Bestu myndir ársins 2019 Sylvía Hall skrifar 9. maí 2020 16:08 Frá sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Vísir/Arnar Í dag klukkan 14 voru afhent verðlaun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2019. Veitt voru verðlaun í sjö flokkum auk bestu myndar ársins. Verðlaunahafarnir í dag.Vísir/Arnar Mynd ársins 2019 tók Golli / Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Iceland Review og er það mynd frá vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á vatnajökul. „Áhrifarík og táknræn mynd fyrir loftslagsbreytingar af manna völdum. Myndin sýnir hversu smár maðurinn er í samanburði við náttúruna og síbreytilegan jökulinn frá áhugaverðu sjónarhorni,“ segir í umsögn dómnefndar. Vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul, mynd ársins 2019.Golli/Kjartan Þorbjörnsson Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, átti bestu mynd í fréttaflokki. Á myndinni sjást nemendur mótmæla aðgerðaleysi í loftslagsmálum á hinum vikulegu loftslagsverkföllum sem fram fóru síðasta vetur. „Myndin fangar það málefni sem hefur einna mest verið í umræðunni á Íslandi og heiminum öllum. Skilaboðin koma skýrt fram í myndinni og sýna að ungt fólk lítur til framtíðar,“ segir í umsögn dómnefndar. Fréttamynd ársins.Sigtryggur Ari Jóhannsson/Fréttablaðið Kristinn Magnússon átti íþróttaljósmynd ársins en á myndinni sést Anton Sveinn McKee stinga sér til sunds er hann keppti í 50 metra bringusundi. Hann vann til gullverðlauna þegar hann synti á 28,68 sekúndum. „Mynd sem fangar kjarna íþróttaljósmyndunar. Góð myndbygging á hárréttu augnabliki,“ segir í umsögn dómnefndar. Íþróttamynd ársins.Kristinn Magnússon Mynd Aldísar Pálsdóttur var valin tímaritamynd ársins. Í umsögn dómnefndar segir að myndin sé vel útfærð tískumynd með fallegri myndlýsingu og góðri myndbyggingu. Módelið sé fangað á grafískan hátt. Sundhöllin - Er allt sem sýnist? Hvað er fullkomið?Aldís Pálsdóttir Umhverfismynd ársins var mynd Eggerts Jóhannessonar frá Ískönnunarleiðangri Landhelgisgæslunnar. „Tignarlegur ísjaki sem flýtur um í þokunni gefur okkur tilfinningu fyrir því sem er að tapast en einnig fyrir styrk og mikilfengleika náttúrunnar,“ segir í umsögn dómnefndar. Umhverfsmynd ársins.Eggert Jóhannesson Heiða Helgadóttir fékk verðlaun fyrir mynd í flokknum Daglegt líf mynd ársins. „Tímalaus mynd sem sýnir kuldalegan veruleika íslenskra smábátasjómanna,“ segir í umsögn dómnefndar en á myndinni sést Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána II, sem hefur stundað sjómennsku í 35 ár. „Þetta lá alltaf fyrir mér, ég var búin að ákveða að gerast sjómaður þegar ég var 5 ára. Þetta voru idolin, maður var alltaf að fylgjast með þeim á höfninni. Ég er búin að prófa að gera annað, það gekk ekki upp. Þetta togar í mann. Mér líður bara vel á sjónum, það er eitthvað þetta er óútskýrt, þegar maður er í fríi þá er maður út á bryggju að spá og spekulera og skoða bátana.”Heiða Helgadóttir Þá fékk Heiða Helgadóttir einnig verðlaun fyrir portrettmynd ársins af Sif Baldursdóttur. Að mati dómnefndar var myndin táknræn og marglaga portrett mynd, vel innrömmuð sem leyfir áhorfandanum að upplifa og túlka sjálfur. Sif Baldursdóttir um hamingjuna: „Veit einhver hvað þessi blessaða hamingja í alvörunni er? Er hún ástand eða tilfinning, eða er hún óljóst hugtak sem við eltumst við án þess einu sinni skilja hvað við erum á höttunum eftir. Kvíði og þunglyndi eru gráir fylgifiskar þess að vera manneskja og að lifa í samfélagi sem uppfyllir ekki þær þarfir sem við höfum varðandi nánd nema að vissu eða litlu leyti. Það sem ég átta mig betur og betur á með hverju árinu er að geðheilsan er svo mikilvæg að hún er eiginlega allt.“Heiða Helgadóttir Golli fékk verðlaun fyrir myndaseríu ársins frá vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul. Myndaserían þótti vel uppbyggð og sameinaði fallegar myndir og heildstæða frásögn sem á erindi við alla. Myndaröðin sýni menn í tengslum við náttúruna frá ýmsum sjónarhornum. Myndasería ársins.Golli/Kjartan Þorbjörnsson Sýningin verður opin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá 11. Maí til 1. júní. Fjöldi gesta í sýningarsal hverju sinni takmarkast við 40 manns og virða þarf 2ja metra regluna. Myndlist Ljósmyndun Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Í dag klukkan 14 voru afhent verðlaun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2019. Veitt voru verðlaun í sjö flokkum auk bestu myndar ársins. Verðlaunahafarnir í dag.Vísir/Arnar Mynd ársins 2019 tók Golli / Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Iceland Review og er það mynd frá vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á vatnajökul. „Áhrifarík og táknræn mynd fyrir loftslagsbreytingar af manna völdum. Myndin sýnir hversu smár maðurinn er í samanburði við náttúruna og síbreytilegan jökulinn frá áhugaverðu sjónarhorni,“ segir í umsögn dómnefndar. Vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul, mynd ársins 2019.Golli/Kjartan Þorbjörnsson Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, átti bestu mynd í fréttaflokki. Á myndinni sjást nemendur mótmæla aðgerðaleysi í loftslagsmálum á hinum vikulegu loftslagsverkföllum sem fram fóru síðasta vetur. „Myndin fangar það málefni sem hefur einna mest verið í umræðunni á Íslandi og heiminum öllum. Skilaboðin koma skýrt fram í myndinni og sýna að ungt fólk lítur til framtíðar,“ segir í umsögn dómnefndar. Fréttamynd ársins.Sigtryggur Ari Jóhannsson/Fréttablaðið Kristinn Magnússon átti íþróttaljósmynd ársins en á myndinni sést Anton Sveinn McKee stinga sér til sunds er hann keppti í 50 metra bringusundi. Hann vann til gullverðlauna þegar hann synti á 28,68 sekúndum. „Mynd sem fangar kjarna íþróttaljósmyndunar. Góð myndbygging á hárréttu augnabliki,“ segir í umsögn dómnefndar. Íþróttamynd ársins.Kristinn Magnússon Mynd Aldísar Pálsdóttur var valin tímaritamynd ársins. Í umsögn dómnefndar segir að myndin sé vel útfærð tískumynd með fallegri myndlýsingu og góðri myndbyggingu. Módelið sé fangað á grafískan hátt. Sundhöllin - Er allt sem sýnist? Hvað er fullkomið?Aldís Pálsdóttir Umhverfismynd ársins var mynd Eggerts Jóhannessonar frá Ískönnunarleiðangri Landhelgisgæslunnar. „Tignarlegur ísjaki sem flýtur um í þokunni gefur okkur tilfinningu fyrir því sem er að tapast en einnig fyrir styrk og mikilfengleika náttúrunnar,“ segir í umsögn dómnefndar. Umhverfsmynd ársins.Eggert Jóhannesson Heiða Helgadóttir fékk verðlaun fyrir mynd í flokknum Daglegt líf mynd ársins. „Tímalaus mynd sem sýnir kuldalegan veruleika íslenskra smábátasjómanna,“ segir í umsögn dómnefndar en á myndinni sést Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána II, sem hefur stundað sjómennsku í 35 ár. „Þetta lá alltaf fyrir mér, ég var búin að ákveða að gerast sjómaður þegar ég var 5 ára. Þetta voru idolin, maður var alltaf að fylgjast með þeim á höfninni. Ég er búin að prófa að gera annað, það gekk ekki upp. Þetta togar í mann. Mér líður bara vel á sjónum, það er eitthvað þetta er óútskýrt, þegar maður er í fríi þá er maður út á bryggju að spá og spekulera og skoða bátana.”Heiða Helgadóttir Þá fékk Heiða Helgadóttir einnig verðlaun fyrir portrettmynd ársins af Sif Baldursdóttur. Að mati dómnefndar var myndin táknræn og marglaga portrett mynd, vel innrömmuð sem leyfir áhorfandanum að upplifa og túlka sjálfur. Sif Baldursdóttir um hamingjuna: „Veit einhver hvað þessi blessaða hamingja í alvörunni er? Er hún ástand eða tilfinning, eða er hún óljóst hugtak sem við eltumst við án þess einu sinni skilja hvað við erum á höttunum eftir. Kvíði og þunglyndi eru gráir fylgifiskar þess að vera manneskja og að lifa í samfélagi sem uppfyllir ekki þær þarfir sem við höfum varðandi nánd nema að vissu eða litlu leyti. Það sem ég átta mig betur og betur á með hverju árinu er að geðheilsan er svo mikilvæg að hún er eiginlega allt.“Heiða Helgadóttir Golli fékk verðlaun fyrir myndaseríu ársins frá vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul. Myndaserían þótti vel uppbyggð og sameinaði fallegar myndir og heildstæða frásögn sem á erindi við alla. Myndaröðin sýni menn í tengslum við náttúruna frá ýmsum sjónarhornum. Myndasería ársins.Golli/Kjartan Þorbjörnsson Sýningin verður opin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá 11. Maí til 1. júní. Fjöldi gesta í sýningarsal hverju sinni takmarkast við 40 manns og virða þarf 2ja metra regluna.
Myndlist Ljósmyndun Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira