Segir enga sátt ríkja um frumvarp um þjóðarsjóð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 17:33 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir ljóst að engin sátt ríki um frumvarp um þjóðarsjóð í ljósi þess að fjögur nefndarálit voru gefin út þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í vor. Vísir/Vilhelm Í dag lagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fram að nýju frumvarp um þjóðarsjóð. Þjóðarsjóður, verði frumvarp um stofnun slíks sjóðs samþykkt, er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins og mun heyra stjórnarfarslega undir ráðherra. Markmiðið með þjóðarsjóði er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiriháttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið kann að verða fyrir. Bjarni mælti einnig fyrir frumvarpinu í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Nú leggur hann það fram öðru sinni en þó með breytingum sem taka mið af nefndaráliti meirihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er þó þeirrar skoðunar að frumvarpið hafi ekki verið unnið í nægilegri sátt við efnahags- og viðskiptanefnd. Hún las upp brot úr ræðu Bjarna frá því fyrra þar sem hann sagði þverpólitíska sátt verða ríkja um sjóðinn. „Síðan kemur hæstvirtur ráðherra nú og leggur nánast sama mál fram, tekur örlítið tillit til meirihlutaálits en þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd í vor var það gert með fjórum nefndarálitum og algjörlega ljóst að það er engin sátt um þessa leið. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi skipt um skoðun á því að það sé mikilvægt að það sé þverpólitísk sátt um sjóðsöfnun sem þessa,“ spurði Oddný og beindi máli sínu til Bjarna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þverpólitísk sátt verði að ríkja um sjóðinn því verið sé að horfa til verkefnis sem væri unnið yfir mörg kjörtímabil.Fréttablaðið/Anton brinkBjarni svaraði spurningu Oddnýjar neitandi. „nei ég tel að það eigi við um sjóð eins og þennan með svipuðum hætti og aðrar varrúðarráðstafanir sem ég hef verið að rekja hér í dag að það er langbest að það skapist sem mest sátt í þinginu enda hef ég verið að rekja það hér að áður en til þess gæti komið að hámarkssöfnun inn í sjóðinn er náð þá líði jafnvel fimmtán, tuttugu ár. Það gefur þess vegna augaleið að það er ekki verið að horfa til einhvers sem á að gerast í einni hendingu heldur yfir mörg kjörtímabil og af þeirri ástæðu alveg augljóst að það skiptir máli að ná sem bestri sátt. Hins vegar kann að vera að einhverjir vilji gera ágreining og mér finnst að margt af því sem nefnt hefur verið til andmæla þessum hugmyndum sé hreinlega á misskilningi byggt,“ sagði Bjarni á Alþingi. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Í dag lagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fram að nýju frumvarp um þjóðarsjóð. Þjóðarsjóður, verði frumvarp um stofnun slíks sjóðs samþykkt, er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins og mun heyra stjórnarfarslega undir ráðherra. Markmiðið með þjóðarsjóði er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiriháttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið kann að verða fyrir. Bjarni mælti einnig fyrir frumvarpinu í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Nú leggur hann það fram öðru sinni en þó með breytingum sem taka mið af nefndaráliti meirihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er þó þeirrar skoðunar að frumvarpið hafi ekki verið unnið í nægilegri sátt við efnahags- og viðskiptanefnd. Hún las upp brot úr ræðu Bjarna frá því fyrra þar sem hann sagði þverpólitíska sátt verða ríkja um sjóðinn. „Síðan kemur hæstvirtur ráðherra nú og leggur nánast sama mál fram, tekur örlítið tillit til meirihlutaálits en þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd í vor var það gert með fjórum nefndarálitum og algjörlega ljóst að það er engin sátt um þessa leið. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi skipt um skoðun á því að það sé mikilvægt að það sé þverpólitísk sátt um sjóðsöfnun sem þessa,“ spurði Oddný og beindi máli sínu til Bjarna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þverpólitísk sátt verði að ríkja um sjóðinn því verið sé að horfa til verkefnis sem væri unnið yfir mörg kjörtímabil.Fréttablaðið/Anton brinkBjarni svaraði spurningu Oddnýjar neitandi. „nei ég tel að það eigi við um sjóð eins og þennan með svipuðum hætti og aðrar varrúðarráðstafanir sem ég hef verið að rekja hér í dag að það er langbest að það skapist sem mest sátt í þinginu enda hef ég verið að rekja það hér að áður en til þess gæti komið að hámarkssöfnun inn í sjóðinn er náð þá líði jafnvel fimmtán, tuttugu ár. Það gefur þess vegna augaleið að það er ekki verið að horfa til einhvers sem á að gerast í einni hendingu heldur yfir mörg kjörtímabil og af þeirri ástæðu alveg augljóst að það skiptir máli að ná sem bestri sátt. Hins vegar kann að vera að einhverjir vilji gera ágreining og mér finnst að margt af því sem nefnt hefur verið til andmæla þessum hugmyndum sé hreinlega á misskilningi byggt,“ sagði Bjarni á Alþingi.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira