Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2019 16:58 Svona leit Bústaðavegurinn út á slaginu sex. Vísir/Vilhelm Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. Hringbraut í vesturátt er sérstaklega slæm og teygir umferðin sig langt út á Granda. Framkvæmdir á Bústaðavegi, sem tilkynnt var um 30. ágúst á vef Vegagerðarinnar, gætu átt hlut að máli. Þau svör fengust hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekkert slys hefði átt sér stað. Bústaðavegurinn væri leiðinlegur og búið að takmarka umferð um veginn. „Það er bara allt pikkstopp í bænum,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins. Í tilkynningu um framkvæmdir við lengingu fráfreinar og breikkun rampa á Bústaðavegi frá 30. ágúst segir eftirfarandi: Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut (Hafnarfjarðarvegi (40)).Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar eru af umferðinni í Reykjavík nú á sjötta tímanum. Enn voru langar bílaraðir á Miklubraut og Hringbraut, sem og á Bústaðavegi.Horft yfir Miklubraut klukkan 18:00.Vísir/TumiLöng bílaröð á Hringbraut til vesturs klukkan 18:13.Vísir/TumiSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, lýsir reynslu sinni af skutli síðdegis í dag.Umferðin við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar klukkan 18:34.Vísir/Stefán ÁrniMargrét Erla Maack veltir umferðinni sömuleiðis fyrir sér. Er eitthvað slys eða er þetta venjulegt umferðaröngþveiti á Hringbraut, Njarðargötu, Skúlagötu og götunni hjá Háskólanum (Oddagötu??) Kv konan sem er aldrei í umferðinni— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 5, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. Hringbraut í vesturátt er sérstaklega slæm og teygir umferðin sig langt út á Granda. Framkvæmdir á Bústaðavegi, sem tilkynnt var um 30. ágúst á vef Vegagerðarinnar, gætu átt hlut að máli. Þau svör fengust hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekkert slys hefði átt sér stað. Bústaðavegurinn væri leiðinlegur og búið að takmarka umferð um veginn. „Það er bara allt pikkstopp í bænum,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins. Í tilkynningu um framkvæmdir við lengingu fráfreinar og breikkun rampa á Bústaðavegi frá 30. ágúst segir eftirfarandi: Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut (Hafnarfjarðarvegi (40)).Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar eru af umferðinni í Reykjavík nú á sjötta tímanum. Enn voru langar bílaraðir á Miklubraut og Hringbraut, sem og á Bústaðavegi.Horft yfir Miklubraut klukkan 18:00.Vísir/TumiLöng bílaröð á Hringbraut til vesturs klukkan 18:13.Vísir/TumiSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, lýsir reynslu sinni af skutli síðdegis í dag.Umferðin við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar klukkan 18:34.Vísir/Stefán ÁrniMargrét Erla Maack veltir umferðinni sömuleiðis fyrir sér. Er eitthvað slys eða er þetta venjulegt umferðaröngþveiti á Hringbraut, Njarðargötu, Skúlagötu og götunni hjá Háskólanum (Oddagötu??) Kv konan sem er aldrei í umferðinni— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 5, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira