Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 10:35 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/vilhelm Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi aðgerðir yfirvalda til að viðhalda efnahagnum vegna Covid-19 faraldursins. Bjarni sagði að með því að halda aftur af atvinnuleysi, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið, væri hægt að takmarka tap ríkisins til lengri tíma. Án aðgerða yrði ríkið og Ísland fyrir gríðarlegum skelli. „Hann verður vondur hvað sem öðru líður,“ sagði Bjarni. Hann sagði atvinnuleysi geta rokið upp í átta prósent og að fjöldi fyrirtækja gætu farið í þrot. „Þess vegna segi ég, að við þurfum að stíga stór skref núna. Við þurfum að koma af fullum krafti inn í þessa mynd. Vegna þess að frá okkar bæjardyrum séð, sem erum að halda utan um ríkisfjármálin, þá er það í rauninni mesta tjónið sem getur orðið. Að þetta raungerist.“ Bjartsýnn á framtíðina Bjarni var bjartsýnn á framtíðina og sagði að þegar við værum komin í gegnum þetta óveður, værum við gamla góða Ísland, með allt það aðdráttarafl sem landið hefur og náttúran. Fólk muni aftur fara á stjá og Íslendingar þurfi að vera reiðubúnir. „Þess vegna erum við að fara í þetta markaðsátak, sem mér finnst sumir tala niður. Við ætlum að vera tilbúin þegar flugvellirnir opna að nýju og menn fara á hreyfingu. Til þess að minna á Ísland og segja: Halló, hér erum við. Lönd munu keppa um ferðamenn og við ætlum að vera tilbúin þegar þar að kemur.“ Klippa: Bítið - Bjarni Benediktsson Margar leiðir til skoðunnar Bjarni sagði yfirvöld vinna að mörgum leiðum til að létta undir með hagkerfinu og almenningi. „Það sem mér finnst kannski skipta mestu er að fólk skilji er að við getum reynt að létta undir með svo margvíslegum aðgerðum. Þetta er ekki bara hlutverk þingsins heldur er auðvitað Seðlabankinn með stórt hlutverk. Í mjög einfölduðu máli, þá erum við að tala um að auka súrefni þarna úti, þegar það verður súrefnisskortur í fjármálakerfinu, það er að segja hjá fyrirtækjunum. Vegna þess að tekjurnar falla. Þær eru að falla sumsstaðar um 50 prósent og jafnvel meira. Geta fallið 70, 80 prósent í einstaka tilvikum. Mögulega meira en það meira að segja,“ sagði Bjarni. Í slíku ástandi, sem Bjarni sagði að talið væri skammtímaástand, þurfi slík fyrirtæki stuðning. Telur frekari vaxtalækkun í framtíðinni Bjarni sagðist hafa trú á því að Seðlabankinn myndi lækka vexti frekar og hleypa þannig meira súrefni í kerfið og auðvelda bönkum að styðja sína viðskiptamenn. „Við erum á hinum kantinum og erum að segja við fyrirtæki að við skulum taka hluta af launakostnaðinum. Það gerum við með þessar hlutastarfaleið, þar sem að fyrirtæki geta sagt upp starfshlutfalli 50 prósent og haldið starfsmönnum hjá sér á 50 prósent launum á meðan þeir eiga rétt á því að fá greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóðnum fyrir bróðurpartinum af mismuninum.“ Bjarni sagði að fólk með 650 þúsund og minna myndi fá um það bil 90 prósent af upphæðinni. Hann tók þó fram að það væri gróf ágiskun. Frumvarp er enn til meðferðar á þinginu. Hann sagði að sömuleiðis þyrfti að grípa einyrkja og verktaka með sama kerfi en þeir þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. „Ég segi líka, það er hægt að fara margar aðrar leiðir,“ sagði Bjarni. Litið yrði til þeirra með mörgum leiðum. Vísaði hann sem dæmi til möguleika á því að veita fólki aðgang að séreignarsparnaði eins og gert hafi verið áður. „Ég held það sé samt engin ein leið jafn stór og mikilvæg og sú að styðja fyrirtækin í að halda fólki hjá sér á launum og taka hluta af laununum. Þetta er mjög sniðug aðferð.“ Þörf á samkomulagi og trausti Bjarni sagði yfirvöld hafa rætt við forsvarsmenn banka og fjármálafyrirtækja. „Eitt sem við heyrum frá fjármálafyrirtækjum almennt er að þau vilja að sjálfsögðu hjálpa sínum viðskiptavinum en þau vilja ekki fá önnur fjármálafyrirtæki í bakið. Ef þú ert að gefa greiðslufresti og sína erfiðri stöðu skilning mega ekki önnur fjármálafyrirtæki ráðast á þann viðskiptavin út af öðrum viðskiptum sem eru í gangi.“ „Bara svo dæmi sé tekið,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta kann að hljóma eins og í frumskóginum en það þarf að vera eithvað samkomulag og skapa traust á milli manna. Og það er dálítið vandasamt að gera það því þetta eru aðilar sem eru að keppa á fjármálamarkaði og annað.“ „Við viljum styðja menn í að skapa samræmdar reglur þannig að það sé, eftir því sem hægt er við þessar fordæmalausu aðstæður, hægt að veita skjót svör,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði skilaboðin sem ríkisstjórnin gaf frá sér með aðgerðum sem tilkynntar voru í síðustu viku, fyrst og fremst vera að staðan væri verulega alvarleg. Fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar hafi verið kippt úr sambandi og nú þyrfti að hugsa hlutina upp á nýtt. Þá hafi verið boðaðar nokkrar aðgerðir sem augljóst væri að þörf væri á. „Þetta átti aldrei að vera síðasti blaðamannafundurinn.“ Í kjölfar fundarins byrjuðu aðgerðir yfirvalda um heim allan að harðna til muna með, til að mynda, lokun landamæra og stöðvun fluga á milli landa. Bjarni lýsti þeim aðgerðum sem „sögulegum“ og sagði þá bylgju enn vera að ganga yfir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinnumarkaður Efnahagsmál Bítið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi aðgerðir yfirvalda til að viðhalda efnahagnum vegna Covid-19 faraldursins. Bjarni sagði að með því að halda aftur af atvinnuleysi, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið, væri hægt að takmarka tap ríkisins til lengri tíma. Án aðgerða yrði ríkið og Ísland fyrir gríðarlegum skelli. „Hann verður vondur hvað sem öðru líður,“ sagði Bjarni. Hann sagði atvinnuleysi geta rokið upp í átta prósent og að fjöldi fyrirtækja gætu farið í þrot. „Þess vegna segi ég, að við þurfum að stíga stór skref núna. Við þurfum að koma af fullum krafti inn í þessa mynd. Vegna þess að frá okkar bæjardyrum séð, sem erum að halda utan um ríkisfjármálin, þá er það í rauninni mesta tjónið sem getur orðið. Að þetta raungerist.“ Bjartsýnn á framtíðina Bjarni var bjartsýnn á framtíðina og sagði að þegar við værum komin í gegnum þetta óveður, værum við gamla góða Ísland, með allt það aðdráttarafl sem landið hefur og náttúran. Fólk muni aftur fara á stjá og Íslendingar þurfi að vera reiðubúnir. „Þess vegna erum við að fara í þetta markaðsátak, sem mér finnst sumir tala niður. Við ætlum að vera tilbúin þegar flugvellirnir opna að nýju og menn fara á hreyfingu. Til þess að minna á Ísland og segja: Halló, hér erum við. Lönd munu keppa um ferðamenn og við ætlum að vera tilbúin þegar þar að kemur.“ Klippa: Bítið - Bjarni Benediktsson Margar leiðir til skoðunnar Bjarni sagði yfirvöld vinna að mörgum leiðum til að létta undir með hagkerfinu og almenningi. „Það sem mér finnst kannski skipta mestu er að fólk skilji er að við getum reynt að létta undir með svo margvíslegum aðgerðum. Þetta er ekki bara hlutverk þingsins heldur er auðvitað Seðlabankinn með stórt hlutverk. Í mjög einfölduðu máli, þá erum við að tala um að auka súrefni þarna úti, þegar það verður súrefnisskortur í fjármálakerfinu, það er að segja hjá fyrirtækjunum. Vegna þess að tekjurnar falla. Þær eru að falla sumsstaðar um 50 prósent og jafnvel meira. Geta fallið 70, 80 prósent í einstaka tilvikum. Mögulega meira en það meira að segja,“ sagði Bjarni. Í slíku ástandi, sem Bjarni sagði að talið væri skammtímaástand, þurfi slík fyrirtæki stuðning. Telur frekari vaxtalækkun í framtíðinni Bjarni sagðist hafa trú á því að Seðlabankinn myndi lækka vexti frekar og hleypa þannig meira súrefni í kerfið og auðvelda bönkum að styðja sína viðskiptamenn. „Við erum á hinum kantinum og erum að segja við fyrirtæki að við skulum taka hluta af launakostnaðinum. Það gerum við með þessar hlutastarfaleið, þar sem að fyrirtæki geta sagt upp starfshlutfalli 50 prósent og haldið starfsmönnum hjá sér á 50 prósent launum á meðan þeir eiga rétt á því að fá greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóðnum fyrir bróðurpartinum af mismuninum.“ Bjarni sagði að fólk með 650 þúsund og minna myndi fá um það bil 90 prósent af upphæðinni. Hann tók þó fram að það væri gróf ágiskun. Frumvarp er enn til meðferðar á þinginu. Hann sagði að sömuleiðis þyrfti að grípa einyrkja og verktaka með sama kerfi en þeir þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. „Ég segi líka, það er hægt að fara margar aðrar leiðir,“ sagði Bjarni. Litið yrði til þeirra með mörgum leiðum. Vísaði hann sem dæmi til möguleika á því að veita fólki aðgang að séreignarsparnaði eins og gert hafi verið áður. „Ég held það sé samt engin ein leið jafn stór og mikilvæg og sú að styðja fyrirtækin í að halda fólki hjá sér á launum og taka hluta af laununum. Þetta er mjög sniðug aðferð.“ Þörf á samkomulagi og trausti Bjarni sagði yfirvöld hafa rætt við forsvarsmenn banka og fjármálafyrirtækja. „Eitt sem við heyrum frá fjármálafyrirtækjum almennt er að þau vilja að sjálfsögðu hjálpa sínum viðskiptavinum en þau vilja ekki fá önnur fjármálafyrirtæki í bakið. Ef þú ert að gefa greiðslufresti og sína erfiðri stöðu skilning mega ekki önnur fjármálafyrirtæki ráðast á þann viðskiptavin út af öðrum viðskiptum sem eru í gangi.“ „Bara svo dæmi sé tekið,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta kann að hljóma eins og í frumskóginum en það þarf að vera eithvað samkomulag og skapa traust á milli manna. Og það er dálítið vandasamt að gera það því þetta eru aðilar sem eru að keppa á fjármálamarkaði og annað.“ „Við viljum styðja menn í að skapa samræmdar reglur þannig að það sé, eftir því sem hægt er við þessar fordæmalausu aðstæður, hægt að veita skjót svör,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði skilaboðin sem ríkisstjórnin gaf frá sér með aðgerðum sem tilkynntar voru í síðustu viku, fyrst og fremst vera að staðan væri verulega alvarleg. Fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar hafi verið kippt úr sambandi og nú þyrfti að hugsa hlutina upp á nýtt. Þá hafi verið boðaðar nokkrar aðgerðir sem augljóst væri að þörf væri á. „Þetta átti aldrei að vera síðasti blaðamannafundurinn.“ Í kjölfar fundarins byrjuðu aðgerðir yfirvalda um heim allan að harðna til muna með, til að mynda, lokun landamæra og stöðvun fluga á milli landa. Bjarni lýsti þeim aðgerðum sem „sögulegum“ og sagði þá bylgju enn vera að ganga yfir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinnumarkaður Efnahagsmál Bítið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira