Gagnrýnir samkrull lóðasölu og byggingar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. nóvember 2019 08:45 Íbúabyggð mun rísa við Haukasvæðið á Ásvöllum. Fréttablaðið/Stefán Ef tillögur starfshóps ná fram að ganga munu eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka og félagið fá knatthús í staðinn. Hefur þetta samkrull vakið gagnrýni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er þörf fyrir stækkandi byggð. En samkvæmt þessu á að taka fé sem verður til af lóðasölu og eyrnamerkja það uppbyggingu á knatthúsi. Það eru ekki öll íþróttafélög í þeirri stöðu að geta gert þetta og þetta er allt saman bæjarland,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. „Ef pólitíkin ætlar að byggja knatthús, þá á að taka ákvörðun um það á eigin forsendum.“ Bæjarráð skipaði starfshópinn í ágúst árið 2018 eftir viljayfirlýsingu fyrr á árinu. Var hans hlutverk að fjalla um gerð og hönnun knatthússins. Deilur um knatthúsin og fjármögnun þeirra voru miklar í fyrra. Vildi minnihlutinn meina að meirihlutinn hefði keyrt ákvörðun um tvö knatthús, handa FH og Haukum, í gegn í miðjum sumarleyfum og dró lögmætið í efa.Adda María JóhannsdóttirHaukar hafa lengi kvartað yfir því að mun meira fjármagn hafi verið sett í uppbyggingu í Kaplakrika en á Ásvöllum. Adda segir að allir séu meðvitaðir um að Hauka skorti aðstöðu. „Vissulega finnst manni vel í lagt að byggja tvö knatthús í bænum á stuttum tíma. Því miður er bærinn ekkert allt of vel staddur fjárhagslega til þess að fara í svona mikla uppbyggingu á stuttum tíma. Samkvæmt fjárhagsáætlun er ekkert fé áætlað í þetta á næsta ári, heldur í fyrsta lagi 2021,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er lauslega reiknað með 400 til 600 milljóna króna tekjum af lóðasölu í nágrenni Ásvalla og að salan hefjist á fyrri hluta næsta árs. Þá er einnig gert ráð fyrir að 180 milljóna króna tekjur verði af íbúðunum á hverju ári, í formi útsvars og fasteignagjalda. Þá gagnrýnir Adda einnig að ekki sé til neitt mat á áhrifum uppbyggingarinnar á þessum stað, hversu mörgum börnum megi reikna með og svo framvegis. „Hraunvallaskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, og er mjög þétt setinn, sem og leikskólarnir þarna í kring. Við viljum sjá mælingar á því hvaða áhrif þetta hefur á skólahverfið og umferð,“ segir hún. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Ef tillögur starfshóps ná fram að ganga munu eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka og félagið fá knatthús í staðinn. Hefur þetta samkrull vakið gagnrýni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er þörf fyrir stækkandi byggð. En samkvæmt þessu á að taka fé sem verður til af lóðasölu og eyrnamerkja það uppbyggingu á knatthúsi. Það eru ekki öll íþróttafélög í þeirri stöðu að geta gert þetta og þetta er allt saman bæjarland,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. „Ef pólitíkin ætlar að byggja knatthús, þá á að taka ákvörðun um það á eigin forsendum.“ Bæjarráð skipaði starfshópinn í ágúst árið 2018 eftir viljayfirlýsingu fyrr á árinu. Var hans hlutverk að fjalla um gerð og hönnun knatthússins. Deilur um knatthúsin og fjármögnun þeirra voru miklar í fyrra. Vildi minnihlutinn meina að meirihlutinn hefði keyrt ákvörðun um tvö knatthús, handa FH og Haukum, í gegn í miðjum sumarleyfum og dró lögmætið í efa.Adda María JóhannsdóttirHaukar hafa lengi kvartað yfir því að mun meira fjármagn hafi verið sett í uppbyggingu í Kaplakrika en á Ásvöllum. Adda segir að allir séu meðvitaðir um að Hauka skorti aðstöðu. „Vissulega finnst manni vel í lagt að byggja tvö knatthús í bænum á stuttum tíma. Því miður er bærinn ekkert allt of vel staddur fjárhagslega til þess að fara í svona mikla uppbyggingu á stuttum tíma. Samkvæmt fjárhagsáætlun er ekkert fé áætlað í þetta á næsta ári, heldur í fyrsta lagi 2021,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er lauslega reiknað með 400 til 600 milljóna króna tekjum af lóðasölu í nágrenni Ásvalla og að salan hefjist á fyrri hluta næsta árs. Þá er einnig gert ráð fyrir að 180 milljóna króna tekjur verði af íbúðunum á hverju ári, í formi útsvars og fasteignagjalda. Þá gagnrýnir Adda einnig að ekki sé til neitt mat á áhrifum uppbyggingarinnar á þessum stað, hversu mörgum börnum megi reikna með og svo framvegis. „Hraunvallaskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, og er mjög þétt setinn, sem og leikskólarnir þarna í kring. Við viljum sjá mælingar á því hvaða áhrif þetta hefur á skólahverfið og umferð,“ segir hún.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira