Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 17:00 Valsmenn horfðu á eftir Íslandsmeistaratitlinum til KR-inga. Vísir/Bára Valsmenn segjast ætla að draga lærdóm af síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla þegar þeir enduðu 23 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og átta stigum frá sæti í Evrópukeppni. Valsmenn birtu í morgun ársreikning sinn frá síðasta ári og þar er einnig farið yfir gengi meistaraflokks karla á síðustu leiktíð. Hagnaður knattspyrnudeildarinnar minnkaði um 68 milljónir en var samt sá mesti af öllum liðum Pepsi Max deildarinnar eða 15,9 milljónir króna. Valsmenn mættu til leiks síðasta sumar sem tvöfaldir Íslandsmeistarar og var spáð Íslandsmeistaratitlinum af langflestum enda með frábært liða á pappírnum. Það gekk aftur á móti allt á afturfótunum allt sumarið og Valsliðið tapaði níu leikjum eða fimm fleirum en samanlagt sumurin 2017 og 2018. Valsmenn enduðu að lokum í sjötta sæti, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR og höfðu ekki verið neðar í deildinni í sjö ár. Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti) „Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmann og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfararteymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hins vegar gríðarlega vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af,“ segir í ársreikningi Valsmanna sem var gerður opinber í dag. „Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Garu Martin, Kaj Léo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar óvelkomnar uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því,“ segir enn fremur í ársreikningi Valsmanna fyrir rekstrarárið 2019. Það má lesa allan ársreikninginn með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira
Valsmenn segjast ætla að draga lærdóm af síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla þegar þeir enduðu 23 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og átta stigum frá sæti í Evrópukeppni. Valsmenn birtu í morgun ársreikning sinn frá síðasta ári og þar er einnig farið yfir gengi meistaraflokks karla á síðustu leiktíð. Hagnaður knattspyrnudeildarinnar minnkaði um 68 milljónir en var samt sá mesti af öllum liðum Pepsi Max deildarinnar eða 15,9 milljónir króna. Valsmenn mættu til leiks síðasta sumar sem tvöfaldir Íslandsmeistarar og var spáð Íslandsmeistaratitlinum af langflestum enda með frábært liða á pappírnum. Það gekk aftur á móti allt á afturfótunum allt sumarið og Valsliðið tapaði níu leikjum eða fimm fleirum en samanlagt sumurin 2017 og 2018. Valsmenn enduðu að lokum í sjötta sæti, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR og höfðu ekki verið neðar í deildinni í sjö ár. Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti) „Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmann og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfararteymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hins vegar gríðarlega vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af,“ segir í ársreikningi Valsmanna sem var gerður opinber í dag. „Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Garu Martin, Kaj Léo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar óvelkomnar uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því,“ segir enn fremur í ársreikningi Valsmanna fyrir rekstrarárið 2019. Það má lesa allan ársreikninginn með því að smella hér.
Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira