Harma uppsagnir íþróttafréttamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 17:06 Stór hluti félaga í samtökum íþróttafréttamanna sem ferðaðist til Rússlands sumarið 2018 til að fylgjast með gengi Íslands á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna harmar uppsagnir þriggja blaðamanna hjá Árvakri og eins hjá Sýn sem hafa átt sér stað í dag og í október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson misstu vinnuna hjá Árvakri í dag en með uppsögnunum hverfur hálf íþróttadeild Morgunblaðsins og Mbl.is á einu bretti. Þá var Herði Magnússyni, íþróttafréttamanni og lýsanda hjá Sýn, sagt upp í október. „Allir þessir fréttamenn eru mjög færir í sínu starfi og íþróttaumfjöllun í landinu mikilvægir en samanlagt hafa þeir um 80 ára reynslu í faginu. Einnig hafa þeir flestir komið með einum eða öðrum hætti beint að starfi Samtaka íþróttafréttamanna og verið lykilmenn í stéttinni um árabil,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrir uppsagnirnar hafi félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna verið 29 en þeim hafi sem betur fer farið fjölgandi á undanförnum árum eftir hrun. Lægst var félagatalan 17 í kringum hrunið. Að óbreyttu hafi Samtök íþróttafréttamanna nú misst tæp fjórtán prósent félagsmanna sinna á einum mánuði. „Þessar uppsagnir sanna það sem blaðamenn hafa alltaf vitað, að starfsöryggi þeirra er lítið sem ekkert. Samtök íþróttafréttamanna standa heilshugar með sínu fólki og vona að fleiri uppsagnir séu ekki á döfinni hjá stéttinni. Hún má ekki við því.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna harmar uppsagnir þriggja blaðamanna hjá Árvakri og eins hjá Sýn sem hafa átt sér stað í dag og í október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson misstu vinnuna hjá Árvakri í dag en með uppsögnunum hverfur hálf íþróttadeild Morgunblaðsins og Mbl.is á einu bretti. Þá var Herði Magnússyni, íþróttafréttamanni og lýsanda hjá Sýn, sagt upp í október. „Allir þessir fréttamenn eru mjög færir í sínu starfi og íþróttaumfjöllun í landinu mikilvægir en samanlagt hafa þeir um 80 ára reynslu í faginu. Einnig hafa þeir flestir komið með einum eða öðrum hætti beint að starfi Samtaka íþróttafréttamanna og verið lykilmenn í stéttinni um árabil,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrir uppsagnirnar hafi félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna verið 29 en þeim hafi sem betur fer farið fjölgandi á undanförnum árum eftir hrun. Lægst var félagatalan 17 í kringum hrunið. Að óbreyttu hafi Samtök íþróttafréttamanna nú misst tæp fjórtán prósent félagsmanna sinna á einum mánuði. „Þessar uppsagnir sanna það sem blaðamenn hafa alltaf vitað, að starfsöryggi þeirra er lítið sem ekkert. Samtök íþróttafréttamanna standa heilshugar með sínu fólki og vona að fleiri uppsagnir séu ekki á döfinni hjá stéttinni. Hún má ekki við því.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02