Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. Þar standa nú yfir umræður um stöðu Elliðaárdalsins að beiðni Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri vísaði því á bug að meirihlutanum sé ekki annt um verndun dalsins. Deilt hefur verið um deiliskipulag á svæði Elliðaárdalsins norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars stendur til að reisa um 4.500 fermetra hvelfingu, eða svokallað Biodome. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa til að mynda hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að reyna að knýja fram íbúakosningu vegna málsins. Undirskriftasöfnunin stendur yfir til 28. febrúar og hafa ríflega 5400 þúsund skrifað undir rafrænt þegar þessi frétt er skrifuð. „Það skýtur skökku við að við þurfum að vera að deila um Elliðaárdalinn,“ sagði Eyþór. Um sé að ræða útivistar- og náttúruperlu innan borgarmarkanna sem allir ættu að hans mati að geta sameinast um að vernda. Máli sínu til stuðnings benti hann á mikilvægi grænna svæða og tók dæmi um stóra almenningsgarðinn Central Park í New York. Í árhundruð hafi borgaryfirvöld í New York staðist freistinguna um að reisa byggingar í Central Park þar sem að samstaða ríki um það að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki fyrir borgarsamfélagið. Sömu sögu sé að segja um Elliðaárdalinn. Mikilvægt sé að vernda dalinn, hætt sé við því að þegar rask og byggingar séu leyfðar á grænum svæðum aukist freistingin til að gera slíkt hið sama á fleirum grænum svæðum. „Við þurfum að verja grænu svæðin,“ sagði Eyþór. Auglýsa friðun Elliðaárdalsins á fimmtudaginn Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og gripu fulltrúar meirihlutans til varna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að áform séu uppi um að auka verndun dalsins. Á fimmtudaginn í þessari viku standi til að mynda til að setja í auglýsingu áform um friðun Elliðaárdalsins. Hann rakti málið sem hann sagði eiga sér langa forsögu. Hann rakti nokkur tæknileg atrið málsins og frábað sér ásakanir um að meirihlutanum þætti ekki annt um dalinn. „Við erum að auka friðun í Elliðaárdalnum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Dagur. Hann hafi kynnt þessa sýn borgarstjórnar „um okkar Central Park,“ eins og hann orðaði það, með tillögu sem hann hafi sjálfur kynnt árið 2014 sem hafi þá verið studd af öllum flokkum. Deiliskipulagið sem deilt sé um sé þegar samþykkt. Ekki sé hægt að fella deiliskipulag í íbúakosningu, aðeins sé hægt að fara fram á endurskoðun. Það hafi lengi verið stefnan, þvert á flokka í borgarstjórn, að vernda Elliðaárdalinn, en það sem sé hins vegar nýtt að sögn Dags er „að gera deilumál úr því að Stekkjarbakki falli ekki undir skipulag Elliðaárdals.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. Þar standa nú yfir umræður um stöðu Elliðaárdalsins að beiðni Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri vísaði því á bug að meirihlutanum sé ekki annt um verndun dalsins. Deilt hefur verið um deiliskipulag á svæði Elliðaárdalsins norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars stendur til að reisa um 4.500 fermetra hvelfingu, eða svokallað Biodome. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa til að mynda hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að reyna að knýja fram íbúakosningu vegna málsins. Undirskriftasöfnunin stendur yfir til 28. febrúar og hafa ríflega 5400 þúsund skrifað undir rafrænt þegar þessi frétt er skrifuð. „Það skýtur skökku við að við þurfum að vera að deila um Elliðaárdalinn,“ sagði Eyþór. Um sé að ræða útivistar- og náttúruperlu innan borgarmarkanna sem allir ættu að hans mati að geta sameinast um að vernda. Máli sínu til stuðnings benti hann á mikilvægi grænna svæða og tók dæmi um stóra almenningsgarðinn Central Park í New York. Í árhundruð hafi borgaryfirvöld í New York staðist freistinguna um að reisa byggingar í Central Park þar sem að samstaða ríki um það að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki fyrir borgarsamfélagið. Sömu sögu sé að segja um Elliðaárdalinn. Mikilvægt sé að vernda dalinn, hætt sé við því að þegar rask og byggingar séu leyfðar á grænum svæðum aukist freistingin til að gera slíkt hið sama á fleirum grænum svæðum. „Við þurfum að verja grænu svæðin,“ sagði Eyþór. Auglýsa friðun Elliðaárdalsins á fimmtudaginn Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og gripu fulltrúar meirihlutans til varna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að áform séu uppi um að auka verndun dalsins. Á fimmtudaginn í þessari viku standi til að mynda til að setja í auglýsingu áform um friðun Elliðaárdalsins. Hann rakti málið sem hann sagði eiga sér langa forsögu. Hann rakti nokkur tæknileg atrið málsins og frábað sér ásakanir um að meirihlutanum þætti ekki annt um dalinn. „Við erum að auka friðun í Elliðaárdalnum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Dagur. Hann hafi kynnt þessa sýn borgarstjórnar „um okkar Central Park,“ eins og hann orðaði það, með tillögu sem hann hafi sjálfur kynnt árið 2014 sem hafi þá verið studd af öllum flokkum. Deiliskipulagið sem deilt sé um sé þegar samþykkt. Ekki sé hægt að fella deiliskipulag í íbúakosningu, aðeins sé hægt að fara fram á endurskoðun. Það hafi lengi verið stefnan, þvert á flokka í borgarstjórn, að vernda Elliðaárdalinn, en það sem sé hins vegar nýtt að sögn Dags er „að gera deilumál úr því að Stekkjarbakki falli ekki undir skipulag Elliðaárdals.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira