19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 19:08 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður borgarstjóra var með 19,3 milljónir í árslaun í fyrra. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekin var fyrir á fundi borgarráðs í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í dag. Kolbrún óskaði eftir upplýsingum um kostnað við að halda úti stöðu aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarráðs þann 6. júní síðastliðinn. Beðið var um tölur yfir launakostnað, ferða- og dagpeningakostnað fyrir árin 2017 og 2018.Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.Mynd/ReykjavíkurborgPétur Krogh Ólafsson hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra síðan árið 2014. Í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurninni segir að laun aðstoðarmanns borgarstjóra taki mið af launum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Heildarlaun Péturs, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum, árið 2017 voru 19 milljónir og 255 þúsund krónur og 19 milljónir og 320 þúsund krónur árið 2018. Þá var ferðakostnaður Péturs árið 2017 1,1 milljón króna og um 712 þúsund krónur í fyrra. Í bókun sinni um málið segir Kolbrún að fyrirspurn sín sé ekki persónuleg og ítrekar í samtali við Vísi að henni líki vel við alla hlutaðeigandi. Þá kveðst hún vona að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans taki ábendingum sínum vel. Þessar ábendingar eru raktar í bókuninni.„Starf aðstoðarmanna borgarstjóra hefur verið við lýði í aldarfjórðung. Spyrja má hvort þetta starf sé nauðsynlegt, í fyrsta lagi er spurning hvort borgarstjóri sjálfur sé ekki fullfær um að annast margt af þessu verkefnum sjálfur eða fela skrifstofu borgarstjóra eitthvað af þessum verkefnum en þar starfa fjöldi sérfræðinga,“ segir Kolbrún. Þá fettir hún einnig fingur út í ferðakostnað aðstoðarmannsins og spyr hvort ekki megi nota féð í „beina þágu við borgarbúa“. Staða aðstoðarmanns borgarstjóra varð til árið 1994. Aðstoðarmaður borgarstjóra starfar sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og sinnir margvíslegum verkefnum fyrir hans hönd.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar voru árslaun Péturs sögð 19,3 milljónir króna. Eins og fram kemur í fréttinni á sú tala við heildarlaunin, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum. Fyrirsögn hefur verið uppfærð í samræmi við það. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra var með 19,3 milljónir í árslaun í fyrra. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekin var fyrir á fundi borgarráðs í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í dag. Kolbrún óskaði eftir upplýsingum um kostnað við að halda úti stöðu aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarráðs þann 6. júní síðastliðinn. Beðið var um tölur yfir launakostnað, ferða- og dagpeningakostnað fyrir árin 2017 og 2018.Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.Mynd/ReykjavíkurborgPétur Krogh Ólafsson hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra síðan árið 2014. Í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurninni segir að laun aðstoðarmanns borgarstjóra taki mið af launum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Heildarlaun Péturs, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum, árið 2017 voru 19 milljónir og 255 þúsund krónur og 19 milljónir og 320 þúsund krónur árið 2018. Þá var ferðakostnaður Péturs árið 2017 1,1 milljón króna og um 712 þúsund krónur í fyrra. Í bókun sinni um málið segir Kolbrún að fyrirspurn sín sé ekki persónuleg og ítrekar í samtali við Vísi að henni líki vel við alla hlutaðeigandi. Þá kveðst hún vona að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans taki ábendingum sínum vel. Þessar ábendingar eru raktar í bókuninni.„Starf aðstoðarmanna borgarstjóra hefur verið við lýði í aldarfjórðung. Spyrja má hvort þetta starf sé nauðsynlegt, í fyrsta lagi er spurning hvort borgarstjóri sjálfur sé ekki fullfær um að annast margt af þessu verkefnum sjálfur eða fela skrifstofu borgarstjóra eitthvað af þessum verkefnum en þar starfa fjöldi sérfræðinga,“ segir Kolbrún. Þá fettir hún einnig fingur út í ferðakostnað aðstoðarmannsins og spyr hvort ekki megi nota féð í „beina þágu við borgarbúa“. Staða aðstoðarmanns borgarstjóra varð til árið 1994. Aðstoðarmaður borgarstjóra starfar sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og sinnir margvíslegum verkefnum fyrir hans hönd.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar voru árslaun Péturs sögð 19,3 milljónir króna. Eins og fram kemur í fréttinni á sú tala við heildarlaunin, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum. Fyrirsögn hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira