Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2019 12:02 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lýsir RÚV sem geranda í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja. Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Í viðtali á Bylgjunni í morgun vísaði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja til þess að Ríkisútvarpið hefði verið viðstatt húsleitina og sagði fréttastofuna geranda í málinu. „RÚV var þátttakandi og gerandi í þessari húsleit á sínum tíma," sagði Þorsteinn. „Það má kannski segja að þetta er ein ruddalegasta húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi og hún er gerð í samstarfi við RÚV." Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelmHjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsinns, segir ásakanir forstjóra Samherja í garð Ríkisútvarpsins vera fráleitar. „RÚV var bara að vinna vinnuna sína samkvæmt heimildum sem þeir hafa og sinna því aðhaldshluterki sem þeir hafa. Það á ekki og má ekki tala með þessum hætti um aðhald fjölmiðla að stórum aðilum í þessu landi sem hafa mikilla hagsmuna að gæta," segir Hjálmar. Í skriflegu svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, segir að hún telji ekki ástæðu til að svara þessum fullyrðingum forstjóra Samherja að öðru leyti en því að fjölmiðlar hafi ítrekað myndað og flutt fréttir af húsleitum, yfirheyrslum og opinberum rannsóknum. Ekki síst á árunum eftir hrun. Það sé beinlínis hlutverk fréttamiðla og því ekkert athugavert við það. Hjálmar segir fréttastofuna eðlilega hafa fylgt eftir sínum heimildum. „Fjölmiðlar sinna sínu aðhaldhaldshltuverki og þeir hafa sína heimildarmenn og þess vegna erum við með heimmildarvernd og svo framvegis. Vegna þess að það er svo mikilvægt að þetta aðhald sé til staðar í lýðræðissamfélögum. Þannig að spilling fái ekki þrifist," segir Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins.Í spilaranum hér að neðan er viðtalið í heild við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Í viðtali á Bylgjunni í morgun vísaði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja til þess að Ríkisútvarpið hefði verið viðstatt húsleitina og sagði fréttastofuna geranda í málinu. „RÚV var þátttakandi og gerandi í þessari húsleit á sínum tíma," sagði Þorsteinn. „Það má kannski segja að þetta er ein ruddalegasta húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi og hún er gerð í samstarfi við RÚV." Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelmHjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsinns, segir ásakanir forstjóra Samherja í garð Ríkisútvarpsins vera fráleitar. „RÚV var bara að vinna vinnuna sína samkvæmt heimildum sem þeir hafa og sinna því aðhaldshluterki sem þeir hafa. Það á ekki og má ekki tala með þessum hætti um aðhald fjölmiðla að stórum aðilum í þessu landi sem hafa mikilla hagsmuna að gæta," segir Hjálmar. Í skriflegu svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, segir að hún telji ekki ástæðu til að svara þessum fullyrðingum forstjóra Samherja að öðru leyti en því að fjölmiðlar hafi ítrekað myndað og flutt fréttir af húsleitum, yfirheyrslum og opinberum rannsóknum. Ekki síst á árunum eftir hrun. Það sé beinlínis hlutverk fréttamiðla og því ekkert athugavert við það. Hjálmar segir fréttastofuna eðlilega hafa fylgt eftir sínum heimildum. „Fjölmiðlar sinna sínu aðhaldhaldshltuverki og þeir hafa sína heimildarmenn og þess vegna erum við með heimmildarvernd og svo framvegis. Vegna þess að það er svo mikilvægt að þetta aðhald sé til staðar í lýðræðissamfélögum. Þannig að spilling fái ekki þrifist," segir Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins.Í spilaranum hér að neðan er viðtalið í heild við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira