Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2020 11:38 Barrett, sem er heittrúaður kaþólikki, hefur fullyrt að hún muni ekki láta persónulegar trúarskoðanir sínar hafa áhrif á hvernig hún túlkar stjórnarskrá Bandaríkjanna sem hæstaréttardómari. AP/Alex Brandon Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. Stjórnendur hópsins neita að staðfesta hvort að Barrett og eiginmaður hennar séu félagar eða ekki. Trump forseti og aðrir repúblikanar hafa sakað demókrata um fordóma gegn kaþólikkum vegna þeirrar athygli sem trúarskoðanir Barrett hafa fengið í kringum tilnefningu hennar, fyrst sem áfrýjunardómara árið 2017 og nú sem æviskipað hæstaréttardómara. Barrett er strangtrúaður kaþólikki og andsnúin rétti kvenna til þungunarrofs. Við Notre Dame-háskólann þar sem Barrett var lagaprófessor tilheyrði hún hópi sem kallaði sig „Háskóladeild hlynnt lífi“ og skrifaði undir bréf til kaþólskra biskupa um „gildi mannlegs lífs frá getnaði til náttúrulegs dauða“ árið 2015. AP-fréttastofan segir nú frá því að Barrett hafi náin tengsl við kristinn trúarhóp sem nefnir sig „Lofsöngsfólkið“ [e. People of Praise]. Á meðal kennisetninga hópsins er að karlmenn séu skipaðir af guði sem „höfuð“ fjölskyldunnar og trúarinnar. Konum beri að vera eiginmönnum sínum undirgefnar, að sögn fyrrverandi félaga í hópnum. Lofsöngsfólkið er sagt byggja á kaþólskum grunni undir áhrifum frá hvítasunnusöfnuðum. Hópurinn leggi áherslu á persónulegt samband félaga við Jesús. Félagar eigi það til að tala í tungum. Mynd sem birtist af Barrett í tímariti Lofsöngsfólksins árið 2016. Hún var þá stödd á leiðtogaráðstefnu hópsins fyrir konur. Barrett hefur ekki tjáð sig um aðild sína að hópnum og talsmaður hans vill ekki staðfesta hvort hún sé félagi.AP/Lofsöngsfólkið Útskúfa fyrri félögum og ráðskast með líf fólks Talsmaður Lofsöngsfólksins vildi ekki staðfesta við AP að Barrett væri félagi. Náin tengsl hennar við hópinn benda þó til þess að hún tilheyri honum. Fjölskylda Barrett hefur rík tengsl við Lofsöngsfólkið og hún var sjálf stjórnarmaður í skóla á vegum hópsins árið 2017. Aðeins félagar í hópnum sitja í stjórn skólans. Tímarit um innra starf trúarhópsins hefur birt myndir og tilkynningar og minnst á Barrett og eiginmann hennar, Jesse, ítrekað undanfarin fimmtán ár. Fjölskylda eiginmanns hennar hefur verið virk í starfi hópsins í fjóra áratugi. AP segir að öll tölublöð tímaritsins hafi verið fjarlægð af vefsíðu hópsins á föstudag. Núverandi félagar sem AP ræddi við segja hópinn misskilinn. Hann gangi út á að byggja upp samfélag og sé einhvers konar „fjölskylda fjölskyldna“ sem veiti hver annarri stuðning í gegnum lífið. Aðrir sem hafa sagt skilið við hópinn draga upp dekkri mynd af honum. Innan hans ríki stíf stigskipting og alræðishyggja þar sem eiginmenn drottni yfir eiginkonum sínum og leiðtogar hópsins ráðskist til um líf félaga. Þeir sem yfirgefi hópinn séu útskúfaðir. Hæstiréttur tæki skarpa hægribeygju Barrett gat þess ekki að hún væri félagi í hópnum þegar hún var tilnefnd sem alríkisdómari árið 2017. Hún brást ekki við spurningum AP eða beiðnum um viðtal. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings ætla sér að staðfesta Barrett í embætti fyrir kjördag. Búist er við því að umfjöllun dómsmálanefndar hennar um tilnefninguna hefjist um miðjan október og taki innan við viku. Íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna kæmust í afgerandi meirihluta með skipan Barrett. Þeir væru þá sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Líklegt er að skipan Barrett, sem er aðeins 48 ára gömul, sveigði hugmyndafræði réttarins verulega til hægri til næstu áratuganna. Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. Stjórnendur hópsins neita að staðfesta hvort að Barrett og eiginmaður hennar séu félagar eða ekki. Trump forseti og aðrir repúblikanar hafa sakað demókrata um fordóma gegn kaþólikkum vegna þeirrar athygli sem trúarskoðanir Barrett hafa fengið í kringum tilnefningu hennar, fyrst sem áfrýjunardómara árið 2017 og nú sem æviskipað hæstaréttardómara. Barrett er strangtrúaður kaþólikki og andsnúin rétti kvenna til þungunarrofs. Við Notre Dame-háskólann þar sem Barrett var lagaprófessor tilheyrði hún hópi sem kallaði sig „Háskóladeild hlynnt lífi“ og skrifaði undir bréf til kaþólskra biskupa um „gildi mannlegs lífs frá getnaði til náttúrulegs dauða“ árið 2015. AP-fréttastofan segir nú frá því að Barrett hafi náin tengsl við kristinn trúarhóp sem nefnir sig „Lofsöngsfólkið“ [e. People of Praise]. Á meðal kennisetninga hópsins er að karlmenn séu skipaðir af guði sem „höfuð“ fjölskyldunnar og trúarinnar. Konum beri að vera eiginmönnum sínum undirgefnar, að sögn fyrrverandi félaga í hópnum. Lofsöngsfólkið er sagt byggja á kaþólskum grunni undir áhrifum frá hvítasunnusöfnuðum. Hópurinn leggi áherslu á persónulegt samband félaga við Jesús. Félagar eigi það til að tala í tungum. Mynd sem birtist af Barrett í tímariti Lofsöngsfólksins árið 2016. Hún var þá stödd á leiðtogaráðstefnu hópsins fyrir konur. Barrett hefur ekki tjáð sig um aðild sína að hópnum og talsmaður hans vill ekki staðfesta hvort hún sé félagi.AP/Lofsöngsfólkið Útskúfa fyrri félögum og ráðskast með líf fólks Talsmaður Lofsöngsfólksins vildi ekki staðfesta við AP að Barrett væri félagi. Náin tengsl hennar við hópinn benda þó til þess að hún tilheyri honum. Fjölskylda Barrett hefur rík tengsl við Lofsöngsfólkið og hún var sjálf stjórnarmaður í skóla á vegum hópsins árið 2017. Aðeins félagar í hópnum sitja í stjórn skólans. Tímarit um innra starf trúarhópsins hefur birt myndir og tilkynningar og minnst á Barrett og eiginmann hennar, Jesse, ítrekað undanfarin fimmtán ár. Fjölskylda eiginmanns hennar hefur verið virk í starfi hópsins í fjóra áratugi. AP segir að öll tölublöð tímaritsins hafi verið fjarlægð af vefsíðu hópsins á föstudag. Núverandi félagar sem AP ræddi við segja hópinn misskilinn. Hann gangi út á að byggja upp samfélag og sé einhvers konar „fjölskylda fjölskyldna“ sem veiti hver annarri stuðning í gegnum lífið. Aðrir sem hafa sagt skilið við hópinn draga upp dekkri mynd af honum. Innan hans ríki stíf stigskipting og alræðishyggja þar sem eiginmenn drottni yfir eiginkonum sínum og leiðtogar hópsins ráðskist til um líf félaga. Þeir sem yfirgefi hópinn séu útskúfaðir. Hæstiréttur tæki skarpa hægribeygju Barrett gat þess ekki að hún væri félagi í hópnum þegar hún var tilnefnd sem alríkisdómari árið 2017. Hún brást ekki við spurningum AP eða beiðnum um viðtal. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings ætla sér að staðfesta Barrett í embætti fyrir kjördag. Búist er við því að umfjöllun dómsmálanefndar hennar um tilnefninguna hefjist um miðjan október og taki innan við viku. Íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna kæmust í afgerandi meirihluta með skipan Barrett. Þeir væru þá sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Líklegt er að skipan Barrett, sem er aðeins 48 ára gömul, sveigði hugmyndafræði réttarins verulega til hægri til næstu áratuganna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06
Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09