Trent tókst að tapa boltanum 38 sinnum á aðeins 77 mínútum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 19:30 Trent Alexander-Arnold talar við Jürgen Klopp í leiknum á móti Southampton í gær. Getty/Andrew Powell Trent Alexander-Arnold hefur átt mjög erfitt uppdráttar á þessu tímabili og bakvörðurinn er að koma illa út í tölfræðinni. Það gengur lítið hjá Liverpool þessa dagana og þetta kristallast hvergi betur en í frammistöðu enska landsliðsbakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Það hefur verið mikið látið með Trent Alexander-Arnold á undanförnum árum. Strákurinn vann sér ungur sæti í Liverpool liðinu og var síðan kominn í hóp bestu bakvarða heims. Það var útlit fyrir mjög bjarta framtíð hjá þessum strák sem hefur komið upp um unglingastarfið hjá Liverpool og er því sérstaklega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Lost possession 38 times in 77 minutes Made a mistake for Southampton's goal Looked completely lostWhat has happened to the best right-back in the world? #LFC https://t.co/n96Cf6ZZFP— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 5, 2021 Trent Alexander-Arnold var á dögunum valinn í lið ársins hjá FIFA eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna ensku deildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár á síðasta tímabili. Nú virðist öldin vera önnur hjá hinum 22 ára gamla Trent Alexander-Arnold sem er annað hvort alveg útkeyrður eða búinn að missa sjálfstraustið. Liverpool liðið tapaði 1-0 á móti Southampton í gær þar sem sigurmarkið kom eftir mistök Alexander-Arnold. Alexander-Arnold átti síðan svo lélegan leik að Jürgen Klopp varð að taka hann af velli á 77. mínútu. Þá hafði stráknum tekist að tapa boltanum 38 sinnum í leiknum. Hann spilaði í 77 mínútur og missti því boltann á tveggja mínútna fresti. 23.8% - Trent Alexander-Arnold has lost possession of the ball with 23.8% of his touches in Premier League games this season (327/1372); of all outfielders with at least 500 touches, 61 players have lost possession more often in relation to their number of touches. Mythbusters. pic.twitter.com/a7ZCy1V16j— OptaJoe (@OptaJoe) January 5, 2021 Sóknarleikur Liverpool hefur verið hálflíflaus að undanförnu og liðið hefur ekki skorað í meira en fjóra klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni. Tveir markalausir leikir í röð og þrír leikir í röð án sigurs. Það hefur ekki hjálpað til að Trent Alexander-Arnold er langt frá sínu besta. Bakverðir Liverpool hafa verið stoðsendingahæstu leikmenn liðsins og sóknin fer mikið í gegnum þá. Slök frammistaða Trent hefur því mikil áhrif. Nú hafa knattspyrnusérfræðingar kallað eftir því að Klopp þurfi að gera eitthvað til að koma Trent Alexander-Arnold aftur í gírinn. Klopp gæti tekið hann út úr liðinu og það verður að teljast líklegt eftir frammistöðuna í gær. Hvort að hann verði settur á bekkinn eða hvíldur alveg verður að koma í ljós. Það er alla vega ljóst að strákurinn upplifði sannkallaða martröð í gær og spilar ekki mikið verr. Leiðin ætti því bara vera upp á við eftir þetta. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Það gengur lítið hjá Liverpool þessa dagana og þetta kristallast hvergi betur en í frammistöðu enska landsliðsbakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Það hefur verið mikið látið með Trent Alexander-Arnold á undanförnum árum. Strákurinn vann sér ungur sæti í Liverpool liðinu og var síðan kominn í hóp bestu bakvarða heims. Það var útlit fyrir mjög bjarta framtíð hjá þessum strák sem hefur komið upp um unglingastarfið hjá Liverpool og er því sérstaklega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Lost possession 38 times in 77 minutes Made a mistake for Southampton's goal Looked completely lostWhat has happened to the best right-back in the world? #LFC https://t.co/n96Cf6ZZFP— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 5, 2021 Trent Alexander-Arnold var á dögunum valinn í lið ársins hjá FIFA eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna ensku deildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár á síðasta tímabili. Nú virðist öldin vera önnur hjá hinum 22 ára gamla Trent Alexander-Arnold sem er annað hvort alveg útkeyrður eða búinn að missa sjálfstraustið. Liverpool liðið tapaði 1-0 á móti Southampton í gær þar sem sigurmarkið kom eftir mistök Alexander-Arnold. Alexander-Arnold átti síðan svo lélegan leik að Jürgen Klopp varð að taka hann af velli á 77. mínútu. Þá hafði stráknum tekist að tapa boltanum 38 sinnum í leiknum. Hann spilaði í 77 mínútur og missti því boltann á tveggja mínútna fresti. 23.8% - Trent Alexander-Arnold has lost possession of the ball with 23.8% of his touches in Premier League games this season (327/1372); of all outfielders with at least 500 touches, 61 players have lost possession more often in relation to their number of touches. Mythbusters. pic.twitter.com/a7ZCy1V16j— OptaJoe (@OptaJoe) January 5, 2021 Sóknarleikur Liverpool hefur verið hálflíflaus að undanförnu og liðið hefur ekki skorað í meira en fjóra klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni. Tveir markalausir leikir í röð og þrír leikir í röð án sigurs. Það hefur ekki hjálpað til að Trent Alexander-Arnold er langt frá sínu besta. Bakverðir Liverpool hafa verið stoðsendingahæstu leikmenn liðsins og sóknin fer mikið í gegnum þá. Slök frammistaða Trent hefur því mikil áhrif. Nú hafa knattspyrnusérfræðingar kallað eftir því að Klopp þurfi að gera eitthvað til að koma Trent Alexander-Arnold aftur í gírinn. Klopp gæti tekið hann út úr liðinu og það verður að teljast líklegt eftir frammistöðuna í gær. Hvort að hann verði settur á bekkinn eða hvíldur alveg verður að koma í ljós. Það er alla vega ljóst að strákurinn upplifði sannkallaða martröð í gær og spilar ekki mikið verr. Leiðin ætti því bara vera upp á við eftir þetta.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira