Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 21:00 Enn er óljóst hvenær Íslandsmeistaravörn KR hefst en byrjun Íslandsmótsins var frestað vegna samkomubanns. VÍSIR/DANÍEL Félögin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þurfa að lækka laun leikmanna og endursemja við leikmenn vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem kórónuveiran hefur haft. Páll Kristjánsson, nýr formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór yfir stöðuna. Páll vill að íþróttafélögin geti farið sömu leið og fyrirtæki sem hafa minnkað starfshlutfall starfsmanna sem geta svo fengið bætur til að vega upp á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Það er mín skoðun að íþróttafélög eigi að falla undir þessi úrræði sem að hið opinbera býður upp á. Í hinum fullkomna heimi myndu því íþróttafélögin borga 25% af samningum, og ríkið kemur inn með 75%. Ég vinn eftir þeirri reglu,“ sagði Páll. Hann sagði það geta skapað ákveðin vandamál hve algengir verktakasamningar væru í íþróttaheiminum, en að það væri hans vilji að það sama gilti um íþróttafólk og þjálfara eins og aðra þegna samfélagsins á þessum tímum. „Umræðan verður alltaf þannig um leið og menn fara að tala um laun hjá karlmönnum í fótbolta, körfubolta eða handbolta, að hún verður mikið viðkvæmari. Eins og eitthvað jarðsprengjusvæði. Menn þora ekki að upplýsa um laun og það er ákveðin leyndarhyggja yfir þessu, sem ég skil reyndar ekki og sé enga þörf á. En við megum ekki horfa framhjá því að íþróttahreyfingin er mikið meira en efsta lag afreksmanna. Við erum með þjálfara niður allan stigann, niður í yngstu flokka, og erum í sömu vandræðum með þá eins og alla aðra. Um óvissan tíma erum við að tapa allt of stórum hluta af okkar tekjum og við þurfum einhvern veginn að svara þessu með yngri flokkana líka,“ sagði Páll. Klippa: Sportið í dag: Páll vill að ríkið grípi inn í Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45 Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Félögin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þurfa að lækka laun leikmanna og endursemja við leikmenn vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem kórónuveiran hefur haft. Páll Kristjánsson, nýr formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór yfir stöðuna. Páll vill að íþróttafélögin geti farið sömu leið og fyrirtæki sem hafa minnkað starfshlutfall starfsmanna sem geta svo fengið bætur til að vega upp á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Það er mín skoðun að íþróttafélög eigi að falla undir þessi úrræði sem að hið opinbera býður upp á. Í hinum fullkomna heimi myndu því íþróttafélögin borga 25% af samningum, og ríkið kemur inn með 75%. Ég vinn eftir þeirri reglu,“ sagði Páll. Hann sagði það geta skapað ákveðin vandamál hve algengir verktakasamningar væru í íþróttaheiminum, en að það væri hans vilji að það sama gilti um íþróttafólk og þjálfara eins og aðra þegna samfélagsins á þessum tímum. „Umræðan verður alltaf þannig um leið og menn fara að tala um laun hjá karlmönnum í fótbolta, körfubolta eða handbolta, að hún verður mikið viðkvæmari. Eins og eitthvað jarðsprengjusvæði. Menn þora ekki að upplýsa um laun og það er ákveðin leyndarhyggja yfir þessu, sem ég skil reyndar ekki og sé enga þörf á. En við megum ekki horfa framhjá því að íþróttahreyfingin er mikið meira en efsta lag afreksmanna. Við erum með þjálfara niður allan stigann, niður í yngstu flokka, og erum í sömu vandræðum með þá eins og alla aðra. Um óvissan tíma erum við að tapa allt of stórum hluta af okkar tekjum og við þurfum einhvern veginn að svara þessu með yngri flokkana líka,“ sagði Páll. Klippa: Sportið í dag: Páll vill að ríkið grípi inn í Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45 Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45
Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00