„Miklu að tapa ef fyrirtæki eru of sein og missa af lestinni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. desember 2020 07:01 Þóra Rut Jónsdóttir er sérfræðingur í sjálfbærni og starfar á mannauðssviði Advania. Vísir/Vilhelm „Ef ég ætti að ráðleggja fyrirtækjum sem eru að innleiða samfélagsábyrgð eða sjálfbærni í starfsemina, þá væri það að leita leiða til þess að horfa á þetta sem tækifæri til úrbóta en ekki kvöð. Spyrja spurninga eins og hvort að hægt sé að ná sömu niðurstöðu á umhverfisvænni máta? Hvort að þetta feli í sér ný viðskiptatækifæri? Eða nýja leið til að ná hagræðingu?“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í sjálfbærni hjá Advania. Þóra hvetur fyrirtæki til að skoða hagstæðar leiðir og ekki óttast að þær séu ekki til. „Eitt af því sem að vefst eflaust mikið fyrir fólki og kannski hindrar að þau fari í þessa vinnu hjá fyrirtækjum er að þau telji að þetta sé of dýrt eða of flókið. Ég myndi ráðleggja þeim að byrja á því að rannsaka hvað önnur fyrirtæki í sama geira eru að gera, þá bæði hérlendis og erlendis,“ segir Þóra. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um breytt rekstrarumhverfi fyrirtækja í ljósi sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar Í þessari þriðju grein af þremur fáum við dæmi um það hvernig fyrirtækið Advania hefur innleitt CSR (Corporate social responsibility) hjá sér. Sjálfbærni að taka við samfélagslegri ábyrgð Að sögn Þóru hefur CSR verið skilgreint á ýmsa vegu en í stuttu máli segir hún CSR snúast um þá ábyrgð sem fyrirtæki ber gagnvart því samfélagi sem það starfar í. Þannig sé CSR í raun samantekt á því hvað fyrirtæki eru að gera í félagslegum- og umhverfismálum. Sem dæmi megi nefna jafnréttismál og hvernig fyrirtæki flokka sorp. Þóra segir hugtakið sjálfbærni þó vera að taka við því það hugtak tengi saman grunnstarfsemi fyrirtækja og þá hugsun að búa til virði til langs tíma. Það þýðir að fyrirtæki fari að greina hvaða áhrif starfsemin hefur á umhverfið, félagslega þætti, menningarlega þætti, siðferði og rekstur. Sjálfbærni býr þannig til hvata til þess að skoða heildina, ekki eingöngu þá hluti sem fyrirtækið er að gera vel heldur einnig hvað má betur fara og hvaða tækifæri eru til staðar,“ segir Þóra og bætir við: „Þetta er nefnilega ekki lengur spurning um hvort við þurfum að fara að huga að þessum málum heldur hversu fljótt og hversu mikið, þannig það er engu að tapa að byrja strax en frekar miklu að tapa ef fyrirtæki eru of sein og missa af lestinni.“ Þóra Rut segir fyrirtæki ekki eiga að hræðast að innleiða hjá sér stefnu um samfélagslega ábyrgð eða sjálfbærni. Þar þurfi ekki að finna hjólið upp á nýtt því margar hagstæðar lausnir séu til og verkefninu fylgja líka tækifæri til úrbóta og hagræðinga.Vísir/Vilhelm Dæmi um innleiðingu hjá fyrirtæki Þóra segir að í fyrstu hafi Advania stigið nokkur smærri skref. Til dæmis að minnka einnota búnað, flokka sorp, draga úr matarsóun, setja upp reiðhjólaaðstöðu fyrir starfsfólk og fleira. Þá var stigið það skref að gera samgöngusamninga við starfsfólk til að hvetja starfsfólk til að velja annan ferðamáta en einkabílinn. Loks var þó ákveðið að taka verkefnið alla leið. „Í fyrra settum við okkur svo heildstæða sjálfbærnistefnu, byggða á þeim heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem við erum að vinna að og UN Global Compact. Við gáfum einnig út okkar fyrstu sjálfbærniskýrslu á árinu. Auk þess að setja stefnuna á blað hefur verið farið í ýmiskonar aðgerðir tengdar stefnunni og þar má nefna aukna áherslu á rafmagnsbíla, uppsetning hraðhleðslustöðva, starfsfólki boðið að vinna 40% af tímanum heima við, aukin áhersla á jafnréttismál í heild og aukið samstarf, við urðum t.d. meðlimir í Festu, jafnvægisvog FKA og nú í síðustu viku skrifuðum við undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar,“ segir Þóra. Að sögn Þóru er sjálfbærnisstefnu Advania skipt í þrjá kafla: Advania sem vinnustaður: Þessi kafli nær yfir hvernig vinnustaður við viljum vera, hvernig við erum að huga að jafnréttismálum og hvernig við stöndum í umhverfismálum. Viðskiptavinir: Þessi kafli fjallar um hvernig við hugum að upplýsingaöryggi, samstarfi, hlutverki stafrænnar þróunar í loftslagsbaráttunni og hvernig við viljum hjálpa viðskiptavinunum okkar að beita tækninni til þess að auka skilvirkni og verða umhverfisvænni. Aðfangakeðjan: þessi síðasti kafli fjallar svo um hvernig við erum að vinna með birgjunum okkar til þess að bregðast við vandamálum í aðfangakeðjunni og hvernig þeir eru að vinna t.d. í mannréttindum, vinnuréttindum, umhverfismálum og aðgerðum gegn spillingu með sínum birgjum. Þóra segir að með því að skipta stefnunni í ofangreinda kafla, sjái þau betur hvar og hvernig fyrirtækið stendur gagnvart starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum. Þá sé einnig auðveldara að greina hvar fyrirtækið getur bætt sig. „Í sjálfbærniskýrslunni tókum við saman mælikvarða undir hverjum kafla og bjuggum þannig til grunn sem hægt er að miða við. En það er virkilega mikilvægt að hafa töluleg gögn til þess að gæta mælt árangurinn. Mælingunum höfum við svo haldið áfram út árið og höldum samtalinu uppi m.a. með að skoða árangurinn á starfsmannafundum og öðrum árangursfundum sem haldnir eru ársfjórðungslega,“ segir Þóra en bætir við: Auðvitað hefur Covid sett strik í reikninginn hjá okkur eins og öðrum en þó á jákvæðan hátt ef við horfum á kolefnissporið, við höfum til dæmis náð frábærum árangri í að minnka flugferðir í ár.“ Þá segir hún viðhorfið til verkefnisins innanhús vera eins og vegferð þar sem teymið í heild sinni er að taka ábyrgð á sinni starfsemi í loftlagsbaráttunni. Þar er stuðst við alþjóðleg viðmið, s..s. GHG Protocol, UN Global Compact og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þóra segir að eitt af því sem verkefnið hafi skilað sé að fyrirtækið sé nú farið að skoða hluta af rekstrinum, sem hingað til hafi verið svolítið falinn. Hún nefnir sem dæmi sorphirðu, vatnsnotkun og rafmagnsnotkun. „En til þess að reikna kolefnissporið þarf að grafa ofan í þessi gögn og þannig fá fyrirtæki meiri yfirsýn og geta séð möguleg tækifæri til úrbóta í þessum hluta. Það eru gríðarlega mikil tækifæri til úrbóta hjá okkur og við erum hvergi nærri komin á leiðarenda í sjálfbærnimálum, en trúum því að með stöðugum umbótum og að halda áfram samstarfi og miðlun á þekkingu komumst við nær honum,“ segir Þóra. En hvernig geta fyrirtæki byrjað og tekið sín fyrstu skref? „Það er alveg óþarfi að reyna að finna upp hjólið í þessum málum. Það eru til svo mikið af flottum lausnum, félögum og bestu starfsvenjur fara einnig eftir því hvernig starfseminni er háttað. Fyrsta skrefið er að rannsaka og taka svo upplýsta ákvörðun um hvar er best að byrja. En fljótlega ættu fyrirtæki að fara að huga því hvernig þau geta byrjað að mæla kolefnisspor sitt og fá þannig hugmynd um hvar þau standa, fara svo í það að upplýsa og byrja að minnka,“ segir Þóra. Þóra segir mikla grósku og þekkingu hafa orðið til síðustu árin og að hennar reynsla sé sú að fólk sé mjög jákvætt fyrir því að deila þekkingu sín á milli. „Allir þeir sem að ég hef leitað til hafa verið virkilega jákvæðir og tilbúnir að taka spjallið og viljugir að deila reynslunni sinni. Það eru að verða til sí fleiri þekkingarfyrirtæki hérlendis sem sérhæfa sig í sjálfbærni og er hægt að leita til þeirra einnig,“ segir Þóra og bætir við: „Ef við ætlum að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þurfum við að fara heldur betur að spýta í lófanna og það á við um einstaklinga, opinberar stofnanir og fyrirtæki líka.“ Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Góðu ráðin Umhverfismál Tengdar fréttir Covid setti alþjóðlegar áskoranir á stera „Ef öll fyrirtæki, bankar, tryggingaraðilar og fjárfestar aðlaga viðskiptamódel sitt að sjálfbærni, þá er hægt að umbreyta hættunni sem steðjar að í mun bjartari framtíðri,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu. 2. desember 2020 12:00 Fjölskyldur og samstarfsfólk sem tengjast stjórnmálum „áhættusamir“ viðskiptavinir „Undanfarin ár hafa þannig verið gerðar talsvert auknar kröfur til fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þessar kröfur eiga ekki síður við ýmis lítil og meðalstór fyrirtæki, en margir átta sig ekki á til hversu víðtækra starfsemi kröfurnar ná til,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Nátthrafns. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Ef ég ætti að ráðleggja fyrirtækjum sem eru að innleiða samfélagsábyrgð eða sjálfbærni í starfsemina, þá væri það að leita leiða til þess að horfa á þetta sem tækifæri til úrbóta en ekki kvöð. Spyrja spurninga eins og hvort að hægt sé að ná sömu niðurstöðu á umhverfisvænni máta? Hvort að þetta feli í sér ný viðskiptatækifæri? Eða nýja leið til að ná hagræðingu?“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í sjálfbærni hjá Advania. Þóra hvetur fyrirtæki til að skoða hagstæðar leiðir og ekki óttast að þær séu ekki til. „Eitt af því sem að vefst eflaust mikið fyrir fólki og kannski hindrar að þau fari í þessa vinnu hjá fyrirtækjum er að þau telji að þetta sé of dýrt eða of flókið. Ég myndi ráðleggja þeim að byrja á því að rannsaka hvað önnur fyrirtæki í sama geira eru að gera, þá bæði hérlendis og erlendis,“ segir Þóra. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um breytt rekstrarumhverfi fyrirtækja í ljósi sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar Í þessari þriðju grein af þremur fáum við dæmi um það hvernig fyrirtækið Advania hefur innleitt CSR (Corporate social responsibility) hjá sér. Sjálfbærni að taka við samfélagslegri ábyrgð Að sögn Þóru hefur CSR verið skilgreint á ýmsa vegu en í stuttu máli segir hún CSR snúast um þá ábyrgð sem fyrirtæki ber gagnvart því samfélagi sem það starfar í. Þannig sé CSR í raun samantekt á því hvað fyrirtæki eru að gera í félagslegum- og umhverfismálum. Sem dæmi megi nefna jafnréttismál og hvernig fyrirtæki flokka sorp. Þóra segir hugtakið sjálfbærni þó vera að taka við því það hugtak tengi saman grunnstarfsemi fyrirtækja og þá hugsun að búa til virði til langs tíma. Það þýðir að fyrirtæki fari að greina hvaða áhrif starfsemin hefur á umhverfið, félagslega þætti, menningarlega þætti, siðferði og rekstur. Sjálfbærni býr þannig til hvata til þess að skoða heildina, ekki eingöngu þá hluti sem fyrirtækið er að gera vel heldur einnig hvað má betur fara og hvaða tækifæri eru til staðar,“ segir Þóra og bætir við: „Þetta er nefnilega ekki lengur spurning um hvort við þurfum að fara að huga að þessum málum heldur hversu fljótt og hversu mikið, þannig það er engu að tapa að byrja strax en frekar miklu að tapa ef fyrirtæki eru of sein og missa af lestinni.