Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík 2022 í stað 2020 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 08:59 Juliette Binoche tekur hér við heiðursverðlaunum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar á verðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Clemens Bilan - Pool/ Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem halda átti í Reykjavík í desember verður haldin rafrænt og án áhorfenda í Berlín þann 12. desember næstkomandi. Í staðinn verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Reykjavík í desember árið 2022. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópsku kvikmyndaakademíunni en ákvörðunin er tekin í ljósi kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin í fullu og góðu samráði við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, og Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Venju samkvæmt mun hátíðin fara fram í Berlín á næsta ári þar sem hún er haldin annað hvert ár og hitt árið er hún svo haldin í einhverri evrópskri borg, líkt og átti að gera í ár. Í tilkynningunni segir að kórónuveirufaraldurinn hafi mikil áhrif á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin líkt og aðra viðburði um heim allan. Þannig verða tilnefningar til verðlaunanna einnig tilkynntar rafrænt og þá vinnur Evrópska kvikmyndaakademían að því að halda viðburði rafrænt í tengslum við verðlaunahátíðina sjálfa. Haft er eftir Mike Downey, formanni Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að ákvörðunin um að halda hátíðina rafrænt hafi ekki verið auðveld. Hann vonist hins vegar til þess að það verði að halda enn betri viðburð á Íslandi árið 2022 þegar heimurinn hafi vonandi sigrast á Covid-19. Undir þetta taka bæði Lilja og Dagur í tilkynningunni. „Við erum bjartsýn og spennt að vinna með Evrópsku kvikmyndaakademíunni að skipulagningu verðlaunahátíðarinnar árið 2022 og vonumst til að sjá ykkur öll í Reykjavík eftir tvö ár,“ segir Lilja. „Þetta er eina skynsamlega ákvörðunin sem hægt er að taka á þessum tímapunkti. Að tveimur árum liðnum höfum við vonandi sigrast á veirunni og það verður bara meira spennandi að halda þennan frábæra viðburð í Hörpu, okkar fallegu tónlistar- og ráðstefnuhöll,” segir Dagur. Bíó og sjónvarp Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem halda átti í Reykjavík í desember verður haldin rafrænt og án áhorfenda í Berlín þann 12. desember næstkomandi. Í staðinn verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Reykjavík í desember árið 2022. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópsku kvikmyndaakademíunni en ákvörðunin er tekin í ljósi kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin í fullu og góðu samráði við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, og Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Venju samkvæmt mun hátíðin fara fram í Berlín á næsta ári þar sem hún er haldin annað hvert ár og hitt árið er hún svo haldin í einhverri evrópskri borg, líkt og átti að gera í ár. Í tilkynningunni segir að kórónuveirufaraldurinn hafi mikil áhrif á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin líkt og aðra viðburði um heim allan. Þannig verða tilnefningar til verðlaunanna einnig tilkynntar rafrænt og þá vinnur Evrópska kvikmyndaakademían að því að halda viðburði rafrænt í tengslum við verðlaunahátíðina sjálfa. Haft er eftir Mike Downey, formanni Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að ákvörðunin um að halda hátíðina rafrænt hafi ekki verið auðveld. Hann vonist hins vegar til þess að það verði að halda enn betri viðburð á Íslandi árið 2022 þegar heimurinn hafi vonandi sigrast á Covid-19. Undir þetta taka bæði Lilja og Dagur í tilkynningunni. „Við erum bjartsýn og spennt að vinna með Evrópsku kvikmyndaakademíunni að skipulagningu verðlaunahátíðarinnar árið 2022 og vonumst til að sjá ykkur öll í Reykjavík eftir tvö ár,“ segir Lilja. „Þetta er eina skynsamlega ákvörðunin sem hægt er að taka á þessum tímapunkti. Að tveimur árum liðnum höfum við vonandi sigrast á veirunni og það verður bara meira spennandi að halda þennan frábæra viðburð í Hörpu, okkar fallegu tónlistar- og ráðstefnuhöll,” segir Dagur.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira