Íslendingum bjargað úr sjávarháska við Hawaii Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2019 09:44 Red Sand Beach er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Mynd/Google Maps. Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Slökkvilið og aðrir björgunaraðilar fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö síðdegis að staðartíma á sunnudaginn um að fimm manns væru í sjávarháska fyrir utan hina vinsælu Red Sand Beach, skammt hjá bænum Hāna á Maui-eyju, að því er fram kemur í staðarmiðlum á Hawaii. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang höfðu tveir af þeim fimm sem sagðir voru í hættu náð að koma sér í land en þeir sem eftir voru höfðu rekið töluvert frá landi, um 130 til 180 metra að sögn staðarmiðla. Þar á meðal voru íslenskur maður og íslenskur drengur, tíu ára gamall, ásamt heimamanni. Slökkviliðsmanni tókst að synda að einum þeirra sem eftir var í sjónum á meðan björgunaraðilar á sjóþotum náðu til hinna tveggja sem eftir voru en líðan þeirra var talin verri eftir dvölina í sjónum. Voru þeir fluttir með hraði til Hāna á meðan þyrla sótti slökkviliðsmanninn og þann sem eftir var í sjónum. Í fréttum staðarmiðla á Hawaii segir að þremenningarnir hafi gleypt töluvert af vatni og að hinn tíu ára íslenski drengur hafi meðal annars fluttur á Maui Memorial-sjúkrahúsið í Wailuku, þar sem hann þurfti frekari aðhlynningu. Allt í allt tóku aðgerðir um tvo tíma en svo virðist sem að viðvörun vegna mikillar ölduhæðar hafi verið í gildi á sunnudeginum, en varað hafði verið við allt að þriggja metra háum öldum og möguleg hærri, vegna áhrifa fellibylsins Flossie sem fór nærri Hawaii í síðustu viku. Bandaríkin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Slökkvilið og aðrir björgunaraðilar fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö síðdegis að staðartíma á sunnudaginn um að fimm manns væru í sjávarháska fyrir utan hina vinsælu Red Sand Beach, skammt hjá bænum Hāna á Maui-eyju, að því er fram kemur í staðarmiðlum á Hawaii. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang höfðu tveir af þeim fimm sem sagðir voru í hættu náð að koma sér í land en þeir sem eftir voru höfðu rekið töluvert frá landi, um 130 til 180 metra að sögn staðarmiðla. Þar á meðal voru íslenskur maður og íslenskur drengur, tíu ára gamall, ásamt heimamanni. Slökkviliðsmanni tókst að synda að einum þeirra sem eftir var í sjónum á meðan björgunaraðilar á sjóþotum náðu til hinna tveggja sem eftir voru en líðan þeirra var talin verri eftir dvölina í sjónum. Voru þeir fluttir með hraði til Hāna á meðan þyrla sótti slökkviliðsmanninn og þann sem eftir var í sjónum. Í fréttum staðarmiðla á Hawaii segir að þremenningarnir hafi gleypt töluvert af vatni og að hinn tíu ára íslenski drengur hafi meðal annars fluttur á Maui Memorial-sjúkrahúsið í Wailuku, þar sem hann þurfti frekari aðhlynningu. Allt í allt tóku aðgerðir um tvo tíma en svo virðist sem að viðvörun vegna mikillar ölduhæðar hafi verið í gildi á sunnudeginum, en varað hafði verið við allt að þriggja metra háum öldum og möguleg hærri, vegna áhrifa fellibylsins Flossie sem fór nærri Hawaii í síðustu viku.
Bandaríkin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira