Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 21:04 Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar sem tekin er á Holtavörðuheiði klukkan 20:50 í kvöld. Heiðinni var lokað á áttunda tímanum. SKjáskot/vegagerðin Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. Flughálka er á Örlygshafnarvegi, Dynjandisheiði, á Strandavegi sem og á nokkrum öðrum fáfarnari leiðum. Snjóþekja er á Hálfdán og á Bjarnafjarðarhálsi en krapi á Kleifaheiði og á Þröskuldum annars víðast hvar hálka eða hálkublettir. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og búist er við versnandi veðri þegar líður á daginn. Töluverður vindur er orðinn á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Suðausturlandi og eins á Tröllaskaga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 1, 2020 Þegar var tekið að hvessa talsvert á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Suðausturlandi og á Tröllaskaga um sexleytið í dag. Gular stormviðvaranir eru í gildi fram eftir kvöldi en Veðurstofa varar við suðvestan hvassviðri eða stormi með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestantil í dag. „Norðan rok úti fyrir Norðurlandi á morgun og fimmtudag. Há sjávarstaða, ölduhæð og áhlaðandi getur skapað mikinn ágang við ströndina sunnan- og suðvestanlands í dag, en á Norðurlandi á morgun og fimmtudag. Útlit fyrir norðan hvassviðri eða storm á morgun með snjókomu á norðurhelmingi landsins og jafnvel stórhríð á köflum norðanlands. Kólnar í veðri. Svipuð norðanátt áfram á fimmtudag og lægir ekki svo um munar fyrr en eftir hádegi á föstudag,“ segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Mjög hvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum í kvöld, hvar björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna lausamuna, þakklæðninga og jólaskrauts sem hefur fokið í hvassviðrinu. Veður Samgöngur Tengdar fréttir Þakklæðningar, lausamunir og jólaskraut á flugi Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hafa verið kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld vegna foktjóns. 1. desember 2020 20:01 Gular viðvaranir ná nú yfir nær allt landið Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir nær allt landið frá klukkan 18 á morgun til hádegis á fimmtudag. Norðan hvassviðri eða stormur tekur við suðvestan stormi sem nú lemur stóran hluta landsins. 1. desember 2020 14:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Flughálka er á Örlygshafnarvegi, Dynjandisheiði, á Strandavegi sem og á nokkrum öðrum fáfarnari leiðum. Snjóþekja er á Hálfdán og á Bjarnafjarðarhálsi en krapi á Kleifaheiði og á Þröskuldum annars víðast hvar hálka eða hálkublettir. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og búist er við versnandi veðri þegar líður á daginn. Töluverður vindur er orðinn á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Suðausturlandi og eins á Tröllaskaga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 1, 2020 Þegar var tekið að hvessa talsvert á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Suðausturlandi og á Tröllaskaga um sexleytið í dag. Gular stormviðvaranir eru í gildi fram eftir kvöldi en Veðurstofa varar við suðvestan hvassviðri eða stormi með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestantil í dag. „Norðan rok úti fyrir Norðurlandi á morgun og fimmtudag. Há sjávarstaða, ölduhæð og áhlaðandi getur skapað mikinn ágang við ströndina sunnan- og suðvestanlands í dag, en á Norðurlandi á morgun og fimmtudag. Útlit fyrir norðan hvassviðri eða storm á morgun með snjókomu á norðurhelmingi landsins og jafnvel stórhríð á köflum norðanlands. Kólnar í veðri. Svipuð norðanátt áfram á fimmtudag og lægir ekki svo um munar fyrr en eftir hádegi á föstudag,“ segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Mjög hvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum í kvöld, hvar björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna lausamuna, þakklæðninga og jólaskrauts sem hefur fokið í hvassviðrinu.
Veður Samgöngur Tengdar fréttir Þakklæðningar, lausamunir og jólaskraut á flugi Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hafa verið kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld vegna foktjóns. 1. desember 2020 20:01 Gular viðvaranir ná nú yfir nær allt landið Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir nær allt landið frá klukkan 18 á morgun til hádegis á fimmtudag. Norðan hvassviðri eða stormur tekur við suðvestan stormi sem nú lemur stóran hluta landsins. 1. desember 2020 14:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Þakklæðningar, lausamunir og jólaskraut á flugi Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hafa verið kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld vegna foktjóns. 1. desember 2020 20:01
Gular viðvaranir ná nú yfir nær allt landið Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir nær allt landið frá klukkan 18 á morgun til hádegis á fimmtudag. Norðan hvassviðri eða stormur tekur við suðvestan stormi sem nú lemur stóran hluta landsins. 1. desember 2020 14:21