Verður sjálfur ekki á hátíðinni í holdinu en mjög nálægur í andanum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2019 08:45 Haraldur segir gjörninginn Þröng fela í sér þátttöku gesta. Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á A! Gjörningahátíð sem opnuð verður á Akureyri á morgun, 10. október. Hún stendur fram á sunnudag. Þetta er alþjóðleg hátíð sem haldin er árlega, nú í fimmta sinn. Hátt í 2.000 gestir hafa sótt hana heim hverju sinni. Ókeypis er inn á alla viðburði hennar. Einn þeirra sem verk eiga á hátíðinni er Haraldur Jónsson myndlistarmaður, sem býr í borginni. Hann á ekki heimangengt og segir þetta verða í fyrsta skipti sem hann sé ekki viðstaddur opnun á eigin verkum. „Gjörningurinn minn nefnist Þröng. Ég treysti þeim fyrir norðan til að setja hann rétt upp og vona að hann komi vel út. Þó ég verði ekki sjálfur á hátíðinni í holdinu verð ég mjög nálægur í andanum.“ Fylgir samt ekki gjörningum alltaf eitthvað sem gerist á staðnum? „Jú, gjörningur fer fram í tíma og rúmi og inniheldur mjög gjarnan hreyfingu og einhvers konar stefnumót við áhorfendur. Grunnmunurinn á gjörningi og leiklist er að gjörningurinn skapar ástand en honum fylgir ekki frásaga, hann er meira í ætt við athöfn, eða ritúal.“ Haraldur segir um frumflutning að ræða á verkinu Þröng og það feli í sér þátttöku gesta. „Þröng er nokkurs konar afsprengi yfirlitssýningar minnar á Kjarvalsstöðum fyrir ári. Hún stóð í þrjá mánuði og ég var alltaf með gjörninga síðdegis á laugardögum. Það var mjög gaman og það má segja að fræi að þessum gjörningi hafi verið sáð þá. Verkin mín hafa samt, alveg frá upphafi, gjarnan haft einhverja umbreytingu í sér, þannig að Þröng er angi af þeirri stefnu.“ A! Gjörningahátíð er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim-vídeólistahátíðar. Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á A! Gjörningahátíð sem opnuð verður á Akureyri á morgun, 10. október. Hún stendur fram á sunnudag. Þetta er alþjóðleg hátíð sem haldin er árlega, nú í fimmta sinn. Hátt í 2.000 gestir hafa sótt hana heim hverju sinni. Ókeypis er inn á alla viðburði hennar. Einn þeirra sem verk eiga á hátíðinni er Haraldur Jónsson myndlistarmaður, sem býr í borginni. Hann á ekki heimangengt og segir þetta verða í fyrsta skipti sem hann sé ekki viðstaddur opnun á eigin verkum. „Gjörningurinn minn nefnist Þröng. Ég treysti þeim fyrir norðan til að setja hann rétt upp og vona að hann komi vel út. Þó ég verði ekki sjálfur á hátíðinni í holdinu verð ég mjög nálægur í andanum.“ Fylgir samt ekki gjörningum alltaf eitthvað sem gerist á staðnum? „Jú, gjörningur fer fram í tíma og rúmi og inniheldur mjög gjarnan hreyfingu og einhvers konar stefnumót við áhorfendur. Grunnmunurinn á gjörningi og leiklist er að gjörningurinn skapar ástand en honum fylgir ekki frásaga, hann er meira í ætt við athöfn, eða ritúal.“ Haraldur segir um frumflutning að ræða á verkinu Þröng og það feli í sér þátttöku gesta. „Þröng er nokkurs konar afsprengi yfirlitssýningar minnar á Kjarvalsstöðum fyrir ári. Hún stóð í þrjá mánuði og ég var alltaf með gjörninga síðdegis á laugardögum. Það var mjög gaman og það má segja að fræi að þessum gjörningi hafi verið sáð þá. Verkin mín hafa samt, alveg frá upphafi, gjarnan haft einhverja umbreytingu í sér, þannig að Þröng er angi af þeirri stefnu.“ A! Gjörningahátíð er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim-vídeólistahátíðar. Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira