Nýi United strákurinn fær stuðning frá Bruno, hrós frá Ole og horfir á Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 09:00 Amad Diallo með treyju Manchester United sem hann mun væntanlega spila í á komandi mánuðum. Getty/Ash Donelon Það þekkja flestir sögu Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og núna er annar táningur að vekja athygli á æfingasvæði félagsins. Hinn átján ára gamli Amad Diallo hefur staðið sig mjög vel á fyrstu viku sinni með aðalliði Manchester United. Þessi ungi Fílabeinsstrendingur kom til félagsins frá ítalska félaginu Atalanta en hann var bara búinn að spila fjóra leiki í efstu deild á Ítalíu áður en Manchester United keypti hann. 59 mínútur af aðalliðsfótbolta segir lítið en United menn hafa mikla trú á stráknum. Manchester United gekk frá kaupunum á Amad Diallo í október en hann gat ekki orðið leikmaður fyrr en í janúar. Strákurinn hefur staðið sig vel ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær. The 18-year-old has been 'amazing' in training Solskjaer says he's 'remarkable' for his age Bruno Fernandes has taken him under his wingHe's even been watching Ronaldo and Fergie videos in his spare time! #MUFC #Diallohttps://t.co/UhBM8H30Fx— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 20, 2021 „Það mun taka hann tíma að venjast hraðanum en hraði hans, yfirsýn og hæfileiki til þess að fara framhjá mönnum mun hjálpa honum mikið í því. Hann hefur alla hráu hæfileikana sem menn þurfa til að verða mikilvægir leikmenn hjá Manchester United á næstu árum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær sem er ánægður með fyrstu æfingar stráksins „Það hefur gengið mjög vel. Hann kann að fara með boltann, hefur notið æfinganna og er að láta til sín taka á æfingunum sem er merkilegt fyrir ekki eldri leikmann. Það verður alltaf þessi aðlögunartími en ég sé fyrir mér að það verði ekki langur tími þar til að hann komi inn í hópinn,“ sagði Solskjær við blaðamann Goal en hvenær fær strákurinn fyrsta tækifærið? „Það verður kannski fyrr en menn halda. Hann er búinn að koma sér vel fyrir, leikmennirnir kunna vel við hann. Hann er góður karakter, prúður og brosmildur strákur sem leggur mikið á sig,“ sagði Solskjær. Amad Diallo's first day at Manchester United pic.twitter.com/AuhlF5pfCl— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Stuðningsmenn Manchester United tóku eftir því að Bruno Fernandes, mesti leiðtogi liðsins, virðist vera búinn að taka strákinn undir sinn verndarvæng því hann hefur verið duglegur að gefa stráknum ráð á æfingum liðsins. Diallo hefur síðan sjálfur sýnt frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann hefur verið að horfa á myndbönd með Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson. „Sjáið hvernig Ferguson horfir þarna á son sinn sem er núna orðin goðsögn. Fallegt,“ skrifaði Amad Diallo við myndina. Það verður ekki auðvelt fyrir Amad Diallo að feta í fótspor Cristiano Ronaldo hjá Manchester United en byrjun lofar að minnsta kosti góðu. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Hinn átján ára gamli Amad Diallo hefur staðið sig mjög vel á fyrstu viku sinni með aðalliði Manchester United. Þessi ungi Fílabeinsstrendingur kom til félagsins frá ítalska félaginu Atalanta en hann var bara búinn að spila fjóra leiki í efstu deild á Ítalíu áður en Manchester United keypti hann. 59 mínútur af aðalliðsfótbolta segir lítið en United menn hafa mikla trú á stráknum. Manchester United gekk frá kaupunum á Amad Diallo í október en hann gat ekki orðið leikmaður fyrr en í janúar. Strákurinn hefur staðið sig vel ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær. The 18-year-old has been 'amazing' in training Solskjaer says he's 'remarkable' for his age Bruno Fernandes has taken him under his wingHe's even been watching Ronaldo and Fergie videos in his spare time! #MUFC #Diallohttps://t.co/UhBM8H30Fx— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 20, 2021 „Það mun taka hann tíma að venjast hraðanum en hraði hans, yfirsýn og hæfileiki til þess að fara framhjá mönnum mun hjálpa honum mikið í því. Hann hefur alla hráu hæfileikana sem menn þurfa til að verða mikilvægir leikmenn hjá Manchester United á næstu árum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær sem er ánægður með fyrstu æfingar stráksins „Það hefur gengið mjög vel. Hann kann að fara með boltann, hefur notið æfinganna og er að láta til sín taka á æfingunum sem er merkilegt fyrir ekki eldri leikmann. Það verður alltaf þessi aðlögunartími en ég sé fyrir mér að það verði ekki langur tími þar til að hann komi inn í hópinn,“ sagði Solskjær við blaðamann Goal en hvenær fær strákurinn fyrsta tækifærið? „Það verður kannski fyrr en menn halda. Hann er búinn að koma sér vel fyrir, leikmennirnir kunna vel við hann. Hann er góður karakter, prúður og brosmildur strákur sem leggur mikið á sig,“ sagði Solskjær. Amad Diallo's first day at Manchester United pic.twitter.com/AuhlF5pfCl— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Stuðningsmenn Manchester United tóku eftir því að Bruno Fernandes, mesti leiðtogi liðsins, virðist vera búinn að taka strákinn undir sinn verndarvæng því hann hefur verið duglegur að gefa stráknum ráð á æfingum liðsins. Diallo hefur síðan sjálfur sýnt frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann hefur verið að horfa á myndbönd með Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson. „Sjáið hvernig Ferguson horfir þarna á son sinn sem er núna orðin goðsögn. Fallegt,“ skrifaði Amad Diallo við myndina. Það verður ekki auðvelt fyrir Amad Diallo að feta í fótspor Cristiano Ronaldo hjá Manchester United en byrjun lofar að minnsta kosti góðu.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira