„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2020 08:19 Þorsteinn Víglundsson starfar í dag sem forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins en var áður þingmaður og varaformaður Viðreisnar. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. Hann segir innistæðulausar launahækkanir nú muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Áhyggjuefni sé að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þorsteins í Fréttablaðinu í dag. Forsendunefnd lífskjarasamninganna, sem skipuð er þremur fulltrúum Alþýðusambands Íslands og þremur fulltrúum atvinnurekenda, hefur fundað einu sinni og mun funda aftur í dag. Hún sker úr um það hvort forsendur samninganna hafa haldið eða ekki. Vilja ekki segja upp samningum vegna forsendubrests Tvær af forsendum samninganna hafa haldið, vextir lækkað og kaupmáttur aukist, en dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Að því er fram kom í Speglinum í gær á forsendunefndin enn eftir að leggja mat á loforð ríkisstjórnarinnar en óljóst er hvort nefndin kemst að niðurstöðu í dag eða á morgun. Það liggur fyrir að atvinnurekendur telja enga innistæðu fyrir launahækkunum. Á móti vill verkalýðshreyfingin ekki segja upp samningunum vegna forsendubrests. Þorsteinn segir í grein sinni að augljóst sé að forsendur samninganna séu brostnar. „Við gerð þeirra var spáð samfelldu hagvaxtarskeiði út samningstímann, að gengi krónunnar héldist stöðugt og verðbólga lág. Spyrja má út frá íslenskri hagsögu hversu raunhæfar þær forsendur voru en í það minnsta er veruleikinn sem blasir við íslensku atvinnulíf i allt annar. Við erum stödd í einu mesta samdráttarskeiði frá upphaf i mælinga. Gengi krónunnar hefur fallið um fimmtung á einu ári, atvinnuleysi stefnir í 10 prósent og verðbólgan er komin af stað á ný. Ljóst er að veturinn verður harður,“ segir hann. Það sem mestu skipti fyrir forsendur kjarasamninga sé að atvinnulífið ráði við þær launahækkanir sem samið hafi verið um. Frá undirritun lífskjarasamninganna í fyrra.Vísir/Vilhelm Ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ „Ella er hætt við því að verðbólga eða atvinnuleysi aukist, eða hvoru tveggja. Þetta er ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ líkt og gjarnan er haldið fram í tilfinningaþrunginni orðræðu nýrrar forystu ASÍ. Þetta eru einfaldar efnahagslegar staðreyndir. Staðreyndir sem viðurkenndar eru af verkalýðshreyfingu á öllum Norðurlöndunum nema hér. Staðreyndir sem við höfum ítrekað sannreynt hér á landi,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á söguna í þessu samhengi, kreppuna í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og hrunsins 2008, og rekur hvernig aðilar vinnumarkaðarins hafi í báðum þessum efnahagslægðum tekið höndum saman og leitað sameiginlega að lausnum. Gott samstarf á vinnumarkaði á vinnumarkaði hafi ekki verið mikilvægara um árabil en einmitt nú: „Við erum að glíma við djúpa og alvarlega kreppu sem vafalítið mun fylgja okkur þar til kórónaveirufaraldurinn hefur gengið yfir. Þótt margt sé jákvætt í íslensku efnahagslíf i til lengri tíma litið er ljóst að það mun taka okkur nokkurn tíma að vinna okkur út úr þessari stöðu. Innistæðulausar launahækkanir ofan í þessa kreppu munu aðeins auka á vandann. Sú orðræða sem heyrst hefur frá verkalýðshreyfingunni, að launahækkanir nú muni auka kaupmátt og draga okkur upp úr kreppu, minnir um margt á orðræðuna á vinnumarkaði fyrir Þjóðarsátt þar sem stjórnlausar víxlhækkanir launa og verðlags leiddu til óðaverðbólgu og efnahagslegrar stöðnunar. Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Það þarf að leita annarra leiða. Gott samstarf á vinnumarkaði hefur ekki verið mikilvægara um árabil. Það er áhyggjuefni að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn,“ segir í grein Þorsteins sem lesa má í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. Hann segir innistæðulausar launahækkanir nú muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Áhyggjuefni sé að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þorsteins í Fréttablaðinu í dag. Forsendunefnd lífskjarasamninganna, sem skipuð er þremur fulltrúum Alþýðusambands Íslands og þremur fulltrúum atvinnurekenda, hefur fundað einu sinni og mun funda aftur í dag. Hún sker úr um það hvort forsendur samninganna hafa haldið eða ekki. Vilja ekki segja upp samningum vegna forsendubrests Tvær af forsendum samninganna hafa haldið, vextir lækkað og kaupmáttur aukist, en dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Að því er fram kom í Speglinum í gær á forsendunefndin enn eftir að leggja mat á loforð ríkisstjórnarinnar en óljóst er hvort nefndin kemst að niðurstöðu í dag eða á morgun. Það liggur fyrir að atvinnurekendur telja enga innistæðu fyrir launahækkunum. Á móti vill verkalýðshreyfingin ekki segja upp samningunum vegna forsendubrests. Þorsteinn segir í grein sinni að augljóst sé að forsendur samninganna séu brostnar. „Við gerð þeirra var spáð samfelldu hagvaxtarskeiði út samningstímann, að gengi krónunnar héldist stöðugt og verðbólga lág. Spyrja má út frá íslenskri hagsögu hversu raunhæfar þær forsendur voru en í það minnsta er veruleikinn sem blasir við íslensku atvinnulíf i allt annar. Við erum stödd í einu mesta samdráttarskeiði frá upphaf i mælinga. Gengi krónunnar hefur fallið um fimmtung á einu ári, atvinnuleysi stefnir í 10 prósent og verðbólgan er komin af stað á ný. Ljóst er að veturinn verður harður,“ segir hann. Það sem mestu skipti fyrir forsendur kjarasamninga sé að atvinnulífið ráði við þær launahækkanir sem samið hafi verið um. Frá undirritun lífskjarasamninganna í fyrra.Vísir/Vilhelm Ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ „Ella er hætt við því að verðbólga eða atvinnuleysi aukist, eða hvoru tveggja. Þetta er ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ líkt og gjarnan er haldið fram í tilfinningaþrunginni orðræðu nýrrar forystu ASÍ. Þetta eru einfaldar efnahagslegar staðreyndir. Staðreyndir sem viðurkenndar eru af verkalýðshreyfingu á öllum Norðurlöndunum nema hér. Staðreyndir sem við höfum ítrekað sannreynt hér á landi,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á söguna í þessu samhengi, kreppuna í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og hrunsins 2008, og rekur hvernig aðilar vinnumarkaðarins hafi í báðum þessum efnahagslægðum tekið höndum saman og leitað sameiginlega að lausnum. Gott samstarf á vinnumarkaði á vinnumarkaði hafi ekki verið mikilvægara um árabil en einmitt nú: „Við erum að glíma við djúpa og alvarlega kreppu sem vafalítið mun fylgja okkur þar til kórónaveirufaraldurinn hefur gengið yfir. Þótt margt sé jákvætt í íslensku efnahagslíf i til lengri tíma litið er ljóst að það mun taka okkur nokkurn tíma að vinna okkur út úr þessari stöðu. Innistæðulausar launahækkanir ofan í þessa kreppu munu aðeins auka á vandann. Sú orðræða sem heyrst hefur frá verkalýðshreyfingunni, að launahækkanir nú muni auka kaupmátt og draga okkur upp úr kreppu, minnir um margt á orðræðuna á vinnumarkaði fyrir Þjóðarsátt þar sem stjórnlausar víxlhækkanir launa og verðlags leiddu til óðaverðbólgu og efnahagslegrar stöðnunar. Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Það þarf að leita annarra leiða. Gott samstarf á vinnumarkaði hefur ekki verið mikilvægara um árabil. Það er áhyggjuefni að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn,“ segir í grein Þorsteins sem lesa má í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira