Ráðuneytið ber ábyrgð á uppbyggingu innanlandsflugvalla Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 14:08 Upplýsingafulltrúi Isavia hefur svarað gagnrýni formanns byggðarráðs Blönduósbæjar þar sem hann sagði Isavia ekki sinna nauðsynlegu viðhaldi flugvallar bæjarins. Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur svarað gagnrýni Guðmundar Hauks Jakobssonar um skort á viðhaldi við Blönduósflugvöll. Hann segir ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla vera í höndum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Guðmundur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði Isavia ekki tryggja það viðhald sem til þarf til þess að flugvöllurinn væri nothæfur sem sjúkraflugvöllur. Íbúar á svæðinu hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi þar sem það væri ekki einungis öryggisatriði fyrir þá heldur einnig alla þá sem eiga leið þar um.Sjá einnig: Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. Isavia sýnir sjónarmiðunum skilning Í svari Guðjóns kemur fram að Isavia skilji mjög vel þau sjónarmið sem Guðmundur setur fram í færslunni. Þó sé mikilvægt að leiðrétta misskilninginn og að það sé skýrt að það sé ekki Isavia sem beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem Guðmundur nefnir. „Það er mikilvægt að öllum sé það ljóst að það er ekki Isavia sem tekur ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla á Íslandi heldur er það samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Við hjá Isavia skiljum mjög vel þau sjónarmið sem koma fram í færslunni þinni en á sama tíma er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga.“ Tilefni færslu Guðmundar var rútuslys sem varð skammt frá Blönduósi á föstudag. Þar hafi nauðsyn flugvallarins sannað sig enn og aftur og það gæti bjargað mannslífum að hafa hann í lagi þar sem sjúkraflug væri bæði ódýrara og hraðvirkara en þyrluflug. Þegar hver mínúta skipti máli gæti mikið verið í húfi. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur,“ sagði Guðmundur. Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur svarað gagnrýni Guðmundar Hauks Jakobssonar um skort á viðhaldi við Blönduósflugvöll. Hann segir ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla vera í höndum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Guðmundur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði Isavia ekki tryggja það viðhald sem til þarf til þess að flugvöllurinn væri nothæfur sem sjúkraflugvöllur. Íbúar á svæðinu hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi þar sem það væri ekki einungis öryggisatriði fyrir þá heldur einnig alla þá sem eiga leið þar um.Sjá einnig: Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. Isavia sýnir sjónarmiðunum skilning Í svari Guðjóns kemur fram að Isavia skilji mjög vel þau sjónarmið sem Guðmundur setur fram í færslunni. Þó sé mikilvægt að leiðrétta misskilninginn og að það sé skýrt að það sé ekki Isavia sem beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem Guðmundur nefnir. „Það er mikilvægt að öllum sé það ljóst að það er ekki Isavia sem tekur ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla á Íslandi heldur er það samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Við hjá Isavia skiljum mjög vel þau sjónarmið sem koma fram í færslunni þinni en á sama tíma er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga.“ Tilefni færslu Guðmundar var rútuslys sem varð skammt frá Blönduósi á föstudag. Þar hafi nauðsyn flugvallarins sannað sig enn og aftur og það gæti bjargað mannslífum að hafa hann í lagi þar sem sjúkraflug væri bæði ódýrara og hraðvirkara en þyrluflug. Þegar hver mínúta skipti máli gæti mikið verið í húfi. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur,“ sagði Guðmundur.
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44