“ Þóra Rut segir fyrirtæki ekki eiga að hræðast að innleiða hjá sér stefnu um samfélagslega ábyrgð eða sjálfbærni. Þar þurfi ekki að finna hjólið upp á nýtt því margar hagstæðar lausnir séu til og verkefninu fylgja líka tækifæri til úrbóta og hagræðinga.Vísir/Vilhelm Dæmi um innleiðingu hjá fyrirtæki Þóra segir að í fyrstu hafi Advania stigið nokkur smærri skref. Til dæmis að minnka einnota búnað, flokka sorp, draga úr matarsóun, setja upp reiðhjólaaðstöðu fyrir starfsfólk og fleira. Þá var stigið það skref að gera samgöngusamninga við starfsfólk til að hvetja starfsfólk til að velja annan ferðamáta en einkabílinn. Loks var þó ákveðið að taka verkefnið alla leið. „Í fyrra settum við okkur svo heildstæða sjálfbærnistefnu, byggða á þeim heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem við erum að vinna að og UN Global Compact. Við gáfum einnig út okkar fyrstu sjálfbærniskýrslu á árinu. Auk þess að setja stefnuna á blað hefur verið farið í ýmiskonar aðgerðir tengdar stefnunni og þar má nefna aukna áherslu á rafmagnsbíla, uppsetning hraðhleðslustöðva, starfsfólki boðið að vinna 40% af tímanum heima við, aukin áhersla á jafnréttismál í heild og aukið samstarf, við urðum t.d. meðlimir í Festu, jafnvægisvog FKA og nú í síðustu viku skrifuðum við undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar,“ segir Þóra. Að sögn Þóru er sjálfbærnisstefnu Advania skipt í þrjá kafla: Advania sem vinnustaður: Þessi kafli nær yfir hvernig vinnustaður við viljum vera, hvernig við erum að huga að jafnréttismálum og hvernig við stöndum í umhverfismálum. Viðskiptavinir: Þessi kafli fjallar um hvernig við hugum að upplýsingaöryggi, samstarfi, hlutverki stafrænnar þróunar í loftslagsbaráttunni og hvernig við viljum hjálpa viðskiptavinunum okkar að beita tækninni til þess að auka skilvirkni og verða umhverfisvænni. Aðfangakeðjan: þessi síðasti kafli fjallar svo um hvernig við erum að vinna með birgjunum okkar til þess að bregðast við vandamálum í aðfangakeðjunni og hvernig þeir eru að vinna t.d. í mannréttindum, vinnuréttindum, umhverfismálum og aðgerðum gegn spillingu með sínum birgjum. Þóra segir að með því að skipta stefnunni í ofangreinda kafla, sjái þau betur hvar og hvernig fyrirtækið stendur gagnvart starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum. Þá sé einnig auðveldara að greina hvar fyrirtækið getur bætt sig. „Í sjálfbærniskýrslunni tókum við saman mælikvarða undir hverjum kafla og bjuggum þannig til grunn sem hægt er að miða við. En það er virkilega mikilvægt að hafa töluleg gögn til þess að gæta mælt árangurinn. Mælingunum höfum við svo haldið áfram út árið og höldum samtalinu uppi m.a. með að skoða árangurinn á starfsmannafundum og öðrum árangursfundum sem haldnir eru ársfjórðungslega,“ segir Þóra en bætir við: Auðvitað hefur Covid sett strik í reikninginn hjá okkur eins og öðrum en þó á jákvæðan hátt ef við horfum á kolefnissporið, við höfum til dæmis náð frábærum árangri í að minnka flugferðir í ár.“ Þá segir hún viðhorfið til verkefnisins innanhús vera eins og vegferð þar sem teymið í heild sinni er að taka ábyrgð á sinni starfsemi í loftlagsbaráttunni. Þar er stuðst við alþjóðleg viðmið, s..s. GHG Protocol, UN Global Compact og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þóra segir að eitt af því sem verkefnið hafi skilað sé að fyrirtækið sé nú farið að skoða hluta af rekstrinum, sem hingað til hafi verið svolítið falinn. Hún nefnir sem dæmi sorphirðu, vatnsnotkun og rafmagnsnotkun. „En til þess að reikna kolefnissporið þarf að grafa ofan í þessi gögn og þannig fá fyrirtæki meiri yfirsýn og geta séð möguleg tækifæri til úrbóta í þessum hluta. Það eru gríðarlega mikil tækifæri til úrbóta hjá okkur og við erum hvergi nærri komin á leiðarenda í sjálfbærnimálum, en trúum því að með stöðugum umbótum og að halda áfram samstarfi og miðlun á þekkingu komumst við nær honum,“ segir Þóra. En hvernig geta fyrirtæki byrjað og tekið sín fyrstu skref? „Það er alveg óþarfi að reyna að finna upp hjólið í þessum málum. Það eru til svo mikið af flottum lausnum, félögum og bestu starfsvenjur fara einnig eftir því hvernig starfseminni er háttað. Fyrsta skrefið er að rannsaka og taka svo upplýsta ákvörðun um hvar er best að byrja. En fljótlega ættu fyrirtæki að fara að huga því hvernig þau geta byrjað að mæla kolefnisspor sitt og fá þannig hugmynd um hvar þau standa, fara svo í það að upplýsa og byrja að minnka,“ segir Þóra. Þóra segir mikla grósku og þekkingu hafa orðið til síðustu árin og að hennar reynsla sé sú að fólk sé mjög jákvætt fyrir því að deila þekkingu sín á milli. „Allir þeir sem að ég hef leitað til hafa verið virkilega jákvæðir og tilbúnir að taka spjallið og viljugir að deila reynslunni sinni. Það eru að verða til sí fleiri þekkingarfyrirtæki hérlendis sem sérhæfa sig í sjálfbærni og er hægt að leita til þeirra einnig,“ segir Þóra og bætir við: „Ef við ætlum að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þurfum við að fara heldur betur að spýta í lófanna og það á við um einstaklinga, opinberar stofnanir og fyrirtæki líka.“
Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Góðu ráðin Umhverfismál Tengdar fréttir Covid setti alþjóðlegar áskoranir á stera „Ef öll fyrirtæki, bankar, tryggingaraðilar og fjárfestar aðlaga viðskiptamódel sitt að sjálfbærni, þá er hægt að umbreyta hættunni sem steðjar að í mun bjartari framtíðri,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu. 2. desember 2020 12:00 Fjölskyldur og samstarfsfólk sem tengjast stjórnmálum „áhættusamir“ viðskiptavinir „Undanfarin ár hafa þannig verið gerðar talsvert auknar kröfur til fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þessar kröfur eiga ekki síður við ýmis lítil og meðalstór fyrirtæki, en margir átta sig ekki á til hversu víðtækra starfsemi kröfurnar ná til,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Nátthrafns. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Covid setti alþjóðlegar áskoranir á stera „Ef öll fyrirtæki, bankar, tryggingaraðilar og fjárfestar aðlaga viðskiptamódel sitt að sjálfbærni, þá er hægt að umbreyta hættunni sem steðjar að í mun bjartari framtíðri,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu. 2. desember 2020 12:00
Fjölskyldur og samstarfsfólk sem tengjast stjórnmálum „áhættusamir“ viðskiptavinir „Undanfarin ár hafa þannig verið gerðar talsvert auknar kröfur til fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þessar kröfur eiga ekki síður við ýmis lítil og meðalstór fyrirtæki, en margir átta sig ekki á til hversu víðtækra starfsemi kröfurnar ná til,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Nátthrafns. 2. desember 2020 07:01