Vinátta listelskra systkina Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 14:00 Högni og Arndís eru miklir vinir. Arndís segist hafa móðurtilfinningu gagnvart honum og tvíburabróður hans, Andra. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það er bjart yfir systkinunum Arndísi og Högna sem koma til fundar við blaðamann í blómum prýddum Alþingisgarðinum. Högni hefur verið á tónleikaferðalagi um landið og undirbýr tónleika með Hjaltalín í Eldborg. Og í næstu viku verður frumsýnd ný íslensk kvikmynd, Héraðið, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar þar sem Arndís fer með aðalhlutverk. Þó að það sé sextán ára aldursmunur á þeim eru þau Arndís og Högni bundin sterkum böndum og eru náin. „Ég hef mikla móðurtilfinningu gagnvart Högna og tvíburabróður hans, Andra. Þeir eru yngstir en við erum fjögur systkinin, ég er elst, þá er það bróðir okkar hann Hrafnkell sem er fimm árum yngri en ég. Áður en Högni og Andri fæddust misstum við bróður okkar,“ segir Arndís frá en Egill Högni lést eftir skammvinn veikindi aðeins fimm ára gamall. „Þetta var eins og náttúruhamfarir sem komu yfir fjölskyldu okkar. Mamma varð ólétt að Högna og Andra ári eftir að hann dó. Þá var ég sextán ára gömul og mér fannst ég þurfa að passa þá gagnvart heiminum. Ég var í MH á brjáluðu tímabili og að ganga í gegnum unglingsárin en var á sama tíma haldin þessari ríku ábyrgðartilfinningu,“ segir Arndís frá og Högni tekur undir að missirinn hafi komið yfir fjölskylduna eins og hamfarir.Arndís á traktor í Búðardal.Missti trúna á hið góða „Allir skilja það að fjölskyldan okkar missti trúna á hið góða þegar litli strákurinn þeirra var tekinn frá þeim. Foreldrar okkar skildu og það varð erfitt á heimilinu,“ segir Högni. Þau taka það samt bæði fram að þau hafi fengið mjög kærleiksríkt og hvetjandi uppeldi enda foreldrar þeirra gott fólk. En skilnaður tekur á alla fjölskyldumeðlimi og er aldrei auðveldur. Ég upplifði ekki fráfall bróður míns, en tómarúmið sem ríkti á eftir,“ segir Högni og segist ríkur að hafa átt sterka systur sem var honum mikil fyrirmynd. „Ég bý við endalausan kærleika frá systur minni og hún var mér sterk fyrirmynd. Hún var töff og með fjólublátt hár, hún hlustaði á góða tónlist, franska og gamla slagara og átti flippaðan myndlistarkærasta. Hún flutti til Parísar um tvítugt í nám og við fengum að heimsækja hana þangað nokkrum sinnum. Ég varð fyrir miklum áhrifum af Arndísi og ég leit upp til hennar.“ Systkinin voru bæði listelsk frá unga aldri. „Þú varst alltaf að teikna, ég man eftir því að þú teiknaðir afar listrænar og flottar myndir aðeins tíu ára gamall,“ segir Arndís og Högni rifjar upp ferðalag til Flórída með pabba þeirra. „Ég man eftir þessu. Við fórum í frí með pabba til Flórída. Hann vildi fara í svona týpískt fjölskylduferðalag og bjóða okkur í Disneyland. Við borðuðum svo mikið af hamborgurum, þú sagðir að við hefðum öll komið eins og tunnur til baka,“ segir Högni og Arndís skellir upp úr og segist handviss um að það hafi ekki verið hún sem hafði þau orð um ásigkomulagið á þeim eftir hamborgaraátið í Flórída heldur mamma þeirra. „En alla vega þá teiknaði ég dramatískar myndir. Sat í bílnum á hraðbrautinni og teiknaði sólina með svörtum kolum. Teiknaði myrkrið í lífinu þarna í Flórída,“ segir hann brosandi. „En það er rétt hjá Arndísi að ég var strax á þessum aldri staðráðinn í að verða listamaður og var haldinn þessari óslökkvandi forvitni og þrá. Ég vissi strax þá að ég yrði að þora að verða listamaður og líka að það gæti orðið hættulegt. Maður getur auðvitað endað sem galinn maður á stofnun,“ segir hann og gerir grimmt grín að sjálfum sér. Högni lýsti fyrir nokkrum árum reynslu sinni af því að greinast með geðhvörf og hefur tekið virkan þátt í að opna umræðuna um þýðingu þess að takast á við djúpar geðsveiflur og varpa burt skömm og alls kyns mýtum sem fylgja því.Arndís með dóttur sinni í Búðardal sem vill endilega heimsækja staðinn aftur.Geðhvörf og tungumálið Hefur það einhvern tímann verið byrði að nærri allir landsmenn vita hvað þú ert að takast á við? „Nei, það held ég það ekki. Þetta er bara svona,“ segir Högni. „Það skiptir miklu máli að vinna að betri samfélagslegri meðvitund um geðheilbrigðismál og opna á umræðuna.“ Finnst þér þá skipta máli að þeir sem eru með geðhvörfin lýsi reynslu sinni til að rétta af myndina? „Já, það er til dæmis ennþá talað um að fólk sé veikt þegar það er í maníu. Ég er ekki sammála því að nota tungumálið á þennan hátt um geðhvörf. Ég gæti farið í rándýra greiningu á geðhvörfum og rætt um andatrú, goðsögur, menningarsögu, drauma og það hvernig hugmyndir hafa mótast um hugarburð okkar. En ég bíð aðeins með það. Það sem skiptir máli er hins vegar að innsæi og reynsla okkar sem erum að takast á við þetta skiptir máli. Ég er um þessar mundir að ljúka við gerð heimildarmyndar um þessi málefni ásamt Andra Snæ Magnasyni, um heimsókn mína til fílaprinsessunnar í Nepal sem er einnig með geðhvörf.“ Myndin sem Högni segir frá ber vinnutitilinn Þriðji póllinn og segir frá fílaprinsessunni Önnu Töru sem kallar til sín Högna til að kveða niður skömmina sem fylgir geðhvörfum með því að halda saman tónleika í Katmandú.Einveran í Búðardal magísk Þau sitja ekki auðum höndum, systkinin, og þess er ekki langt að bíða að landsmenn fái að horfa á nýjustu kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið. Hún verður frumsýnd 14. ágúst og fjallar um kúabóndann Ingu sem Arndís leikur. Tökur fóru að miklu leyti fram við Erpsstaði í Dalasýslu og Arndís þurfti að undirbúa sig undir hlutverkið og réð sig í sveit til Heiðu Guðnýjar fjallabónda til að læra réttu handtökin. „Helga og Þorgrímur, bændurnir á Erpsstöðum þar sem myndin er tekin upp, hjálpuðu mér líka að finna taktinn í bústörfunum og kenndu mér á traktora og alls kyns fleiri tryllitæki. Ég er borgarbarn, var aldrei send í sveit sem barn og þurfti að læra réttu handtökin. Tökurnar fóru svo að mestu fram þar síðasta vetur og reyndu á líkamlega. Ég þurfti að læra mikið, það var kalt og ég var alltaf í þessum kraftgalla. En þetta var magnað tímabil og kærleiksríkt með samheldnu fólki sem mér þykir vænt um. Ég var mikið ein og það kom mér á óvart hvað það reyndist mér vel. Ég bjó í litlu húsi í Búðardal sem stóð við hafið. Og þar var ég mest ein, í nærri tvo mánuði. Mér fannst þetta mjög gott fyrir fókusinn. Auðvitað saknaði ég fjölskyldu minnar og fór heim í páskafrí og svona. En ég á alveg magískar töfrastundir innra með mér þar sem ég sat snemma á morgnana og seint á kvöldin við gluggann og horfði út á hafið. Mér finnst ég aldrei hafa séð jafn fallegan himin. Meira að segja Úlfhildur dóttir mín sem kom til mín í heimsókn í húsið ásamt eiginmanni mínum, Eiríki Stephensen, sagði við mig um daginn, mamma, eigum við ekki að fara einhvern tímann aftur í þetta hús í Búðardal? Hún fann þetta líka, alveg einstaka fegurð, einbeitingu og ró.“ Og hvernig myndir þú lýsa aðalsöguhetjunni, Ingu? „Inga er kúabóndi og rekur stórt kúabú í einhverjum firði á Íslandi. Börnin eru orðin stór og farin í skóla. Hún og maðurinn hennar eru þarna ein en hann deyr þarna í byrjun myndarinnar. Í þessu sorgarferli þá uppgötvar hún ýmislegt. Til dæmis spillingu í samfélaginu og hún fer í baráttuham. Þetta er í raun klassísk saga lítilmagna sem rís upp gegn yfirvaldinu og hún er svolítil jaðarmanneskja þarna í bændasamfélaginu sem er mest karlar. Hún er að minnsta kosti ekki alveg normið þarna í sveitinni.“Högni segist hafa litið upp til systur sinnar sem lifði bóhemlífi í París, átti flippaðan kærasta og hlustaði á gamla franska slagara. Fréttablaðið/Sigtryggur AriÁstin getur verið innantóm Högni hefur verið á tónleikaferðalagi um landið. Hann hélt ellefu tónleika á tveimur vikum. Finnst þér gott að vera úti á landi? Finnur þú fyrir einbeitingu og friði eins og systir þín? „Ég íhuga meira í náttúrunni. Það verður til samhengi við náttúruna. Að fylgjast með tímanum líða út frá sjónarhóli trés. Eða hugsa um það hvernig jörðin snýst út frá óravíddum geimsins. Mér finnst verðmætt að fá tíma til þess að vera einn. Maður finnur einhvern sannleika og þarf tíma og fókus til þess. Ég hugsaði svolítið um hlýnun jarðar í sumar og hvaða meðvitund fólk þarf til þess að takast á við vandann. Og praktískar lausnir á því. Við þurfum að standa við Parísarsáttmálann. Ég hugsaði líka um ástina og kærleikann. En hún getur verið svo innantóm og afvegaleiðandi, því án vits komumst við ekki áfram. Ástin er ekki nóg, það þarf að gera eitthvað.“ Systkinin hafa nokkrum sinnum unnið saman og nú semur Högni tónlistina fyrir aðra kvikmynd sem Arndís fer með hlutverk í, Ölmu, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur en Snæfríður Ingvarsdóttir, unnusta Högna, leikur aðalhlutverkið. Kvikmyndin er í vinnslu og verður líklega sýnd á næsta ári. „Það er gott að tengjast líka sem vinnufélagar, þá hitti ég þig líka meira,“ segir Arndís. „Þetta er magnað verk Kristínar og ég hlakka til þegar landsmenn fá að sjá kvikmyndina. Ég væri annars til í að semja sinfónískt verk um þig, svona ævintýri þar sem þú ert skessa!“ segir Högni og Arndís hlær.Arndís fer með aðalhlutverkið í Héraðinu og leikur bóndakonuna Ingu sem berst gegn spillingu í sveitinni. Mynd/Margrét Seema TakyarLaxasalat og línuskautar Högni, segðu mér eitthvað um Arndísi sem lesendur hafa ekki minnsta grun um. „Hún elskar rækjusalat. Nei, laxasalat, sem er svo miklu verra,“ segir hann og þau hlæja bæði. „Ég meina hver borðar eiginlega laxasalat?“ bætir hann við og Arndís reynir ekki að verja þessa athugasemd hans þrátt fyrir ást sína á laxasalati. En hvað um hann Högna? Spyr blaðamaður og gefur Arndísi tækifæri til að svara fyrir sig. „Fólk heldur að það viti allt um Högna. En það gerir það alls ekki. Hann er ofsalega barngóður, mjög góður og skemmtilegur við stelpuna mína og mér þykir rosalega vænt um það. Hann er líka alveg fáránlega góður á línuskautum,“ segir Arndís. „Ég elskaði að fara á línuskauta sem krakki. Fór á Ingólfstorg og stökk á þeim úr tröppunum. Æðsti draumur minn þá var að komast á spons hjá Intersport. Nú væri ég meira til í spons frá Bang & Olufsen. Annað sem fáir vita um mig er að ég er gríðarlegur keppnismaður og legg mikið á mig til að verða góður í því sem ég geri. Að spila tónlist. Ég æfi mig mikið. Fólk hefur stundum skrýtnar hugmyndir um músík, að hún komi til manns á einhvern dularfullan hátt. En hún snýst um hárfína og nákvæma, mikla vinnu. Hún er gáfa sem þarf stöðugt að vera að vinna í og tengja við. Tónskáld er maður sem vaknar á morgnana, burstar tennurnar, horfir á spegilmynd sína og hugsar, ég nenni ekki að fara að vinna í dag. En gerir það samt. Því músík er þess virði, hún er svo merkileg. Hún er ósýnilegt andrúmsloft tíðna heimsins. Allt sem við sjáum er tíðni, tónlistin er leikur að tíðninni og magnað afl.“Frílanslífið getur verið taugatrekkjandi og efinn fylgir því að skapa. Fréttablaðið/Sigtryggur AriFrílanslífið taugatrekkjandi Stór verkefni eru fram undan hjá þeim báðum í vetur. Arndís er að fara að leika í verkinu Engillinn í Þjóðleikhúsinu sem er byggt á gjörningum og leikritum Þorvaldar Þorsteinssonar og Högni undirbýr tvenna stórtónleika Hjaltalín sem verða í Hörpunni í september. „Þegar maður er frílans þá koma reglulega stundir þar sem maður hugsar, æi, ég fæ engin hlutverk. Ég á bara eftir að leika þessa bóndakonu og svo verður ekkert meir.“ Högni kannast vel við þennan hugsunarhátt. „Já, maður hugsar bara með sér, æi, nú pakka ég bara saman og fer að læra fiskihagfræði og sel fisk. Ég er ömurlegur listamaður.“ „Þetta er bara hluti af manni, kannski taka sumir skarpari dýfur. Frílanslífið getur verið taugatrekkjandi en það er líka gott,“ segir Arndís. „Þú hefur engan til að verja. Ert frjáls, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga ekki kost á þessu frelsi. Frelsið er dýrmætt öllum listamönnum,“ segir Högni. „Mér finnst eðlilegt að efast reglulega um hvað maður hefur fram að færa. Þú ert eiginlega algjör fáviti ef þú efast ekki nokkurn tímann,“ segir Arndís. Högni minnir á að það megi þó ekki staldra lengi við í sjálfsgagnrýni. „En samt er engin dyggð að efast. Það á enginn að smækka sig. Þú átt að þora að taka þér það pláss sem þú þarft og það er skylda þín sem manneskja að gera það sem hugurinn stendur til.“ Ástin og lífið Leikhús Tónlist Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Það er bjart yfir systkinunum Arndísi og Högna sem koma til fundar við blaðamann í blómum prýddum Alþingisgarðinum. Högni hefur verið á tónleikaferðalagi um landið og undirbýr tónleika með Hjaltalín í Eldborg. Og í næstu viku verður frumsýnd ný íslensk kvikmynd, Héraðið, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar þar sem Arndís fer með aðalhlutverk. Þó að það sé sextán ára aldursmunur á þeim eru þau Arndís og Högni bundin sterkum böndum og eru náin. „Ég hef mikla móðurtilfinningu gagnvart Högna og tvíburabróður hans, Andra. Þeir eru yngstir en við erum fjögur systkinin, ég er elst, þá er það bróðir okkar hann Hrafnkell sem er fimm árum yngri en ég. Áður en Högni og Andri fæddust misstum við bróður okkar,“ segir Arndís frá en Egill Högni lést eftir skammvinn veikindi aðeins fimm ára gamall. „Þetta var eins og náttúruhamfarir sem komu yfir fjölskyldu okkar. Mamma varð ólétt að Högna og Andra ári eftir að hann dó. Þá var ég sextán ára gömul og mér fannst ég þurfa að passa þá gagnvart heiminum. Ég var í MH á brjáluðu tímabili og að ganga í gegnum unglingsárin en var á sama tíma haldin þessari ríku ábyrgðartilfinningu,“ segir Arndís frá og Högni tekur undir að missirinn hafi komið yfir fjölskylduna eins og hamfarir.Arndís á traktor í Búðardal.Missti trúna á hið góða „Allir skilja það að fjölskyldan okkar missti trúna á hið góða þegar litli strákurinn þeirra var tekinn frá þeim. Foreldrar okkar skildu og það varð erfitt á heimilinu,“ segir Högni. Þau taka það samt bæði fram að þau hafi fengið mjög kærleiksríkt og hvetjandi uppeldi enda foreldrar þeirra gott fólk. En skilnaður tekur á alla fjölskyldumeðlimi og er aldrei auðveldur. Ég upplifði ekki fráfall bróður míns, en tómarúmið sem ríkti á eftir,“ segir Högni og segist ríkur að hafa átt sterka systur sem var honum mikil fyrirmynd. „Ég bý við endalausan kærleika frá systur minni og hún var mér sterk fyrirmynd. Hún var töff og með fjólublátt hár, hún hlustaði á góða tónlist, franska og gamla slagara og átti flippaðan myndlistarkærasta. Hún flutti til Parísar um tvítugt í nám og við fengum að heimsækja hana þangað nokkrum sinnum. Ég varð fyrir miklum áhrifum af Arndísi og ég leit upp til hennar.“ Systkinin voru bæði listelsk frá unga aldri. „Þú varst alltaf að teikna, ég man eftir því að þú teiknaðir afar listrænar og flottar myndir aðeins tíu ára gamall,“ segir Arndís og Högni rifjar upp ferðalag til Flórída með pabba þeirra. „Ég man eftir þessu. Við fórum í frí með pabba til Flórída. Hann vildi fara í svona týpískt fjölskylduferðalag og bjóða okkur í Disneyland. Við borðuðum svo mikið af hamborgurum, þú sagðir að við hefðum öll komið eins og tunnur til baka,“ segir Högni og Arndís skellir upp úr og segist handviss um að það hafi ekki verið hún sem hafði þau orð um ásigkomulagið á þeim eftir hamborgaraátið í Flórída heldur mamma þeirra. „En alla vega þá teiknaði ég dramatískar myndir. Sat í bílnum á hraðbrautinni og teiknaði sólina með svörtum kolum. Teiknaði myrkrið í lífinu þarna í Flórída,“ segir hann brosandi. „En það er rétt hjá Arndísi að ég var strax á þessum aldri staðráðinn í að verða listamaður og var haldinn þessari óslökkvandi forvitni og þrá. Ég vissi strax þá að ég yrði að þora að verða listamaður og líka að það gæti orðið hættulegt. Maður getur auðvitað endað sem galinn maður á stofnun,“ segir hann og gerir grimmt grín að sjálfum sér. Högni lýsti fyrir nokkrum árum reynslu sinni af því að greinast með geðhvörf og hefur tekið virkan þátt í að opna umræðuna um þýðingu þess að takast á við djúpar geðsveiflur og varpa burt skömm og alls kyns mýtum sem fylgja því.Arndís með dóttur sinni í Búðardal sem vill endilega heimsækja staðinn aftur.Geðhvörf og tungumálið Hefur það einhvern tímann verið byrði að nærri allir landsmenn vita hvað þú ert að takast á við? „Nei, það held ég það ekki. Þetta er bara svona,“ segir Högni. „Það skiptir miklu máli að vinna að betri samfélagslegri meðvitund um geðheilbrigðismál og opna á umræðuna.“ Finnst þér þá skipta máli að þeir sem eru með geðhvörfin lýsi reynslu sinni til að rétta af myndina? „Já, það er til dæmis ennþá talað um að fólk sé veikt þegar það er í maníu. Ég er ekki sammála því að nota tungumálið á þennan hátt um geðhvörf. Ég gæti farið í rándýra greiningu á geðhvörfum og rætt um andatrú, goðsögur, menningarsögu, drauma og það hvernig hugmyndir hafa mótast um hugarburð okkar. En ég bíð aðeins með það. Það sem skiptir máli er hins vegar að innsæi og reynsla okkar sem erum að takast á við þetta skiptir máli. Ég er um þessar mundir að ljúka við gerð heimildarmyndar um þessi málefni ásamt Andra Snæ Magnasyni, um heimsókn mína til fílaprinsessunnar í Nepal sem er einnig með geðhvörf.“ Myndin sem Högni segir frá ber vinnutitilinn Þriðji póllinn og segir frá fílaprinsessunni Önnu Töru sem kallar til sín Högna til að kveða niður skömmina sem fylgir geðhvörfum með því að halda saman tónleika í Katmandú.Einveran í Búðardal magísk Þau sitja ekki auðum höndum, systkinin, og þess er ekki langt að bíða að landsmenn fái að horfa á nýjustu kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið. Hún verður frumsýnd 14. ágúst og fjallar um kúabóndann Ingu sem Arndís leikur. Tökur fóru að miklu leyti fram við Erpsstaði í Dalasýslu og Arndís þurfti að undirbúa sig undir hlutverkið og réð sig í sveit til Heiðu Guðnýjar fjallabónda til að læra réttu handtökin. „Helga og Þorgrímur, bændurnir á Erpsstöðum þar sem myndin er tekin upp, hjálpuðu mér líka að finna taktinn í bústörfunum og kenndu mér á traktora og alls kyns fleiri tryllitæki. Ég er borgarbarn, var aldrei send í sveit sem barn og þurfti að læra réttu handtökin. Tökurnar fóru svo að mestu fram þar síðasta vetur og reyndu á líkamlega. Ég þurfti að læra mikið, það var kalt og ég var alltaf í þessum kraftgalla. En þetta var magnað tímabil og kærleiksríkt með samheldnu fólki sem mér þykir vænt um. Ég var mikið ein og það kom mér á óvart hvað það reyndist mér vel. Ég bjó í litlu húsi í Búðardal sem stóð við hafið. Og þar var ég mest ein, í nærri tvo mánuði. Mér fannst þetta mjög gott fyrir fókusinn. Auðvitað saknaði ég fjölskyldu minnar og fór heim í páskafrí og svona. En ég á alveg magískar töfrastundir innra með mér þar sem ég sat snemma á morgnana og seint á kvöldin við gluggann og horfði út á hafið. Mér finnst ég aldrei hafa séð jafn fallegan himin. Meira að segja Úlfhildur dóttir mín sem kom til mín í heimsókn í húsið ásamt eiginmanni mínum, Eiríki Stephensen, sagði við mig um daginn, mamma, eigum við ekki að fara einhvern tímann aftur í þetta hús í Búðardal? Hún fann þetta líka, alveg einstaka fegurð, einbeitingu og ró.“ Og hvernig myndir þú lýsa aðalsöguhetjunni, Ingu? „Inga er kúabóndi og rekur stórt kúabú í einhverjum firði á Íslandi. Börnin eru orðin stór og farin í skóla. Hún og maðurinn hennar eru þarna ein en hann deyr þarna í byrjun myndarinnar. Í þessu sorgarferli þá uppgötvar hún ýmislegt. Til dæmis spillingu í samfélaginu og hún fer í baráttuham. Þetta er í raun klassísk saga lítilmagna sem rís upp gegn yfirvaldinu og hún er svolítil jaðarmanneskja þarna í bændasamfélaginu sem er mest karlar. Hún er að minnsta kosti ekki alveg normið þarna í sveitinni.“Högni segist hafa litið upp til systur sinnar sem lifði bóhemlífi í París, átti flippaðan kærasta og hlustaði á gamla franska slagara. Fréttablaðið/Sigtryggur AriÁstin getur verið innantóm Högni hefur verið á tónleikaferðalagi um landið. Hann hélt ellefu tónleika á tveimur vikum. Finnst þér gott að vera úti á landi? Finnur þú fyrir einbeitingu og friði eins og systir þín? „Ég íhuga meira í náttúrunni. Það verður til samhengi við náttúruna. Að fylgjast með tímanum líða út frá sjónarhóli trés. Eða hugsa um það hvernig jörðin snýst út frá óravíddum geimsins. Mér finnst verðmætt að fá tíma til þess að vera einn. Maður finnur einhvern sannleika og þarf tíma og fókus til þess. Ég hugsaði svolítið um hlýnun jarðar í sumar og hvaða meðvitund fólk þarf til þess að takast á við vandann. Og praktískar lausnir á því. Við þurfum að standa við Parísarsáttmálann. Ég hugsaði líka um ástina og kærleikann. En hún getur verið svo innantóm og afvegaleiðandi, því án vits komumst við ekki áfram. Ástin er ekki nóg, það þarf að gera eitthvað.“ Systkinin hafa nokkrum sinnum unnið saman og nú semur Högni tónlistina fyrir aðra kvikmynd sem Arndís fer með hlutverk í, Ölmu, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur en Snæfríður Ingvarsdóttir, unnusta Högna, leikur aðalhlutverkið. Kvikmyndin er í vinnslu og verður líklega sýnd á næsta ári. „Það er gott að tengjast líka sem vinnufélagar, þá hitti ég þig líka meira,“ segir Arndís. „Þetta er magnað verk Kristínar og ég hlakka til þegar landsmenn fá að sjá kvikmyndina. Ég væri annars til í að semja sinfónískt verk um þig, svona ævintýri þar sem þú ert skessa!“ segir Högni og Arndís hlær.Arndís fer með aðalhlutverkið í Héraðinu og leikur bóndakonuna Ingu sem berst gegn spillingu í sveitinni. Mynd/Margrét Seema TakyarLaxasalat og línuskautar Högni, segðu mér eitthvað um Arndísi sem lesendur hafa ekki minnsta grun um. „Hún elskar rækjusalat. Nei, laxasalat, sem er svo miklu verra,“ segir hann og þau hlæja bæði. „Ég meina hver borðar eiginlega laxasalat?“ bætir hann við og Arndís reynir ekki að verja þessa athugasemd hans þrátt fyrir ást sína á laxasalati. En hvað um hann Högna? Spyr blaðamaður og gefur Arndísi tækifæri til að svara fyrir sig. „Fólk heldur að það viti allt um Högna. En það gerir það alls ekki. Hann er ofsalega barngóður, mjög góður og skemmtilegur við stelpuna mína og mér þykir rosalega vænt um það. Hann er líka alveg fáránlega góður á línuskautum,“ segir Arndís. „Ég elskaði að fara á línuskauta sem krakki. Fór á Ingólfstorg og stökk á þeim úr tröppunum. Æðsti draumur minn þá var að komast á spons hjá Intersport. Nú væri ég meira til í spons frá Bang & Olufsen. Annað sem fáir vita um mig er að ég er gríðarlegur keppnismaður og legg mikið á mig til að verða góður í því sem ég geri. Að spila tónlist. Ég æfi mig mikið. Fólk hefur stundum skrýtnar hugmyndir um músík, að hún komi til manns á einhvern dularfullan hátt. En hún snýst um hárfína og nákvæma, mikla vinnu. Hún er gáfa sem þarf stöðugt að vera að vinna í og tengja við. Tónskáld er maður sem vaknar á morgnana, burstar tennurnar, horfir á spegilmynd sína og hugsar, ég nenni ekki að fara að vinna í dag. En gerir það samt. Því músík er þess virði, hún er svo merkileg. Hún er ósýnilegt andrúmsloft tíðna heimsins. Allt sem við sjáum er tíðni, tónlistin er leikur að tíðninni og magnað afl.“Frílanslífið getur verið taugatrekkjandi og efinn fylgir því að skapa. Fréttablaðið/Sigtryggur AriFrílanslífið taugatrekkjandi Stór verkefni eru fram undan hjá þeim báðum í vetur. Arndís er að fara að leika í verkinu Engillinn í Þjóðleikhúsinu sem er byggt á gjörningum og leikritum Þorvaldar Þorsteinssonar og Högni undirbýr tvenna stórtónleika Hjaltalín sem verða í Hörpunni í september. „Þegar maður er frílans þá koma reglulega stundir þar sem maður hugsar, æi, ég fæ engin hlutverk. Ég á bara eftir að leika þessa bóndakonu og svo verður ekkert meir.“ Högni kannast vel við þennan hugsunarhátt. „Já, maður hugsar bara með sér, æi, nú pakka ég bara saman og fer að læra fiskihagfræði og sel fisk. Ég er ömurlegur listamaður.“ „Þetta er bara hluti af manni, kannski taka sumir skarpari dýfur. Frílanslífið getur verið taugatrekkjandi en það er líka gott,“ segir Arndís. „Þú hefur engan til að verja. Ert frjáls, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga ekki kost á þessu frelsi. Frelsið er dýrmætt öllum listamönnum,“ segir Högni. „Mér finnst eðlilegt að efast reglulega um hvað maður hefur fram að færa. Þú ert eiginlega algjör fáviti ef þú efast ekki nokkurn tímann,“ segir Arndís. Högni minnir á að það megi þó ekki staldra lengi við í sjálfsgagnrýni. „En samt er engin dyggð að efast. Það á enginn að smækka sig. Þú átt að þora að taka þér það pláss sem þú þarft og það er skylda þín sem manneskja að gera það sem hugurinn stendur til.“
Ástin og lífið Leikhús Tónlist Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira