Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 09:30 Vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV, sem eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í tólf klukkustundir í dag. Grafík/Hjalti Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. Verkfallsaðgerðin á að hafa áhrif á fyrrnefnda vefmiðla en sú hefur ekki verið raunin á vef Morgunblaðsins. Þar hafa verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifað fréttir á vef Mbl.is á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar af vefblaðamönnum Mbl.is og hefur Blaðamannafélag Íslands stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs. Aðgerðirnar hafa verið kærðar til Félagsdóms. Verkfallsaðgerðin í dag átti að fara fram síðastliðinn föstudag en vinnustöðvun var frestað á síðustu stundu af samninganefnd BÍ. Það hafði í för með sér að vinnustöðvunum var frestað um viku, eitthvað sem samninganefndin viðurkenndi að hún hefði ekki áttað sig á. Fjórða aðgerðin, sem átti að beinast gegn prentmiðlum í gær - daginn fyrir svartan föstudag - verður því komandi fimmtudag 5. desember. Frestun verkfallsaðgerða fór afar illa í starfsmenn Fréttablaðsins enda áttu verkfallsaðgerðir að bíta fimmtudaginn fyrir svarta föstudag sem er stærsti dagur ársins í auglýsingasölu hjá dagblöðunum. Í staðinn verður vinnustöðvun á dagblöðunum 5. desember. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Í bakgrunni má sjá nokkra af blaðamönnum Fréttablaðsins.Vísir/Vilhelm Stærstur hluti vefblaðamanna á Vísi og Fréttablaðinu eru í Blaðamannafélagi Íslands og má því reikna með að engar fréttir birtist á vefunum tveimur í dag líkt og í fyrri verkfallsaðgerðum.Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag með þéttum hádegistíma klukkan tólf. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 22. Þá er ástæða til að benda á að Allir geta dansað fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvefnum á Vísi. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. Þar eru nokkrir tökumenn félagar í BÍ sem hefur áhrif á vinnslu sjónvarpsfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Náist ekki samningar á næstunni munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 5. desember. Fulltrúar úr samninganefnd blaðamanna og frá Samtökum atvinnulífsins funduðu í gær án þess að nokkur niðurstaða næðist í viðræðunum. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. Verkfallsaðgerðin á að hafa áhrif á fyrrnefnda vefmiðla en sú hefur ekki verið raunin á vef Morgunblaðsins. Þar hafa verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifað fréttir á vef Mbl.is á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar af vefblaðamönnum Mbl.is og hefur Blaðamannafélag Íslands stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs. Aðgerðirnar hafa verið kærðar til Félagsdóms. Verkfallsaðgerðin í dag átti að fara fram síðastliðinn föstudag en vinnustöðvun var frestað á síðustu stundu af samninganefnd BÍ. Það hafði í för með sér að vinnustöðvunum var frestað um viku, eitthvað sem samninganefndin viðurkenndi að hún hefði ekki áttað sig á. Fjórða aðgerðin, sem átti að beinast gegn prentmiðlum í gær - daginn fyrir svartan föstudag - verður því komandi fimmtudag 5. desember. Frestun verkfallsaðgerða fór afar illa í starfsmenn Fréttablaðsins enda áttu verkfallsaðgerðir að bíta fimmtudaginn fyrir svarta föstudag sem er stærsti dagur ársins í auglýsingasölu hjá dagblöðunum. Í staðinn verður vinnustöðvun á dagblöðunum 5. desember. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Í bakgrunni má sjá nokkra af blaðamönnum Fréttablaðsins.Vísir/Vilhelm Stærstur hluti vefblaðamanna á Vísi og Fréttablaðinu eru í Blaðamannafélagi Íslands og má því reikna með að engar fréttir birtist á vefunum tveimur í dag líkt og í fyrri verkfallsaðgerðum.Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag með þéttum hádegistíma klukkan tólf. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 22. Þá er ástæða til að benda á að Allir geta dansað fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvefnum á Vísi. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. Þar eru nokkrir tökumenn félagar í BÍ sem hefur áhrif á vinnslu sjónvarpsfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Náist ekki samningar á næstunni munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 5. desember. Fulltrúar úr samninganefnd blaðamanna og frá Samtökum atvinnulífsins funduðu í gær án þess að nokkur niðurstaða næðist í viðræðunum.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira