Landsvirkjun stefnir á kolefnishlutleysi árið 2025 Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2019 12:15 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. vísir/vilhelm Forstjóri Landsvirkjunar segir mikilvægt að fyrirtæki landsins komi kröftuglega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landsvirkjun kynnir í dag áætlun um kolefnisjöfnun á árinu 2025. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið nálgast þetta markmið á breiðum grunni og á sem flestum sviðum í rekstri fyrirtækisins. „En stærsti hlutinn tengist því að við ætlum að hreinsa útblástur frá Kröflustöð. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar losun,“ segir Hörður. Landsvirkjun búi að því að hafa gert miklar rannsóknir í vel á annan áratug. „Ef við skoðum frá árinu 2005 sem er viðmiðunardagsetning parísarsáttmálans þá vorum við að losa um 45 þúsund tonn. Við erum núna komin niður í rúm 20 þúsund tonn og stefnum síðan að því að fara niður í núllið árið 2025,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Aðgerðirnar séu umfangsmiklar og kosti sitt en það kosti líka að losa gróðurhúsalofttegundirnar. Landsvirkjun hafi tekið upp innra kolefnisverð og meti kostnaðinn við hvert tonn í losun á 30 dollara. „Þetta er lóð á vogarskálarnar og vonandi líka gott fordæmi fyrir hvað önnur fyrirtæki þurfa að gera. Það er ljóst að Ísland nær ekki þessum árangri sem við þurfum að ná nema fyrirtækin komi mjög öflug inn í þessa vegferð,“ segir Hörður. Tæknin sem Landsvirkjun ætli að nota við að binda kolefni frá Kröfluvirkjun sé ekki ólík því sem Orkuveitan hafi gert á Hellisheiði. „En þetta eru öðruvísi aðstæður hjá okkur. En þetta verður svo vonandi útflutningsvara sem verkfræðistofur og aðrir geta nýtt í öðrum löndum,“ segir Hörður Arnarson. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir mikilvægt að fyrirtæki landsins komi kröftuglega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landsvirkjun kynnir í dag áætlun um kolefnisjöfnun á árinu 2025. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið nálgast þetta markmið á breiðum grunni og á sem flestum sviðum í rekstri fyrirtækisins. „En stærsti hlutinn tengist því að við ætlum að hreinsa útblástur frá Kröflustöð. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar losun,“ segir Hörður. Landsvirkjun búi að því að hafa gert miklar rannsóknir í vel á annan áratug. „Ef við skoðum frá árinu 2005 sem er viðmiðunardagsetning parísarsáttmálans þá vorum við að losa um 45 þúsund tonn. Við erum núna komin niður í rúm 20 þúsund tonn og stefnum síðan að því að fara niður í núllið árið 2025,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Aðgerðirnar séu umfangsmiklar og kosti sitt en það kosti líka að losa gróðurhúsalofttegundirnar. Landsvirkjun hafi tekið upp innra kolefnisverð og meti kostnaðinn við hvert tonn í losun á 30 dollara. „Þetta er lóð á vogarskálarnar og vonandi líka gott fordæmi fyrir hvað önnur fyrirtæki þurfa að gera. Það er ljóst að Ísland nær ekki þessum árangri sem við þurfum að ná nema fyrirtækin komi mjög öflug inn í þessa vegferð,“ segir Hörður. Tæknin sem Landsvirkjun ætli að nota við að binda kolefni frá Kröfluvirkjun sé ekki ólík því sem Orkuveitan hafi gert á Hellisheiði. „En þetta eru öðruvísi aðstæður hjá okkur. En þetta verður svo vonandi útflutningsvara sem verkfræðistofur og aðrir geta nýtt í öðrum löndum,“ segir Hörður Arnarson.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira