Komu til Íslands því hér er öruggt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 19:15 Laura Callet og Jonathan Zaccaria. Vísir/baldur Fjörutíu og fimm Frakkar flugu frá París í dag til að fara í siglingu með lúxusskemmtiferðaskipi sem siglir frá Reykjavík. Tveir Frakkar sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa komið til Íslands því hér sé öruggt. Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka snemma í morgun en það siglir fram og til baka til Grænlands. Frakkarnir sem komu til landsins í hádeginu fóru allir í kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli og voru komnir um borð í skipið nú á sjöunda tímanum. Ekki voru enn komnar niðurstöður úr skimuninni en allir farþegarnir voru skimaðir fyrir veirunni í Frakklandi og voru þá neikvæðir. Skipið siglir með farþegana til Grænlands þegar niðurstöður berast. Fréttastofa ræddi við tvo Frakka sem biðu eftir niðurstöðum úr skimun í dag. Þau sögðust hafa ákveðið að koma til Íslands því hér sé öruggt. „Í Frakklandi eru 30 þúsund dánir úr Covid-19, hér eru þeir tíu. Þetta er svarið mitt,“ sagði Laura Callet, farþegi Le Boreal. „Þetta er tækifæri til að vinna á sumrin og möguleiki á að ferðast,“ sagði Jonathan Zaccaria, sem er í áhöfn Le Boreal. Að sögn Emmu Kjartansdóttur, deildarstjóra skipadeildar hjá Iceland Travel, hefur ekkert smit komið upp í skipinu frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Hún kvað vera almenna ánægju með að fyrstu siglingar skemmtiferðaskipa séu nú að hefjast á ný. Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt öðru frönsku skemmtiferðaskipi. Langflest skemmtiferðaskip hafa hins vegar afboðað komu sína eins og raunin er á Ísafirði. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Fjörutíu og fimm Frakkar flugu frá París í dag til að fara í siglingu með lúxusskemmtiferðaskipi sem siglir frá Reykjavík. Tveir Frakkar sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa komið til Íslands því hér sé öruggt. Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka snemma í morgun en það siglir fram og til baka til Grænlands. Frakkarnir sem komu til landsins í hádeginu fóru allir í kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli og voru komnir um borð í skipið nú á sjöunda tímanum. Ekki voru enn komnar niðurstöður úr skimuninni en allir farþegarnir voru skimaðir fyrir veirunni í Frakklandi og voru þá neikvæðir. Skipið siglir með farþegana til Grænlands þegar niðurstöður berast. Fréttastofa ræddi við tvo Frakka sem biðu eftir niðurstöðum úr skimun í dag. Þau sögðust hafa ákveðið að koma til Íslands því hér sé öruggt. „Í Frakklandi eru 30 þúsund dánir úr Covid-19, hér eru þeir tíu. Þetta er svarið mitt,“ sagði Laura Callet, farþegi Le Boreal. „Þetta er tækifæri til að vinna á sumrin og möguleiki á að ferðast,“ sagði Jonathan Zaccaria, sem er í áhöfn Le Boreal. Að sögn Emmu Kjartansdóttur, deildarstjóra skipadeildar hjá Iceland Travel, hefur ekkert smit komið upp í skipinu frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Hún kvað vera almenna ánægju með að fyrstu siglingar skemmtiferðaskipa séu nú að hefjast á ný. Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt öðru frönsku skemmtiferðaskipi. Langflest skemmtiferðaskip hafa hins vegar afboðað komu sína eins og raunin er á Ísafirði.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00