Attenborough segir komið að ögurstundu fyrir loftslagsaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2020 12:35 Attenborough, sem er 93 ára gamall, er dáður um allan heim fyrir fjölda náttúrulífsþátta sem hann hefur kynnt um áratugaskeið. Vísir/EPA Breski náttúrufræðingurinn og dagskrárgerðarmaðurinn David Attenborough segir að þjóðir heims hafi dregið lappirnar of lengi í að bregðast við loftslagsbreytingum af völdum manna og að „komið sé að ögurstundu“. Því lengur sem beðið sé með aðgerðir, þeim mun erfiðara verði að ná árangri. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Attenborough að það sé „augljós þvæla“ að sumir stjórnmálamenn og álitsgjafar haldi því fram að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu tengist ekki hlýnandi loftslagi jarðar. „Í þessum töluðu orðum brennur Suðaustur-Ástralía. Hvers vegna? Vegna þess að hitastig jarðar hækkar,“ segir Attenborough og bendir á að menn viti fullvell að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun. Gagnrýnir hann að lítill árangur hafi orðið af viðræðum ríkja heim um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Síðasti loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í Madrid í desember þótti misheppnaður. „Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa og það sem meira er, þá vitum við hvernig á að gera það. Það er það þversagnarkennda, að við neitum að stíga þau skref sem við vitum að verður að taka,“ segir náttúrufræðingurinn heimsþekkti. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 2°C fyrir lok aldarinnar og helst 1,5°C. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun aftur á móti frekar náð 3°C eða meira. Vísindamenn vara við því að með áframhaldandi hlýnun verði skæðar hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar tíðari og að strandsvæði verði í vaxandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. „Hvert ár sem líður þýðir að erfiðara og erfiðara verður að ná þessum skrefum,“ segir Attenborough. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45 Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Breski náttúrufræðingurinn og dagskrárgerðarmaðurinn David Attenborough segir að þjóðir heims hafi dregið lappirnar of lengi í að bregðast við loftslagsbreytingum af völdum manna og að „komið sé að ögurstundu“. Því lengur sem beðið sé með aðgerðir, þeim mun erfiðara verði að ná árangri. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Attenborough að það sé „augljós þvæla“ að sumir stjórnmálamenn og álitsgjafar haldi því fram að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu tengist ekki hlýnandi loftslagi jarðar. „Í þessum töluðu orðum brennur Suðaustur-Ástralía. Hvers vegna? Vegna þess að hitastig jarðar hækkar,“ segir Attenborough og bendir á að menn viti fullvell að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun. Gagnrýnir hann að lítill árangur hafi orðið af viðræðum ríkja heim um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Síðasti loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í Madrid í desember þótti misheppnaður. „Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa og það sem meira er, þá vitum við hvernig á að gera það. Það er það þversagnarkennda, að við neitum að stíga þau skref sem við vitum að verður að taka,“ segir náttúrufræðingurinn heimsþekkti. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 2°C fyrir lok aldarinnar og helst 1,5°C. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun aftur á móti frekar náð 3°C eða meira. Vísindamenn vara við því að með áframhaldandi hlýnun verði skæðar hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar tíðari og að strandsvæði verði í vaxandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. „Hvert ár sem líður þýðir að erfiðara og erfiðara verður að ná þessum skrefum,“ segir Attenborough.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45 Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45
Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03
Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22