Stjarnan hefur aldrei tapað í bikarúrslitum í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 15:30 Hlynur Elías Bæringsson lyfti bikarnum í fyrra. Vísir/Bára Stjörnumenn mæta í kvöld í Laugardalshöllina og eiga góða möguleika á því að halda þar áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitum. Leikurinn á móti Tindastól í Höllinni í kvöld verður sjötti leikur Stjörnunnar í bikarúrslitum í Höllinni og hinir fimm hafa allir unnist. Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrra og er á toppi Domino´s deildarinnar í dag. Liðið vann fimmtán leiki í röð þar til að liðið steinlá í síðasta leik á móti Val. Undanúrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls hefst klukkan 20.15 en á undan (Kl. 17.30) spila Grindavík og Fjölnir hinn undanúrslitaleikinn.Fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnumanna var fyrir ellefu árum síðan og þar innu Garðbæingar einn óvæntasta sigurinn í sögu bikarúrslitanna. Stjarnan vann þá 78-76 sigur á stórstjörnuliði KR-inga sem var meðal annars með þá Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson á toppi síns ferils. Jovan Zdravevski var þá atkvæðamestur í Stjörnuliðinu með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Justin Shouse bætti við 22 stigum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli Kjartansson, núverandi umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds skoraði 11 stig í úrslitaleiknum eins og Fannar Freyr Helgason sem var líka með 19 fráköst. Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni.Mynd/Daníel Fjórum árum síðar komust Stjörnumenn aftur í bikarúrslitin og unnu þá tólf stiga sigur á Grindavík, 91-79. Jarrid Frye var þa langstigahæstur með 32 stig, Brian Mills skoraði 17 stig og svo voru þeir Jovan Zdravevski (15 stig) og Justin Shouse (14 stig og 9 stoðsendingar) áfram í stórum hlutverkum.Stjarnan vann síðan aftur tveggja stiga sigur á KR þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Justin Shouse náði þar að verða bikarmeistari með Stjörnunni í þriðja sinn en hann var með 19 stig og 10 stoðsendingar í bikaúrslitaleiknum. Jeremy Atkinson var hins vegar atkvæðamestur með 31 stig og 9 fráköst en Dagur Kár Jónsson skoraði síðan 14 stig.Stjörnumenn geta nú leikið eftir afrek sitt síðan í fyrra sem var í fyrsta sinn sem þeir komust í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni síðan að undanúrslitaleikirnir urðu hluti af bikarúrslitunum. Stjarnan vann þá fjórtán stiga sigur á ÍR-ingum í undanúrslitunum og lék sér síðan að Njarðvíkurliðinu í bikarúrslitaleiknum sem Stjarnan vann 84-68. Brandon Rozzell var með 30 stig í bikarúrslitaleiknum og Hlynur Elías Bæringsson bauð upp á 13 stig og 14 fráköst. Einn allra besti maður vallarins var hins vegar Ægir Þór Steinarsson sem auk 8 stig og 8 stoðsendinga hélt aðalstjörnu Njarðvíkurliðsins, Elvari Má Friðrikssyni, í 8 stigum og 14 prósent skotnýtingu. Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Bára Margir úr Stjörnuliðinu í fyrra fá nú tækifæri til að verða bikarmeistarar annað árið í röð. Hlynur Elías Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru áfram í lykilhlutverkum og þeir Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson eru líka áfram að skila mikilvægum mínútum. Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Ágúst Angantýsson voru líka með í bikarúrslitunum í fyrra. Það eru aftur á móti nýir erlendir leikmenn hjá Stjörnunni, því þeir Urald King, Nikolas Tomsick og Kyle Johnson eru á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum. Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson kom síðan til liðsins um áramótin.Stjarnan í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni: 2009 - Bikarúrslit - 78-76 sigur á KR 2013 - Bikarúrslit - 91-79 sigur á Grindavík 2015 - Bikarúrslit - 85-83 sigur á KR 2019 - Undanúrslit - 87-73 sigur á ÍR 2019 - Bikarúrslit - 84-68 sigur á Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Stjörnumenn mæta í kvöld í Laugardalshöllina og eiga góða möguleika á því að halda þar áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitum. Leikurinn á móti Tindastól í Höllinni í kvöld verður sjötti leikur Stjörnunnar í bikarúrslitum í Höllinni og hinir fimm hafa allir unnist. Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrra og er á toppi Domino´s deildarinnar í dag. Liðið vann fimmtán leiki í röð þar til að liðið steinlá í síðasta leik á móti Val. Undanúrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls hefst klukkan 20.15 en á undan (Kl. 17.30) spila Grindavík og Fjölnir hinn undanúrslitaleikinn.Fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnumanna var fyrir ellefu árum síðan og þar innu Garðbæingar einn óvæntasta sigurinn í sögu bikarúrslitanna. Stjarnan vann þá 78-76 sigur á stórstjörnuliði KR-inga sem var meðal annars með þá Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson á toppi síns ferils. Jovan Zdravevski var þá atkvæðamestur í Stjörnuliðinu með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Justin Shouse bætti við 22 stigum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli Kjartansson, núverandi umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds skoraði 11 stig í úrslitaleiknum eins og Fannar Freyr Helgason sem var líka með 19 fráköst. Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni.Mynd/Daníel Fjórum árum síðar komust Stjörnumenn aftur í bikarúrslitin og unnu þá tólf stiga sigur á Grindavík, 91-79. Jarrid Frye var þa langstigahæstur með 32 stig, Brian Mills skoraði 17 stig og svo voru þeir Jovan Zdravevski (15 stig) og Justin Shouse (14 stig og 9 stoðsendingar) áfram í stórum hlutverkum.Stjarnan vann síðan aftur tveggja stiga sigur á KR þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Justin Shouse náði þar að verða bikarmeistari með Stjörnunni í þriðja sinn en hann var með 19 stig og 10 stoðsendingar í bikaúrslitaleiknum. Jeremy Atkinson var hins vegar atkvæðamestur með 31 stig og 9 fráköst en Dagur Kár Jónsson skoraði síðan 14 stig.Stjörnumenn geta nú leikið eftir afrek sitt síðan í fyrra sem var í fyrsta sinn sem þeir komust í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni síðan að undanúrslitaleikirnir urðu hluti af bikarúrslitunum. Stjarnan vann þá fjórtán stiga sigur á ÍR-ingum í undanúrslitunum og lék sér síðan að Njarðvíkurliðinu í bikarúrslitaleiknum sem Stjarnan vann 84-68. Brandon Rozzell var með 30 stig í bikarúrslitaleiknum og Hlynur Elías Bæringsson bauð upp á 13 stig og 14 fráköst. Einn allra besti maður vallarins var hins vegar Ægir Þór Steinarsson sem auk 8 stig og 8 stoðsendinga hélt aðalstjörnu Njarðvíkurliðsins, Elvari Má Friðrikssyni, í 8 stigum og 14 prósent skotnýtingu. Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Bára Margir úr Stjörnuliðinu í fyrra fá nú tækifæri til að verða bikarmeistarar annað árið í röð. Hlynur Elías Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru áfram í lykilhlutverkum og þeir Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson eru líka áfram að skila mikilvægum mínútum. Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Ágúst Angantýsson voru líka með í bikarúrslitunum í fyrra. Það eru aftur á móti nýir erlendir leikmenn hjá Stjörnunni, því þeir Urald King, Nikolas Tomsick og Kyle Johnson eru á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum. Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson kom síðan til liðsins um áramótin.Stjarnan í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni: 2009 - Bikarúrslit - 78-76 sigur á KR 2013 - Bikarúrslit - 91-79 sigur á Grindavík 2015 - Bikarúrslit - 85-83 sigur á KR 2019 - Undanúrslit - 87-73 sigur á ÍR 2019 - Bikarúrslit - 84-68 sigur á Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira