Stefnt að því að kynna frekari aðgerðir á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 23:41 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í Safnahúsinu í síðustu viku þegar aðgerðapakki tvö var kynntur. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin áformar að kynna frekari efnahagsaðgerðir á morgun, þriðjudag, til að koma til móts við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt heimildum Vísis munu aðgerðirnar sérstaklega beinast að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þá má einnig búast við því að framhald svokallaðrar hlutabótaleiðar verði kynnt á morgun. Fyrst var greint frá málinu á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að málin verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir algjöru tekjufalli vegna kórónuveirunnar enda eru nú miklar ferðatakmarkanir í gildi um allan heim. Fyrirtæki í greininni bundu miklar vonir við aðgerðapakka tvö sem stjórnvöld kynntu í liðinni viku en fjölmargir lýstu yfir vonbrigðum með pakkann. Meira þyrfti að koma til og þörf væri á sértækari aðgerðum fyrir ferðaþjónustuna. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, til að mynda í samtali við Vísi í liðinni viku. Kallaði hann meðal annars eftir svörum frá stjórnvöldum fyrir komandi mánaðamót varðandi það hvert framhald hlutabótaleiðarinnar yrði en það úrræði rennur að óbreyttu út í lok maí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Ríkisstjórnin áformar að kynna frekari efnahagsaðgerðir á morgun, þriðjudag, til að koma til móts við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt heimildum Vísis munu aðgerðirnar sérstaklega beinast að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þá má einnig búast við því að framhald svokallaðrar hlutabótaleiðar verði kynnt á morgun. Fyrst var greint frá málinu á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að málin verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir algjöru tekjufalli vegna kórónuveirunnar enda eru nú miklar ferðatakmarkanir í gildi um allan heim. Fyrirtæki í greininni bundu miklar vonir við aðgerðapakka tvö sem stjórnvöld kynntu í liðinni viku en fjölmargir lýstu yfir vonbrigðum með pakkann. Meira þyrfti að koma til og þörf væri á sértækari aðgerðum fyrir ferðaþjónustuna. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, til að mynda í samtali við Vísi í liðinni viku. Kallaði hann meðal annars eftir svörum frá stjórnvöldum fyrir komandi mánaðamót varðandi það hvert framhald hlutabótaleiðarinnar yrði en það úrræði rennur að óbreyttu út í lok maí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira