Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 11:30 Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, og Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Blika, væru efstir á óskalista Arnars hér heima. vísir/vilhelm/daníel Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. Arnar var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar en í þættinum valdi hann meðal annars draumaliðið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi, og margt, margt fleira. Rikki spurði Arnar svo hvaða tvo leikmenn hann myndi velja úr Pepsi Max-deildinni ef hann fengi fulla skúffu af peningum. „Ég sem var nýbúinn að segja að mig vantaði ekki leikmenn,“ sagði Arnar og glotti við tönn. „En það vantar alltaf leikmenn sem eru með sigurhefð. Mín fyrsta hugsun væri Óskar Örn Hauksson. Ég myndi vilja taka Pálma Rafn með honum en þá væri ég fara gegn mínu konsepti sem eru svona ungir leikmenn líka. Einn Óskar inn í klefann og inn á völlinn.“ Síðara val Arnars er í Kópavogi en þar er einn nítján ára sem Arnar er hrifinn af. „Ég myndi þá taka Brynjólf Darra líka. Ég þekki pabba hans ágætlega og það er „nasty“ í honum, á jákvæðan hátt. Hann er góður leikmaður og efnilegur. Hann getur náð mjög langt ef hausinn á honum helst í lagi og ef hann helst heill, sem ég held að hann verði. Ég sé hann oft í Fífunni vera æfa einn. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hann í sumar,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Hvern myndi Arnar kaupa úr Pepsi Max-deildinin? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. Arnar var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar en í þættinum valdi hann meðal annars draumaliðið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi, og margt, margt fleira. Rikki spurði Arnar svo hvaða tvo leikmenn hann myndi velja úr Pepsi Max-deildinni ef hann fengi fulla skúffu af peningum. „Ég sem var nýbúinn að segja að mig vantaði ekki leikmenn,“ sagði Arnar og glotti við tönn. „En það vantar alltaf leikmenn sem eru með sigurhefð. Mín fyrsta hugsun væri Óskar Örn Hauksson. Ég myndi vilja taka Pálma Rafn með honum en þá væri ég fara gegn mínu konsepti sem eru svona ungir leikmenn líka. Einn Óskar inn í klefann og inn á völlinn.“ Síðara val Arnars er í Kópavogi en þar er einn nítján ára sem Arnar er hrifinn af. „Ég myndi þá taka Brynjólf Darra líka. Ég þekki pabba hans ágætlega og það er „nasty“ í honum, á jákvæðan hátt. Hann er góður leikmaður og efnilegur. Hann getur náð mjög langt ef hausinn á honum helst í lagi og ef hann helst heill, sem ég held að hann verði. Ég sé hann oft í Fífunni vera æfa einn. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hann í sumar,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Hvern myndi Arnar kaupa úr Pepsi Max-deildinin? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira