Ferðamönnum fækkað um 20% milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 12:13 Brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli fækkaði á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15% samkvæmt tölum Isavia. Vísir/Vilhelm Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 20% sé litið til heildarfjölda ferðamanna sem heimsóttu landið á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Í maímánuði voru gistinætur tæplega 700 þúsund talsins en það samsvarar um 10% samdrætti milli ára. Þetta kemur fram nýjum í skammtímahagvísum Hagstofunnar fyrir ferðaþjónustu sem birtust í dag. Fjöldi ferðamanna í maí var 173 þúsund og dróst fjöldinn saman um 17% frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 209 þúsund. Ferðamönnum til landsins hefur fækkað um 20% sé heildarfjöldi ferðamanna sem heimsótti Ísland á öðrum ársfjórðungi borinn saman við sama tímabil í fyrra, úr 488 þúsund 2018 niður í 390 þúsund árið 2019. Gistinætur í maí voru 690 þúsund sé litið til allra tegunda gistinátta en í sama mánuði í fyrra voru þær 767 þúsund. Það er um 10% samdráttur á milli ára. Mestur var samdrátturinn í gistinóttum sem miðlað er í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður eða um 29%. Gistinætur á hótelum drógust einnig saman en þó einungis um 3%. Á sama tíma lækkaði nýtingarhlutfall hótelherbergja á landinu úr 58% niður í 56% en framboð hótelherbergja jókst um 13% að því er skammtímahagvísarnir gefa til kynna. Þá fækkaði brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15%. Samkvæmt tölum Isavia fækkaði skiptifarþegum um 43% á sama tímabili. Á öðrum ársfjórðungi hefur skiptifarþegum fækkað um 48% á milli ára, úr tæplega 560 þúsund skiptifarþegum árið 2018 niður í 290 þúsund árið 2019. Nánar má lesa um skammtímahagvísa á vef Hagstofunnar. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 20% sé litið til heildarfjölda ferðamanna sem heimsóttu landið á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Í maímánuði voru gistinætur tæplega 700 þúsund talsins en það samsvarar um 10% samdrætti milli ára. Þetta kemur fram nýjum í skammtímahagvísum Hagstofunnar fyrir ferðaþjónustu sem birtust í dag. Fjöldi ferðamanna í maí var 173 þúsund og dróst fjöldinn saman um 17% frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 209 þúsund. Ferðamönnum til landsins hefur fækkað um 20% sé heildarfjöldi ferðamanna sem heimsótti Ísland á öðrum ársfjórðungi borinn saman við sama tímabil í fyrra, úr 488 þúsund 2018 niður í 390 þúsund árið 2019. Gistinætur í maí voru 690 þúsund sé litið til allra tegunda gistinátta en í sama mánuði í fyrra voru þær 767 þúsund. Það er um 10% samdráttur á milli ára. Mestur var samdrátturinn í gistinóttum sem miðlað er í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður eða um 29%. Gistinætur á hótelum drógust einnig saman en þó einungis um 3%. Á sama tíma lækkaði nýtingarhlutfall hótelherbergja á landinu úr 58% niður í 56% en framboð hótelherbergja jókst um 13% að því er skammtímahagvísarnir gefa til kynna. Þá fækkaði brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15%. Samkvæmt tölum Isavia fækkaði skiptifarþegum um 43% á sama tímabili. Á öðrum ársfjórðungi hefur skiptifarþegum fækkað um 48% á milli ára, úr tæplega 560 þúsund skiptifarþegum árið 2018 niður í 290 þúsund árið 2019. Nánar má lesa um skammtímahagvísa á vef Hagstofunnar.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira