sá dæmdi að honum hefði liðið illa með það. Hann hefði lagst í þunglyndi og ekki verið í samskiptum við hana frekar og eytt samskiptum sínum við hana. Var hann spurður út í framburð sinn hjá lögreglu þess efnis að konan hefði sent honum myndir af sér að veita manni munnmök í bíl, á falska Snapchat-auðkennið. Kannaðist sá dæmdi við hafa játað það áður, en neitaði því fyrir dómi, það væri ekki rétt. Hann kannaðist við að hafa reynt að fá konuna ofan af því að kæra málið til lögreglu. Það hefði hann gert eftir að hún hótaði að birta allt. Þá viðurkenndi hann einnig að hafa látið konuna halda að hann og maðurinn sem hann lést vera hefðu rifist sín á milli um konuna. Kunni sá dæmdi engar skýringar á því í hvaða tilgangi það hefði gert það.Fóru í bíltúr Fjöldi vitna mætti fyrir dóminn, þar á meðal maðurinn sem kynntist konunni í gegnum Tinder. Hann sagði þau hafa farið í bíltúr og hann boðið henni að koma heim með sér en hún ekki viljað það. Er það maðurinn sem konan hitti á meðan hún tók við skipunum frá þeim dæmda. Maðurinn sagði að hann hefði átt að taka upp á síma þegar konan veitti honum munnmök og senda einhverjum þriðja aðila sem konan sagði vera kærasta sinn. Maðurinn sagðist hafa samþykkt þetta og að loknu ekið heim. Hann sagðist aðspurður hafa tekið mynd á síma konunnar í gegnum Snapchat. Sagðist maðurinn ekki hafa verið í samskiptum við konuna eftir það og hún hefði eytt honum af Tinder daginn eftir. Maðurinn sagði aðspurður að konan hefði verið venjuleg og ekkert óeðlilegt við hana. Sagðist hann hafa séð hana á Instagram nokkrum mánuðum seinna og „addað“ henni en ekkert spáð frekar í það eða verið í sambandi við konuna.Óvíst er hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar.Vísir/VilhelmÁfallastreituröskun mældist mikil Sálfræðingur mætti fyrir dóminn og kvað konuna hafa lýst samskiptum sínum við mann sem hefði þróast þannig að maðurinn náði tökum á henni og fékk hana til að gera ýmislegt og kynferðislegt og hótað henni. Ella myndi hann hætta með henni eða birta nektarmyndir af henni. Hún hefði gert það sem maðurinn sagði henni en liðið illa. Sálfræðingurinn sagði konuna hafa sýnt kvíðaeinkenni og alvarlegt þunglyndi. Áfallastreituröskun hefði mælst mikil og sömuleiðis lágt sjálfsmat. Sagði sálfræðingurinn að konan ætti ekki aðra áfallasögu en þá sem hún hefði greint sér frá.Konan trúverðug en sá dæmdi ekki að mati dómsins Dómurinn sagði konuna hafa verið stöðuga og trúverðuga í framburði sínum og í samræmi við gögn málsins. Framburður þess dæmda hefði ekki verið trúverðugur. Var það því niðurstaðan dómsins að hann væri sekur af öllum ákæruatriðum. Var maðurinn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundinnar refsingar og dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur, en konan hafði farið fram á tvær milljónir króna. Þá var maðurinn dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar sem nemur sjö milljónum króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira